Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 15
Komnir til Snú, sagði Fern- ando. Nú var Tómas spenntur. Krulli steig fyrstur út úr disk- inum, þvi hann hafði komið hingað áður og hann varð að segja hverjir komnir væru til að heimamenn yrðu ekki hræddir. Tómas og Fernando komu varlega á eftir. — Halló, allir stórir og litlir á Snú, við komum frá jörðinni i nótt og Tómas og Fernando eru með mér, sagði Krulli við litinn náunga, sem kominn var til að taka á móti þeim. En hvað hér var skrýtið. Tómas leit i kringum sig. Hér höfðu trén augu, nef og munn alveg eins og fólk. Prófessor- hin gekk til litla náungans, sem liktist mest apaketti og var með hringaða, langa rófu. — Góðan dag, gaðan dóg, starðarjákur, sagði hann við Tómas. — Kelvominn, fræni groskur. Prófessorinn skýrði þetta. — Nú skiljið þið hvers vegna stjarnan heitir Snú. Hann er að segja góðan dag, góðan dag, jarðarstrákur og velkom- inn græni froskur. Hann snýr bara öllu við. En þeim finnst að við á jörðinni snúum öllu við, þegar við tölum. Þá fann Tómas, að Fern- ando tók i buxurnar hans. — Já, Fernando, sagði hann. — Já, sérðu slöngurnar þarna. Ég er ekki beint hræddur, en mér lizt ekki á þær. Þær eru hættulegar að sjá. — Gara bóar. Hengin gætta, sagði Snú-strákurinn og hló, þvi hann hafði heyrt, hvað Éernando sagði. Þetta þýddi: Kara göðar, engin hætta. — Já, en þær gapa svo skelfilega, hvislaði Fernando að Tómasi. —'Hvað merkir Það? Greinilegt var að Fern- ando var dauðhræddur við slöngurnar. En þá hló Tómas. — Sérðu ekki að þær eru að geispa? Þær hljóta að vera dauðþreyttar. — Já, sagði Fernando og ró- aðist, en öðru hverjú leit hann þó á slöngurnar til að vita hvort þær nálguðust. En þær voru kyrrar. Allt i kring voru Snú-börn að leika sér. Þau voru afskaplega fim að klifra. Stundum virtust þau vera að detta, en á siðasta andartaki vöfðu þau halanum um grein og þar héngu þau og hrópuðu: — Harrú, harrú. Það þýddi að sjálfsögðu húrra, húrra, á Snúmálinu þeirra. — Nú er bezt að við förum heim aftur, áður en það kemur dagur á jörðinni, sagði prófessor Krulli. Tómas og Fernando veifuðu til vina sinna á Snú og Fernando flýtti sér framhjá slöngunum, sem enn geispuðu i sifellu. — Tokk fyrir kamuna, hrópuðu Snú-börnin og veif- uðu. Það þýddi að sjálfsögðu takk fyrir komuna. Þegar þeir voru komnir inn í — Hann á að fá pillu þrisvar á dag. HÍ&GIÐ diskinn, ýtti Krulli á takkana og suðið og ljósin fóru enn í gang og brátt voru þeir komn- ir langt út i geiminn aftur. AÚt i einu varð koldimmt i diskinum og Tómasi fannst eins og einhver væri að kalla á hann. — Tómas, Tómas, nú verðurðu að vakna. — Biddu þangað til prófessor Krulli er lentur á jörðinni. — Prófessor Krulli? Hver er það? Þú ert á jörðinni, Tómas. Þá heyrði hann að það var mamma hans sem talaði. Tómas opnaði augun og sá, að hann lá i rúminu i herberginu sinu. — Gaðan dóg, gaðan dóg, sagði hann við mömmu sina. — Hvað i ósköpunum ertu að segja, Tómas? spurði mamma hissa. — Æ, þetta er bara málið, sem krakkarnir á stjörnunni Snú tala og ég lærði i nótt, sagði Tómas og deplaði öðru auganu til Fernandos, sem lá á koddanum við hlið hans. — Láttu mig vita, ef ég er fyrir þér. 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.