Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 19
22. ágúst Þií ert sjálfum þér nógur að eðlisfari og vilt ekki vera upp á aðra kominn. Þú ert kraftmikill og stjórnsamur og munt að jafnaði fá það út úr lifinu, sem þú vilt. Þú ert bjartsýnn og framfarasinnaður og hefur margvisleg áhugamál. Sjóndeildar- hringur þinn og athafnasemi er svo við- tækt, að það getur valdið þér erfiðleikum að setjast að einu sérstöku starfi. Þú ert alltaf að horfa eftir einhverju stærra og meira i framtiðinni. Þar sem þú hefur af svo miklu að taka i sjálfum þér, nægir það meira að segja til Þess að annað fólk fær tröllatrú á hæfi- leikum þinum. Svo gæti virst sem þú værir lifandi dæmi um gamla máltækið: Mikið vill meira. Þú gengur frá einum sigrinum til annars og þú veist lika, hvernig á að gera góð viðskipti og að lik- indum verðurðu vel auðugur, áður en yfir lýkur, ef þú leggur þá ekki peninga i eitt- hvað, sem virðist spennandi, en hrynur. Láttu aðra velta þvi fyrir sér og taka á- hættuna og þegar þú hefur loksins lært að forðast slikt, hlaupa peningarnir ekki frá þör.Þú ert skarpskyggn en býrð lika yfir sterkum tilfinningum og fjörugu hug- myndaflug. Ef þú nýtir þetta og lætur það fá útrás á sviði listarinnar, geturðu orðið dúglegur, já meira að segja frægur sem skapandi listamaður. Ef til vill verður þér þetta fremur tómstundagaman en lifi- brauð, en það mun alltaf gleðja þig. Veldu þör maka, sem á auðvelt með að þola skapið i þér, sem sifellt sveiflast upp og niður, þá verðurðu ánægður. 23. ágúst St jörnurnar hafa úthlutað þér valdafikn og þú ert ákafur i að eignast peninga, vegna þess að i nútimalifi eru peningar tákn valds. Þú ert eigingjarn og hefur að- eins áhuga á þvi, sem er tengt þinu eigin lifi. Allt annað, sem fram fer i kring um þig, vekur ekki minnstu athygii þína, hversu miklu máli, sem það kann að skipta aðra. Metnaðargirni þin stefnir hátt og þú vilt ekki hafa, að nokkur hlutur standi i vegi fyrir þér. Þú ert likamlega mjög þolinn og heila- búið I þér er vel vakandi og fljótt að taka við sér. Þú ert að likindum hrifinn af úti- i lífi og iþróttum, einkum á unga aldri og alla ævi muntu hafa áhuga á að sjá aðra keppa. Þú ert fyndinn og greindur og hef- ur alltaf svör á reiðum höndum, auk þess sem þú ert afar áræðinn. Þar sem þú hef- ur margs konar hæfileika, hættir þér við að dreifa orku þinni á of stórt svæði. Temdu þér að einbeita þér að einu atriði i einu, þá vinnurðu á. Ein hlið persónuleika þins kann vel að meta gæði lifsins og þú reynir að bæla hana niður, þar sem þér tinnst þú alltaf þurfa að vinna og vinnan eigi að koma á undan öllu öðru. Þú verður að hemja tilfinningalif þitt, ef þú átt ekki að lenda i alvarlegum vandræðum. Orð i fljótfærni eða reiði er erfitt að taka aftur eða biðja afsökunar á. Hjónaband með maka, sem skilur persónuleika þinn og skaphita, getur fært þér gleði. Þú nýtur þess að eiga fallega innréttað heimili og ert skinandi gestgjafi. 24. ágúst Þú ert fæddur á fyrsta degi meyjar- merkisins og plánetan Merkúr, sendiboði viskunnar og guðdómsins, stjórnar lifi þinu. Þú ert hjálpsamur og hagsýnn, en afskaplega gagnrýninn. Þú verður að gæta þess vel, að gagnrýna ekki hlutina, án þess að hafa raunhæfar úrbætur á tak- teinum. Raunhæfar úrbætur er það sem gerir fólki kleift að hjálpa sér sjálft. Þannig geturðu stutt alla, sem verða á vegi þinum i starfi. Þú ert andlegur i þér og þar sem þér gengur vel að tala opin- berlega, geturðu orðið góður prestur, stjórnmálamaður eða kennari. Aðlaðandi framkoma þin dregur að þér fólk og þú hefur góð áhrif á það. Þar sem þú hefur á- huga á vandamálum samtimans, einkum málum vanþróuðu landanna, geturðu haft mikil áhrif á heiminn. Þú skalt nota það afl, sem liggur bæði i penna þinum og rödd til að segja álit þitt á málum, sem miklu skipta. Þú ert tiifinningarikur og ástúðlegur og munt verða góður maki. Þú óskar þér stórrar fjölskyldu og skalt velja þér maka, sem vill það sama. Þótt ljóst sé, að innra lif þitt sé afar sjaldgæft, geturðu haldið þessu öllu fyrir sjálfan þig, en þú skaltgæta þess að skapæsingur þinn komi þér ekki i vanda.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.