Heimilistíminn - 17.04.1975, Síða 34

Heimilistíminn - 17.04.1975, Síða 34
ekki viss um, að hann yrði jafnhrifinn af nýja barninu og Lúsindu. Lúsinda var Lúsinda og alveg sérstök i pabba augum, en nýja barnið var bara... já, ekki neitt ennþá. 3. kafli. Og svo kom Dabbi. Ekki með pomp og prakt eins og Lúsinda heldur ósköp rólega. Mamma vildi eiga hann heima. Pabbi vildi það ekki og hann lýsti þvi með mörgum fögrum orðum, hvað það væri mikið betra að eiga börnin með lækna allt i kringum sig og ljósmæður á hverju strái. ,,Svo eru þar lika súrefnistæki,” sagði hann. ,,Ég þarf ekkert súrefni,” sagði mamma. ,,Ég fæ nóg loft, ef glugginn er opinn.” ,,Þar er hægt að fá blóðgjöf,” sagði pabbi. ,,Ég þarf ekki að fá neitt blóð,” svaraði mamma. ,,Ég er með hundrað prósent blóð.” ,,Og þar eru hitakassar, ef börnin fæstast fyrir tímann,” hélt pabbi áfram. ,,Ég held, að þetta barn ætli alls ekki að fæð- ast of snemma,” sagði mamma. ,,Það er bráð- um kominn timinn. En ég er búin að tala við Ijósmóðurina og hún segir, að ég megi vera heima og ég er búin að tala við lækni og hann segir að ég megi vera heima og svo ætla ég að vera heima og eiga mitt barn sjálf.” Pabbi gat ekkert sagt, þvi að mamma var svo ákveðin. Hann vissi, að mamma myndi standa við sitt, hvað svo sem hann eða aðrir segðu. Yfirleitt var mamma einstaklega þæg og góð og gerði allt, sem pabba fannst hún eiga að gera eða svo hélt pabbi, en þegar mamma tók svona sterkt til orða og var svona ákveðin, vissi pabbi að hann yrði að láta undan og þvi gerði hann það. ,,Jæja, jæja,” stundi pabbi. ,,Þá það. Þá verðurðu heima.” ,,Þú getur tekið sumarfriiðþitt og hugsað um okkur,” sagði mamma ánægð. Pabbi var ekki jafn hrifinn. Hann leit i kring- um sig og stundi. Að mamma skildi vera að safna svona styttum, sem þurfti sífellt að þurrka af! Hvað var þessi gamla klukka að gera þarna upp á vegg? Hún sló á nóttinni og vakti alla —ja, það var gott að rumska og telja slögin ogvita.að það væri óhætt að halla sér aftur smá stund, en allt þetta viravirki, sem sett var á aumingja klukkuna! Snúnir stólpar, útskorin brik, litlar fjalir! Hvernig entist mamma til að þurrka rykið af öllu þessu pirumpári? Hann leit á bókaskápinn og andvarpaði. Það þarf að hugsa um bækurnar, þó að gaman sé að lesa þær. Til hvers var annars verið að kaupa teppi? Á þau sezt allskonar drasl og í þvi eru blettir. Pabbi andvarpaði. Þá var betra að hafa moldargólf og sópa yfir það með grófum kústi. Og þó, ryksugur eru þarfaþing. Gæti hann ekki ryksugað eldhúsgólfið og baðgólfið lika? En uppþvotturinn! Færa mömmu mat i rúm- ið og elda hann sjálfur. Þetta var skelfilegt. Pylsur gat pabbi soðið og kartöflur og svo var alltaf hægt að bjargast með dósamat þangað til mamma kæmist á fætur. En þvotturinn? Það var bleyjuþvottur og venjulegur þvottur og svo sængurkonuþvottur og það var vist eitthvað hræðilegt. Pabbi sá sig i anda við straujárnið og hann brenndi sig i huganum við hverja bleyjuna. Skelfing var erfitt að vera til. Húsverkin eru nefnilega eitthvað, sem eng- inn tekur eftir að séu unnin, ef vel er að verið, en allir sjá, ef ekki eru unnin. ,,Við fáum konu frá Heimilishjálpinni” sagði mamma. ,,Ha?” spurði pabbi. ,,Hún verður frá 9 til 2 og gerir allt. Hún kaupir i matinn...” ,,Það get ég nú!” sagði pabbi ákveðinn. ,,Hún hreinsar, þvær og eldar,” sagði mamma. ,,Þð er nú gott, að við gátum keypt sjálfvirka þvottavél. Þá getur hún stungið þvottinum inn í hana á morgnana og hengt hann upp.” Pabbi stundi aftur. Nú var hann rétt byrjað- ur að hlakka til þess að fá að þrifa og hugsa um mömmu, Lúsindu og „það” aleinn! Mikið er alltaf verið vont við pabba! Það er engu likara en allir haldi, að þeir séu hreinn óþarfi. ,,Ég var nú farinn að hlakka til þess að sjá um allt og hafa ykkur i friði út af fyrir mig,” sagði pabbi. „O, ætli maður viti það ekki,” sagði mamma. „Þig hefur vitanlega langað til þess að sjóða pylsur og hafa með þeim hráar kartöflur.” „Það er nú til eitthvað, sem heitir mat- reiðslubók”, sagði pabbi drjúgur með sig. „Ég man ekki betur, en þú eigir þó nokkrar.” Það var líka alveg satt. Fyrstu vikurnar eld- aði mamma ekkert nema veizlumat. Það var veizlumatsbók, sem hún hafði keypt. Svo fór pabbi að þreytast. Framhald 14

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.