Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 37
hans. — O/ ég er svo glöð að þú ert kominn hingað. þetta hef ur verið hræðilegt eins og martröð. Ég 9et ekki hugsað um það. ~~ Uss, sagði hann ákafur. — Þú mátt ekki vera ®stnúna.... — Sue Wong, hann mælti til þernunnar á hennar eigin máli. — Segðu má nákvæmlega hvað 9erðist. Sue Wong gerði það, hún sagði frá öllu, sem hún ^issi og bætti því við að hún væri viss um að ^erskjublóm væri dáin. ~~ Ég held, að við skulum ekki gef a upp alla von, svaraði hann.— Ég hef verið við rústirnar. Ekkert er eftir af því. Það eru aðeins svartar rústir. Ég leitaði til að vita hvort ég fyndi nokkuð sem gæfi vísbendingu um afdrif hennar, en fann alls ekkert. —- Það getur ekkert verið eftir eftir slíkan bruna, sagði þernan. — Jú, það held ég. Ekki missa vonina. Ef Ferskjublóm er á líf i, hef ur hún samband við mig. Ef hún gerir það ekki innan skamms, kemst ég ein- hvern veginn að því, hvað orðið hef ur um hana. Blanche var ánægð, þegar hann lyfti henni yf ir í vélbátinn, en þernan mótmælti og vildi snúa aftur til rústanna og leita að ummerkjum. Ef til vill hafði einhver þjónanna falið sig og verið hræddur og gæti sagt henni eitthvað sem hún vissi ekki. — Þvi miður, sagði Petrov. — Þú verður að koma með okkur. Þið verðið bæði að koma. Gamli maðurinn vildi líka snúa aftur. Hann hafði skilið f jölskyldu sína eftir, en það var ekki hægt að bifa Petrov. Þau urðu bæði að koma með. Þau gerðu sér grein fyrir að hann átti auðvelt með að neyða þau til hlýðni, því það voru f leiri menn í vél- bátnum, sem hann hafði fengið lánaðan hjá Chang og þess vegna létu þau undan, komu yf ir og settust í stefnið, þegar báturinn fór í stóran boga og stefndi 3ð fljótsbakkanum. Blanche saj aftur í, ásamt Petrov. — Hvers vegna lofaðirðu þeim ekki að fara aftur, f yrst þau langaði til þess? spurði hún. — Her- nnennirnir hljóta að vera farnir aftur núna. — Já, það sáust engin merki um þá, þegar ég k°m að. En þá hefði ekki verið hættulegt fyrir þau að snúa aftur? — Ég skil vel, að þau vilji það helzt, sérstaklega gamli maðurinn. Hvernig heldurðu, að honum líði, þegar hann veit ekki hvað orðið hefur om f jölskyldu hans? _~~~ Ég geri mér grein f yrir, að það sem þú segir er rétt 0g ég finn til með þeim, en ég get ekki átt á hættu, að þau séu á ferð í kring um rústirnar. Her- fnennirnir eru ef til vill f arnir, en að öllum líkindum koma þeir aftur, eða aðrir í þeirra stað. Og ef þau yrðu handtekin og neydd til að tala, væri það slæmt fýrir okkur. Hermennirnir gætu ekki vitað með v'ssu, að Ferskjublóm faldi þig í húsinu, en þeir telja sennilegt, að þér hafi ekki tekizt að komast undan. Ég er sannfærður um, að þeir uppgötvuðu ekki leynigöngin og ef þeir hafa talið að Ferskju- blóm feldi þig, eru þeir vafalaust vissir um að þú hafir farizt í eldinum. Skilurðu? Ég þori blátt ófram ekki að láta þau snúa aftur. Þau ætla sér ekki að valda þér skaða, en það yrði ekki mikill vandi að fá þau til að tala heldur. — Ég skil, sagði Blanche mjög lágt. Það varð andartaks þögn, svo bætti hún við: — Hvers vegna brenndu þeir eiginlega húsið, heldurðu? — Til að vera vissir um að þú slyppir ekki burt. Þeir gátu hvergi fengið upplýsingar um þig, nema hjá Ferskjublómi og þernunni. Þernan var ekki þarna og hvað Ferskjublóm varðar.... ja, hún mundi aldrei gefá neitt, sem gæti valdið þér tjóni, þess vegna kveiktu þeir í húsinu. — O, Blanche saup hveljur. — Mér líður eins og morðingja. — Þú mátt ekki kenna þér um það sem gerzt hefur. — Jú, ég geri það. Ef ég hefði ekki komið til sög- unnar, hefði Ferskjublóm veriðörugg á heimili sínu þessa stundina og hefði líklega getað haldið áfram að búa þar í friði og ró. Ég hefði aldrei átt að láta Dorothy telja mig á að fara með. Ég skil núna, að ég hefði ekki haft neitt að óttast af hálfu þeirra, sem komu að sækja hana og börnin. — Hvers vegna hélztu, að þú þyrftir þess? spurði Petrov. — Hún sagði mér, að þar sem ég vissi, að það átti að flytja hana og börnin frá Englandi, ólöglega, yrði ég ekki skilin lifandi eftir. Hún sagði, að þeir héldu að ég vissi allt of mikið um.... starfsemi John og að þeir tækju ekki áhættuna á að ég færi með það til lögreglunnar. — Della, svaraði Petrov.— Marsden var horf inn, hann var öruggur bak við járntjaldið og áður en hann fór, hefði hann ekki haft tækifæri til að segja þér neitt. Satt að segja vissi hann ekki svo mikið sjálfur, við sáum um það. Þín eigin heilbrigðia skynsemi hefði átt að geta sagt þér það. — Já, ég skil það núna. Blanche andvarpaði. — En þá var ég svo rugluð og örvingluð, að ég gat ekki hugsað skýrt. Ég er heldur ekki að hreykja mér af því, þegar ég segi, að ég var ekki hrædd um hvað yrði um mig, heldur börnin. Ég vissi, að Dorothy var ekki fær um að hugsa almennilega um þau. Jafnvel á síðasta andartaki grátbændi ég hana um að láta þau verða eftir hjá mér. Hún sagði honum lika að hún hefði verið f ús til að giftast manni, sem hún elskaði ekki til að veita börnunum traust heimili, en hvernig Dorothy hefði meinað henni að ná sambandi við hann. Petrov hrukkaði ennið. — Það— Það hefði verið mun betra ef hQn hefði skilið þau eftir i Englandi í þinni vörzlu. — Undarlegt að heyra þig segja það, svaraði Blanche. — Ég hélt að þú yrðir glaður yf ir því að tvö ensk börn yrðu uppalin sem tveir tryggir áhangend- ur sannfæringar þinnar. — En ég er það bara ekki. Eins og aðstæðurnar eru, finnst mér það afar leiðinlegt. — Svo þú heldur ekki að lífsskoðun þín og skoð- anabræðra þinna sé sú bezta, þrátt fyrir allt, sagði hún stríðnislega? — Gættu að hvað þú segir. Þú talar of mikið. Vélbáturinn lagði upp að bryggjunni og menn Changs bundu hann. Petrov stökk í land og gaf Blanche merki um að fylgja sér. Hún hikaði svolítið og einn Kínverjanna lagði skyndilega handlegginn Framhald 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.