Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 16
Einkastjörnuspáin 13. ágúst ÞU ert óvenjulega fljótur að gera þér grein fyrir hlutunum og veizt, að þvi virð- ist, hvað aðrir hugsa, áður en þeir hafa sagt eða gert nokkuð. Þessi hæfileiki til að dæma fólk og ástæðurnar fyrir gerðum þess getur komið sér vel fyrir þig i starfi. ÞU ert diplómatiskur og tillitsamur og munt að likindum komast langt i opinberu lifi. ÞUhefur listræna hæfileika og liður á- reiðanlega bezt,efstarf þitt hefur einhver tengsl við listina. Þú ert svo f jölhæfur, að þU skaltgæta þin að dreifa ekki orku þinni á of marga hluti, þá verður það þér til trafala. ÞU hefur góða viðskiptahæfileika og veizt hvernig maður stendur að erfiðum viðskiptum svo allt fari vel. Þú ert svo sem nógu reglusamur, þegar peningar eru annars vegar, en gættu þin að gefa ekki eftir ágóðahlut þinn. Þú ert ákveðinn og þótt þú sért ekki eins likamlega hraust- ur og þú ættir að vera, geturðu fram- kvæmtheilmikið með andlegri orku þinni. Gættu þess þó, að hvila þig reglulega, þar sem þU þarft að hlaða orkugjafann. ÞU hefur sérstakan hæfileika tii að útskýra flókin mál á einfaldan hátt. Þetta getur gert þig að framúrskarandi góðum kenn- ara. Ef til vill verða rithöfundarhæfileik- ar þinir til þess að þú leiðist inn á starfs- svið, sem varðar kennslugögn og kennslu- bækur. Þannig geturðu deilt vitneskju þinni með öðru fólki. 16 14. ágúst ÞU ert einn af þeim, sem eru afar hjart- anlegir i framkomu, skilningsrikur og samUðarfullur gagnvart kröfum annarra og reiðubúinn að nota drjúgan hluta tima þins og peninga til að hjálpa öðrum, sem eru i verri aðstöðu en þú. ÞU hefur hæfi- leika til að safna peningum án nokkurs erfiðis og þekkir leyndardóm þess að láta fé ávaxta sig sjálft. Þú vinnur fyrir mikl- um peningum á ævinni, en góð ástæða er til að ætla, að þú eyðir mestu af þvi i að aðstoða aðra. Einkum er það tónlist, sem þú hefur áhuga á og liklega geturðu sjálfur leikið á hljóðfæri. Hvort þú þroskar þann hæfi- Ieika Ut yfir þau takmörk að hafa ánægju af að heyra sjálfan þig spila i einrúmi, kemur i ljósmeð timanum. Liklegra er að þú beinir orku þinni fremur að þvi að leið- beina einhverjum, sem að þinum dómi hefur meiri hæfileika. ÞU ert gefinn fyrir að tala við fólk og vera i fjöimenni og ert snjall i rökræðum hvers konar. Þetta á þó einkum við um konur, sem fæddar eru þennan dag. Þær eru lika hrifnar af fall- egum fötum, góðum mat og göfugum drykkjum, en með aldrinum er hætt við að bæði karlar og konur þurfi að gæta að lin- unum, ef þau eiga að halda vextinum. Þú ert glaðlegur i fasi og bjartsýnn og verður áreiðanlega góður maki. ÞU metur mikils það góða, sem lifið hefur upp á að bjóða og vilt gjarnan njóta þeirra hluta á heimili þinu. 15. ágúst Stjömurnar hafa gefið þér góða eigin- leika, sem þú skalt vandlega reyna að þroska. Snemma á ævinni skaltu reyna að komast að þvi á hverju þú hefur mestan áhuga. Ef þú heldur þig siðan við það, muntu komast mjög langt. Lifsleið þin er ekki þyrnalaus, en þú ert óvenjulega hug- rakkur og horfist hiklaust i augu við lifið. Þótt þú verðir fyrir vonbrigðum i fyrstu, gefstu ekki upp, fyrr en endanlegu tak- marki er náð. Á mörgum sviðum hefurðu vott af sniiligáfu og ekki er vert að ganga fram hjá þvi. Veldu þér það svið listar, sem veitir þér mesta ánægju og þá verðurðu að beita öll- um kröftum þinum til að efla þig á þvi sviði. Þú átt ekki i vandræðum með að vinna mjög mikið, án þess að nokkrum finnist þú erfiða. Þótt þér liði vel við lúxus- og letilif, gerirðu þér grein fyrir, að þú neyð- ist til að vinna fyrir þvi, sem þig langar i. Stjörnurnar segja, að þér þyki gaman aö ferðast og ef þú hefur tækifæri til þess, er liklegt að þú náir að sjá mestallan heiminn á ævinni. Þú ert félagslega sinn- aður og vilt endilega gera eitthvað fyrir þá, sem hafa slæma aðstöðu i lifinu. Þolinmæði þin og tillitssemi, ásamt þeim hæfileika að fá fólk með þér i rökræðum, getur hjálpað þér, svo þú getir fremur hjálpað öðrum. Þú skalt giftast einhverj- um, sem hefur sömu skoðanir og hug- myndir og þú, ef þú vilt verða hamingju- samur.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.