Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 17.04.1975, Qupperneq 31

Heimilistíminn - 17.04.1975, Qupperneq 31
Þegar við erum ein heima, þegar við fáum óvænta gesfi, eða þegar okkur langar í eitthvað gott - þá búum við til eggjaköku. Það getur verið einföld eggjakaka með kryddi eingöngu, eða íburðarmeiri með þykkum jafningi. Eggjakaka Evu frænku 4 egg, 2 tesk hveiti, 3 dl mjólk, 1/2 tesk salt, pipar. Sveppajafningur: 1 litri hreinsaðir sveppir, 3 msk smjör, 2 msk hveiti, 1 1/2 dl. mjólk, 1 dl rjómi, 1/2 tesk salt og pipar. Stillið ofninn á 200 stig. Hrærið hveitið ht i dálitlu af mjóikinni. Þeytið afgangn- um af mjólkinni saman við og látið suð- una koma upp. Þeytið saman eggin. Bætið kældri mjólkinni, salti og pipar út i. Bræð- 'ð svolitið smjör i pönnu og hellið hrær- unni á pönnuna. Steikið eggjakökuna i miðjum ofninum i 25 min. eða þangað til hún er orðin falleg á litin og stif. Lagið jafninginn. Skerið sveppina i litla bita. Bræðið helminginn af smjörinu i potti, setjið sveppina i og látið krauma. Þegar vökv- inn af sveppunum er gufaður upp, er af- gangurinn af smjörinu settur út i. Steikið sveppina þannig við hægan hita i 5 minút- ur i viðbót. Stráið hveitinu yfir og hrærið vel. Vætið i með mjólk og rjóma. Látiö jafninginn sjóða hægt i 10 min. og bragð- bætið með salti og pipar. Rennið varlega helmingi eggjakökunnar yfir á fat, leggið jafninginn á og leggið hinn helminginn yfir. Skreytið með tómötum. 31

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.