Heimilistíminn - 17.04.1975, Síða 32

Heimilistíminn - 17.04.1975, Síða 32
Ofneggjakaka með jafningi 4 egg, 4 dl mjólk, 1/2 tesk salt. Rækjujafningur: 2 msk smjör, 3 msk hveiti, 2 1/2 dl mjólk, 1 dl rjómi, 1/2 tesk salt, svolitill pipar, 200 gr. rækjur, 1/2 dl fínt saxað dill. Stillið ofninn á 200 stig. Sjóðið mjólkina og kælið. Þeytið saman eggin og bætið mjólkinni i meðan hrært er. Saltið hrær- una og hellið henni i smurt, eldfast fat. Setjið fatið i miðjan ofninn og steikið i 20 mln., eða þar til hræran er stifnuð. Bræðið sm jör, blandið hveiti saman við og vætið i með mjólk og rjóma. Setjið salt- ið og piparinn i og látið jafninginn malla i 5 min. Bætið rækjunum i rétt áður en eggjakakan er steikt. Setjið dillið i og hellið jafningnum yfir eggjakökuna. Ber- ið fram strax og hafið tómatsalat með. Bóndaeggjakaka 4 soðnar, kaldar kartöflur, 1 litill laukur, 100 gr. reykt skinka eða pylsa, 4 egg, 4 msk vant eða rjómi, 1/2 tesk salt, svolitill pipar og 1 dl söxuð steinselja. Flysjið laukinn og kartöflurnar. Saxið laukinn fint og skerið skinkuna eða pyls- una I litla bita. Hitið pönnuna og bræðið smjör á henni. Steikið kartöflur, lauk og kjöt. Þeytið saman egg, vatn eða rjóma, sait og pipar. Hellið hrærunni yfir hitt sem er á pönnunni. Hrærið i með gaffli, þannig að hræran renni alltaf niður að botninum á pönnunni. Steikið þar til nær öll hræran er stifnuð. Stráið steinselju yfir og berið strax á borð. 32

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.