Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 17.04.1975, Qupperneq 22

Heimilistíminn - 17.04.1975, Qupperneq 22
\ Föndurhornið Sviffluga HÉRNA sjáið þið teikningu af svifflaugu, sem mjög auðvelt er að búa til. Limið teikninguna af búknum, vængjunum og ferhyrnda stykkinu, á þunnan, en stifan pappa. Pressið það siðan undir þungu fargi meðan það er að þorna og klippið út öll fjögur stykkin þegar limingin er orðin þurr. Skerið svo rifurnar AA, BB og CC á mynd4gætilega.Takkarnir A, B og C eiga að falla vel i rifurnar siðar. Klippið rif- umar D-DD og E-EE og svarta depilinn F klippið þið alveg burt. Þá er að setja sviffluguna saman. Gerið brot i búkinn eftir punktalinunni i miðj- unni. Siðan gerið þið brot eftir punktalin- unni til hliðanna, þannig að K visi inn (K er notað til að halda vængjunum i réttri stöðu) Setjið A i rifuna AA, B i BB og C i CC. Stingið hæðarstýrinu (5) gegn um rifurn- ar E-EE og vængina (2) gegn um D-DD. Vefjið ferhyrnda stykkinu (3) saman i rúllu og stingið henni inn i nefið á flug- unni, svo að hún þyngist að framan. Ef þið viljið vanda vel til, má klippa vængina út úr loki á áldós. Loks er að fá sér teygjuband, og festa annan endann á þvi i hakið neðan á flug- unni (F) og hleypa af, alveg eins og þegar skotið er baun af teygjubandi. GH. 22 Fig.5

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.