Heimilistíminn - 17.04.1975, Side 37

Heimilistíminn - 17.04.1975, Side 37
— Það gagnar ekki fyrir hann að láta svona, ég hef bara tvær hendur, kvartaði konan við Fran á leiðinni inn. — Hvað nú? Þá sá hún glerbrotin. — Hvernig gerðist þetta? — Ég fleygði því þarna. Sæktu viskýflöskuna í borðstof una. — Heldurðu að ég hafi ekki annað að..... — Ég held ekkert, það er veikleiki minn. Komdu með viskýið, áður en ég missi stjórn á skapi mínu. Hann steig eitt skref í átt til hennar og þá f lýtti hún sér f ram og kom að vörmu spori með f löskuna. Þegar Fran og Nicholas voru orðin ein, tók hann fram tvö glös og hellti þau næstum full. Hann tæmdi sitt, hellti í það aftur og settist í hægindasól- inn. Fran settist á arminn hjá honum. Hún lagði vanga sinn að hans. — Þú ert svei mér upp á kant viðtilveruna núna. Það er ekkert smáræði, sem þú elskar Gay, er það, Nick? Hann leit upp á hana og kipraði munninn. — Þú hefur álíka fjörugt imyndunarafl og hún. Hún hristi höf uðið. — Þessi dugar ekki, Nick. Ég les þig eins og opna bók. — Sést þá hvað ég hugsa? En athyglisvert. — Þú ert eigingjarnt fífl. Hann brosti illkvittnislega. — Ekki datt mér í hug, að þú hefðir áhyggjur af mér. Hún laut fram til að taka f löskuna úr hönd hans. — Nei, láttu þetta vera. Nú ætla ég að verða fyllri en nokkru sinni áður og enginn, ekki einu sinni þú, með alla þína töf ra, getur komið í veg f yrir það. — Láttu ekki svona, Nick. Hlutirnir fara úrskeiðis og þú vorkennir sjálf um þér svo mikið, að þú ætlar aðdrekka frá þér allt vit. Hvaða skynsemi er í því? — Engin. Hann fyllti glasið enn. — Þú ert svo bitur, sagði hún dapurlega. — Og þú ert gjörsamlega blindaður af afbrýðisemi. Undarlegur svipur vonleysis og vanlíðunar færð- ist yf ir andlit hans, en svo hallaði hann höfðinu aft- ur og rak upp óhugnanlegan hlátur, holan og hæðnislegan. — Þér er liklega vel við mig í raun- inni. — Betur en nokkurn annan, sem ég þekki, fyrir utan Logie, svaraði hún blíðlega. — Nick,....láttu hann tala við Gay. Lofaðu honum að útskýra fyrir henni hvers vegna þér fannst þú..... — Nei. Hann spratt svo snöggt upp, að hún var nær búin að missa jaf nvægið. Hann strauk höndinni yf ir hárið og niður hnakkann. — Ég hélt, að þú vær- ir skynsamari, Fran. Fyrir andartaki ásakaðirðu mig um sjálfsmeðaumkun. Kannske hefurðu á réttu að standa, en hversu mikil sjálfsmeðaumkun væri ekki í að gefa Gay skýringu einmitt núna? Auk þess kæmi það ekki að neinu gagni. Þú heyrðir hvað hún sagði. Hún trúir mér ekki. — Hún mundi trúa þér. Þú ert svo þrár. Hún elsk- ar þig, stóri heimski aulabárður. — Þú ert svei mér til mikillar hjálpar. Farðu heim og láttu mig í friði, ef þú vildir vera svo væn. Eitt glas í viðbót rann ofan i hann og hann f yllti enn. — Hef urðu nokkurn tíma lagt það á þig, að hugsa um, hvað bærist innra með Gay? — Oft. — Ef þú hefur nokkurn minnsta skilning, hlýt- urðu að sjá, að ást hennar í garð Davids Glennister er engin. Svar hans kom henni á óvart. — Ég veit það, en hún heldur fast við að þau eigi saman. Almáttugur, þau eiga álika vel saman og kampavin og bjór. Hún gapti. — Hvers konar maður ertu eiginlega, Nick? — Ekki maður handa Gaybrielle Allen að minnsta kosti. Ef hún vill David Glennister, er það hennar mál og ég vona að þau verði afskaplega hamingju- söm. Hann leit á glasið. — En ég hef mínar efa- semdir.. — Nú er ég búin að f á nóg, Nick Courtney. Ég gæti drepið þig. Hún leit upp og þá kom Logie inn úr garðinum.— Loksins. Vittu, hvað þú getur gert við þennan heimskingja. Ég ætla að tala við Gay, áður en hún fer. — Gættu, hvað þú segir, kallaði Nicholas á eftir henni. — Hafðu ekki áhyggjur. Mér dytti ekki í hug að ráðleggja Gay að athuga þig sem lífsförunaut. Þú ert forstokkaður þvert í gegn. Logie Maitland tók höfuð vinar síns milli hand- anna og athugaði örið. — Þú ert bjáni, veiztu það? Hann settist kveikti í sígarettu og kastaði eldspýt- unni í arininn. Nicholas leit æstur á hann. — Það er enginn vandi að gagnrýna. Hefurðu nokkurn tíma hugsað um hvað þú mundir gera i mínum sporum? Maitland fékk sér drykk og horfði þegjandi á Nicholas taka af sér f löskuna. Hann var óstöðugur og viskýið skvettist niður í glasið. — Ég vona að ég yrði maður til að þiggja aðstoð, þegar mér væri boðin hún, svaraði læknirinn rólega. Nicholas hristi höfuðiðsvo ákaft að dökkur lokkur féll niður á ennið. — Mál mitt verður tekið fyrir í næstu viku. Gay fær líklega tilkynningu á morgun. Veiztu það Lgoie að ég hef hugsað mikið og djúpt síðustu vikuna og komizt að þeirri niðurstöðu, að ef i Ijós kemur, að ég er fordæmdur, verður að halda upp á það. Drekkum, drekkum, þaðdimmir. Löng, svört nótt. — Biáninn þinn, sagði Logie hlýlega — Cockerill dómari þjáistvist af meltingartruf lunum og ef svo vill til að hann er slæmur, þegar þú kemur fyrir, geturðu fengið þrjátiu daga og málskostnað. Eftir því sem ég hef heyrt, var hann afar stoltur af þessu limgerði. — Og slíkt stjórnar brezku réttarkerfi. — Þú getur auðvitað látið dæma þig geðveikan, sagði Maitland stríðnislega. — Já, raunar gæti ég það. Nicholas gekk einn hring um gólf ið með vonleysissvip— Ég var að hugsa um að fara utan aftur, þegar ég er búinn að losa mig við þetta hús. — Það hljómar heimskulega, eftir að þú hef ur eytt svo miklum tíma og vinnu í að skapa þér nafn hérna. Þú ert orðinn mjög eftirsóttur maður. Nick brosti undirfurðulega. — Já, skrýtið hvað þarf til að verða eftirspurður. Hvað heldurðu að verði langt þangað til Gaybrille f er að leggja saman tvo og tvo? Framhald. 37

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.