Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 23.10.1975, Qupperneq 12

Heimilistíminn - 23.10.1975, Qupperneq 12
FYRIR nokkrum mánuðum var John Denver kosinn listamaður ársins ’74 i Bandarikjunum. Það er heiður, sem hann á fyllilega skilinn.en sem kemur ef til vill mörgum Evrópubiium ein- kennilega fyrir sjónir. En við könn- umst svo sem við gripinn úr óskalaga- þáttunum hér heima og i fyrra kom hann við á vinsældalistum hér austan hafs með „Anie’s Song” og „Sweet Surrender” en hann á þaö enn til góða að verða kallaður toppstjarna hérna megin. En John Denver er maður se á skilið að hlustað sé á hann. Hann byrjaði á að skrifa lög handa öðrum listamönnum og það þekktasta þeirra mun vera „Leaving On A Jet Plane” sem Peter, Paul og Mary geröu frægt. John Denver hafði ekki ætlaö sér að ná neinum frama i skemmtiiðnaðinum, heldur feta i fót- spor föður sins og gerast flugmaður. En þegar Bob Dylan hratt af stað þjóð- lagabylgjunni miklu, breytti John Denver framtiðaráætlunum sinum. Hann hafði lengi leikið á gitar og verið iöinn við það. Hann tók meiraað segja við af Chad Mitchell i triói hans. í þrjú ár lék hann þar og samdi jafnframt handa öðrum. En bráðlega varð hon- um ljóst, aðhann gat sem bezt komið lögum sinum sjálfur á framfæri og fyrsta plata hans var þegar geysivin- sæl. Still hans er blanda af rokki, rimnasöng og country & western og textarnir eru auðskiljanlegir, án þess aö vera flatir. Hann vekur hrifningu með einföldum vangaveltum um hversdagslega hluti. Fram til þessa hafa komið 12 LP- plötur og margar litlar. Nýjasta LP- platan er „An Evening With John Den- ver” en sú næstsiðasta „Back Home Again” er fyllilega verð þeirra króna sem hún kostar. 12

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.