Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 36

Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 36
Ég skal sækja Melissu. Það er mál til komið að við förum að koma okkur af stað. — Af hverju lofarðu henni ekki að vera i nótt? — Mér finnst það ekki nauðsynlegt. — Nú ertu að leika mömmu aftur. Heyrðu nú, barnið hefur átt sinn erfiðasta dag á ævinni. í fyrsta sinn hef ur hún kynnzt raunverulegri sorg og það með, að maður fær ekkert ókeypis í lífinu. Allt sem við höfum er til láns og ef forlögin ... hann brosti kuldalega .... — Ég nota þetta orð dálítið oft, eru í góðu skapi, f áum við að hafa það svolítið leng- ur. En ef við förum ekki varlega, þá, púff ... hnefi hans féll niður á arinhilluna, svo klukkan titraði. — Þá er það horf ið eins og dögg f yrir sólu. — Það er vandalaust að skella skuldinni á eitt- hvað jaf n óraunverulegt og forlögin. Candy dó eðli- legum dauða. Hún dóaf barnsbörnum.... slikt gerist á hverjum degi. Ef allt, sem fer úrskeiðis í lífinu á aðveraaðkennaeinhverjum ógæfufugli í stað okk- ar sjálfra, eigingirni okkar, er allt ósköp auðvelt. Það er undir hverjum og einum komið að nýta sér hæfileika sína sem bezt til að öðlast reynslu í líf- inu. — Eða dauðanum, eins og í þessuJHfjellL - — Melissa þarf að horfast í augu við hann líka einhvern daginn. Alvarleg augun liðu yfir andlit hans. — Stundum vorkenni ég þér ólýsanlega sagði hún hægt. — Slepptu því, sagði hann snöggt. — Ég kemst ágætlega af án meðaumkvunar þinnar. Hún beit á vörina, sneri sér við og rakst á Fran Meitland i dyrunum þegar hún vár á leið út. — Halló, sagði Fran brosandi. — Mér datt í hug að þið væruð hér. Alvörusvipur kom á andlit henn- ar. — Ég hitti Guy og hann sagði mér frá Candy. Verslings Melissa. Er allt í lagi með hana? Gaybrielle kinkaði kolli. — Hún er að gefa f olald- inu. Ég var einmitt að fara að sækja hana til að fara heim. — Þess vegna kom ég. Mér datt í hug að hún hefði kannske gott af að vera hjá okkur í nótt, eftir allt þetta. Það er enginn skóli á morgun og ég held, að henni líði betur hérna. Gaybrielle hikaði og horfði áhyggjufull fram f yrir sig. — David er búinn að bjóða okkur í leikhús- ið annað kvöld. Hann verður fyrir vonbrigðum, ef Melissa kemur ekki með. — Enga vitleysu. Hann verður himinlifandi. Nicholas brosti kaldranalega. — Þarftu endilega að dæma alla eftir sjálfum þér? Hann gretti sig,— Ég sagði bara sannleikann. Ef þú heldur að David hugsi einungis platónískt, ertu skelfilega barnaleg. — Hugsanir Davids Glennister koma þér ekki við. — Það veit ég, en það svarar ekki spurningunni. Geturðu án þess að Ijúga haldið því fram, að hann hafi aldrei látið í Ijósi þrá til þín? Fran horfði á þau til skiptis. — Vertu nú rólegur, Nick. Hann sinnti ekki mótmælum hennar, því Gaybri- elle sneri sér ''reiðilega að honum. — Ef þú heldur að þú græðir eitthvaö á þvi að gera grin að tilfinningum okkar Davids til hvors annars, eða reyna að eyðileggja hlut, sem þú hef ur verið allt of eigingjarn til að geta upplifað, get ég f ullvissað þig um að það er tímasóun. Þú mátt vera eins kaldhæð- inn og þú vilt, ef þú nýtur þess, en ég þarf ekki að standa hér og hlusfa á þig. Þegar þú bauðst mér að kaupa húsið, varð ég aðeins hissa. Ég var meira að segja svo einföld að halda, að þú gerðir það vegna Melissu, en nú veit ég betur. Þú ert algjörlega tilf inningalaus, í garð alls og allra nema Nicholas Cobham Courtney. Þú hefur kannske ímyndað þér aðgeta hætt mig með því að segjast vilja selja Pedl- ar's Fair og að ég mundi afþakka vegna ástæðunn- ar að baki. Þú skalt ekki verða þeirrar ánægju að- njótandi, Nick. Ef þú getur staðið við orð þín og selt, kaupi ég húsið á því verði, sem þú setur upp. öll umhyggjan, sem þú sýndir Melissu úti í hesthúsinu áðan og orðin sem þú jóst yfir hana voru aðeins látalæti, en ég skil ekki hvaða ánægju það veitir þér að Ijúga að barninu mínu. Það versta við þetta er að ég get ekki komið í veg f yrir að hún treysti þér, þyki vænt um þig. Þú getur verið mjög sannfærandi þeg- ar þú vilt það við hafa, Nick. Ég var álíka heimsk sjálf og fékk að gjalda þess. Ef þú átt snef il af vor- kunnsemi, þá slepptu takinu á Melissu núna, áður en þú rýnir hana öllum hugsjónum. Hún andaði djúpt og rykkjótt, hitta á ofsanum og með sviplausu tilliti til Fran, opnaði hún dyrnar. — Mér þykir leitt, að þú skyldir verða vitni að þessu, Fran. Það er allt- af leiðinlegt að hlusta á rif rildi annarra. Þakka þér fyrir að vilja hafa Melissu í nótt, en það er bezt að hún komi með mér heim núna. Fran stóð efins í dyrunum og vissi ekki, hvort hún ætti að fylgja Gaybrielle eða vera hjá Nick, sem leit út eins og hann gæti framið morð á hverri stundu. Það fékk á hana að sjá hatrið blossa svona upp milli þeirra. Þegar hún sá svipinn á Nick, beið hún eftir sprengingu. Hann tók karöfluna af borð- inu og slengdi henni inn í eldstæðið. — Sú fær að kenna á því, sagði hún rólega og leit á glerbrotin. — Þetta kallast sóun á góðu viský. Ég hefði jarnan þegið glas. Hann leit á hana. — Er ekki kominn nógur æsing- ur á einum degi? — Ef dæma má eftir svipnum á þér er þetta bara rétt að byrja. — Farðu, Fran. — Og missa af því að sjá þig gera þig að fífli? Nei, ég bít ekki á þetta. Hún skauzt f ram í ganginn og læddist upp að símanum i svefnherberginu. Nokkrum sekúndum síðar heyrði hún rödd manns síns í hinum enda línunnar. — Logie? Geturðu f leygt öllu frá þér og komið hingað yf ir í hvelli? — Eitthvað að? — Hmmmmm. Nick er að æsa sig. — Er hann að drekka? — Ekki ennþá, en mig grunar margt. Logie Maitland blótaði. — Ég hef verið hræddur um þetta. Reyndu að hemja hann þangað til ég kem. Þegar hún lagði á, heyrði hún Nick kalla á frú Bracegirdle. 36

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.