Heimilistíminn - 23.10.1975, Page 27

Heimilistíminn - 23.10.1975, Page 27
feld eitt sinn að hjálpa sér að losna við „skuggann” sinn, sem reyndist vera andarungi að nafni Agatha, sem laðast hafði að manninum og lét hann aldrei i friði. Gronefeld stakk unganum í poka og ók af stað með hann i bil sinum. Strax við næstu gatnamót var unginn kominn upp i kjöltu hans, en Gronefeld stakk honum aftur i pokann. Agatha fór að brölta um i pokanum, og datt áður en leið á löngu nið- ur á gólf. Þá setti Gronefeld pokann i farangursgeymsluna, en það dugði ekki, þvi Agatha veinaði svo ámátlega, að fólk sneri sér við og horfði ásakandi á eftir bilnum. Gronefeld varð að hafa ungann við hlið sér i sætinu siðustu 40 kilómetrana og tala stanslaust við hann, þvi nú hafði hún laðast að honum og gaf honum ekki stundarfrið. Hann skildi kunningja sinn, könnuðinn mætavel. Sem betur fór, tók ung kona Agöthu i sina vörzlu, en það kostaði hana margar svefnlausar nætur, áður en hún gat vanið úngann af að sofa i ruminu hjá henni. Klaus Zeeb dýralæknir i Freiburg sýndi Gronefeld athyglisverða hluti i sambandi við hesta. Zeeb vissi, að hann gat komizt mjög nálægt hrossahópi, þegar hann gekk uppréttur, þannig að hestarnir sáu, að þetta var maður. En ef hann skreið á fjór- um fótum að hópnum, lögðu hestarnir á flótta, löngu áður en hann kom til þeirra. Það var kaldhæðnislegt að horfa á hvemig Zeeb gat rekið hrossahópinn, hvert sem hann vildi. Einkum var þó at- hyglisvert, að um leið og hann stóð upp, urðuhestarnir rólegir, og hann gat gengið að þeim og klappað þeim. Þetta gat hann endurtekið eins oft og hann vildi, þvi hest- arnir virtust aldrei uppgötva, hvernig i niálinu lá. Zeeb var þeirrar skoðunar, að sem hópdýr á viðáttumiklum sléttum urðu hestarnir fyrstog fremst að treysta sjónhæfni sinni. Ef þeir eiga að biða eftir að finna lykt til að vita, hvort hætta er á ferðum, getur verið orðið of seint að flýja, en þegar þeir sjá ferfætling af stærri tegundinni, halda þeir að þar sé rándýr á ferðog framkvæma þegar i samræmi við það. Hessi tilraun var liður i rannsóknunum á að hve miklu leyti umhverfið hefur áhrif á hegðan dýra, i þvi skyni, að finna það hentugasta til að ræktuð dýr gefi sem tnest af sér. Nú er komið i ljós, að ófrjósemi fer vaxandi meðal nautgripa og hafa visindamenn kennt tæknilegri ffjóvgun um það. Þeir leggja þvi til, að dýrin verði að einhverju leyti látin timg- ust með gömlu, góðu aðferðinni. Við ntannfólkið erum þessu auðvitað fegin, þvi alltaf er verið að tala um að við mun- utn geta fjölgað okkur á tilraunastofum 'nnan tfðar. Þaðerindælt til þess að vita, ah þetta skuli þrátt fyrir allt vera bezt upp ó gamla mátann....... — Mér fannst þið segja, að húsið væri aðeins steinsnar frá sjónum. sig. — Allt i lagi, allt i iagi, þetta eru góðir hemlar. — Ilefurðu aldrei heyrt minnst á reykta sild? ' \át — Ilvcrnig fannst þér sveppasúpan, elskan? fisðGE — Gctið þið ekki þaggað niður i krakkanum? Við heyrum ckki i sjálf- um okkur á efri hæðinni. deginum byrjarðu klukkan sjö. — Ég kemst ekki dýpra, ég stend i botni. 27

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.