Heimilistíminn - 23.10.1975, Síða 6

Heimilistíminn - 23.10.1975, Síða 6
Þann 16. júlí 1969 lagði hin risavaxna Satúrnus eldflaug upp frá Kennedyhöföa með fyrstu mennina á leið til tunglsins. Wernher von Braun fylgist með, úr stjórnstöðinni. um Bretland var töpuð og Rússar voru farnir að snúa ósigrum sinum i sigra. Októberdag einn árið 1942 var von Braun ásamt Dornberger kallaður til aðalstöðvanna austanmegin. Þeir áttu að gefa skýrslu um hvernig gengi smiðinni á vopninu, sem allur heimurinn var farinn að tala um, en enginn vissi hvað var. Hitl- er likaði mætavel og skipun hans var stutt og laggóð: — Afhendið 30 þúsund eld- flaugar innan árs og hafið eitt tonn af sprengiefni i hverri. Dornberger og von Braun sáu, að þetta verkefni var óframkvæmanlegt, en Hitler lofaði þeim ótakmörkuðu fé, vinnuafli, vélum og hráefni, ásamt forgangsrétti á öllum flutningum. Á nokkrum mánuðum varð Peene- munde að helztu hernaðarmiðstöö Þjóð- verja. Enskar könnunarflugvélar sveim- urðu æ oftar þar yfir og vitað var i London að eitthvaö skelfilegt var i bigerð þar niöri, en enginn vissi hvað. Tilraunaeld- flaugarnar höfðu skilið eftir sig hvitar rákir á himninum sem sést höfðu bæði yf- ir Sviþjóð og Danmörku. En dag nokkurn, þegar styrjöldin var um það bil hálfnuð, kom áfalliö, sem var til þess að Bretar tóku við sér: V-2 eldflaug villtist af le ið og flaug yfir Eystrasaltið og lenti á hlut- lausu, sænsku landi. Sviþjóð mótmælti hlutleysisbrotinu, en flugmenn banda- manna fóru á stúfana og smygluðu leifum eldflaugarinnar úr landi með leynd. Brezkir visindamenn rannsökuðu flakiö og uröu óttaslegnir. Flaugin var svo stór, að maöur komst fyrir i brennsluhólfinu. Hún gat flogiö hraðar en hljóöið, þaö var ekki hægt aö hitta hana með loftvarna- byssum og þaö heyrðist ekki i henni, fyrr

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.