Heimilistíminn - 20.11.1975, Qupperneq 5
urskeið í munninum. Hann kom i heiminn
25. april 1874 á vetrarheimili fjölskyld-
unnar i Bologna.
Paðir hans, Giuseppo Marconi var vel
stæður herragarðseigandi og móðirin,
dóttir irsks óðalsbónda var af ætt auðugra
viskýframleiðenda. Hún var aðlaðandi,
bráðgreind kona, er studdi og hvatti son
sinn við hinar ýmsu efnafræðilegu og
eðlisfræðilegu tilraunir hans. Guglielmo
fór til hennar, þegar hann var orðinn
leiður á venjulegum skóla og bað um að
verða fluttur yfir i tækniskóla. Hún kom
þvi þannig fyrir, að hann fékk að nema
eðlisfræði við háskólann i Bologna i stað
þess að taka að sér stjórn herragarðsins.
Þaðvar hún, sem ótal sinnum bað eigin-
mann sinn um peninga til að koma á fót
almennilegri tilraunastofu handa yngsta
syni þeirra og þegar Guglielmo tókst að
senda fyrstu þráðlausu sendinguna, deildi
hún með honum fögnuðinum.
Það var ekki Guglielmo Marconi, sem
úppgötvaði rafeindabylgjurnar. Það voru
Bretinn James Maxwell og Þjóðverjinn
Heinrich Hertz. Þegar Hertz sannaði enn-
fremur árið 1888, að rafeindabylgjur
breiddustút eins og ljósbylgjur, datt Mar-
coni i hug, aðnýta mætti þessar bylgjur til
að flytja skeytamerki, þá jafnvel manns-
röddina um loftið, án þess að nota linur og
kapla.
Það sem hvatti Guglielmo einkum, var
Þýðingin, sem þráðlausar sendingar gætu
baft fyrir siglingar, en hann sjálfur var
áhugamaður um siglingar. Það yrði blátt
áfram bylting, ef skip gætu náð sambandi
við land og hvert annað, þegar þau lentu i
vandræðum.
Guglielmo var ekki visindamaður af
guðs náð, en hann hafði frjótt imyndunar-
afl og stórkostl. hæfileika til að tengja
saman ýmsar uppgötvanir annarra og
hagnýta þær. Frakkinn Edouard Branly
hafði skömmu áður fundið upp tæki til að
mæla rafeindasveiflur og Rússinn Alex-
ander Popoff hafði smiðað fyrsta loftnet-
•ð,sem bæði gat sent bylgjurnar og tekið á
móti þeim. En engum hafði enn dottið i
hug að nota bylgjurnar til einhvers. Þá
kom þekking og hugmyndaflug Marconis
W1 sögunnar og árangurinn varð þráðlaus
skeyti.
Uppfinning hans var einföld, spólur og
•ykill, sem rauf strauminn og tengdi hann
U1 skiptis, eftir þvi sem þrýst var á lykil-
inn. Penninn á móttakaranum skrifaði
siðan nákvæmlega þau merki sem send-
nrinn gerði með lyklinum, punkta og strik
eins og þau sem þekkt voru frá ritsfman-
um.
Til Englands
Pyrsti frumstæði sendir Marconis dró
nbeins fáeina metra. Um veturinn og vor-
’b vann hann að þvi að bæta tæki sin svo
surnarið eftir gátu þau sent 2,5 kilómetra.
t’ar með var Marconi reiðubúinn að sýna
úmheiminum uppfinningu sina.
Guglielmo Marconi var aðeins 21 árs,
en gerði sér fyllilega grein fyrir, að
uppfinning hans gat fært honum bæði
frægð og auðævi. Sem góður föðurlands-
vinur bauð hann itölsku stjórninni fyrst
uppfinningu sina, en hún hafði ekki áhuga
og stakk upp á þvi að uppfinningamaður-
inn ungi freistaði gæfunnar i Englandi,
mestu siglingaþjóð heims.
Asamt móður sinni fór Guglielmo Mar-
coni til London árið 1895, þar sem hann
var kynntur fyrir Sir William Preece, yf-
irverkfræðingur póststjórnarinnar, sem
lofaði að vera honum innan handar við
sýningar á uppfinnungunni.
East Goodwin-vitaskipið við Ilover var
fyrsta skipið, sem fékk loftskeytatæki.
Skömmu sfðar slitnaði það upp i óveðri og
það var tækjunum að þakka að því var
bjargað.
Biðtimann notaði Marconi með þvi að
bæta tæki sin og tókst að koma sendi-
fjarlægðinni upp i 12 kilómetra. t júni 1896
sótti hann um einkaleyfi á fyrsta þráð-
lausa skeytakerfinu, sem notaði rafeinda-
bylgjur.
Sýningin i London tókst vel. Fjöldi
skeyta var sendur milli aðalpóststöðvar-
innar i St. Martin’s-le-Grand og móttöku-
stöðvar á bökkum Thamesár. Skömmu
siðar var önnur kynning fyrir breska her-
inn á Salisbury Palin og loks fyrir breska
flotann við Bristolsund. Hrifning var
geysileg og þegar 1897 var Ritsimafélag
Marconis staðreynd, með milljónir króna
i hlutabréfum og 23 ára framkvæmda-
stjóra, sem þegar var að verða heims-
frægur.
Sendifjarlægðin var nú komin upp i 29
kilómetra, og var það að þakka bættum
loftnetum og fleira. Útgerðarfélög tóku að
fá áhuga, sérstaklega eftir að vitastjórnin
hafði sannað mikilvægi þráðlausa ritsim-
ans. Ein af stöðvum Marconis hafði verið
sett i vita við Dover og önnur i vitaskipið
East Goodwin, sem lá 19 km frá strönd-
inni. Skömmu eftir að stöðvunum hafði
verið komið fyrir, sleit vitaskipið sig upp
og rak i átt að sandhólunum hættulegu,
sem það átti einmitt að vara önnur skip
við.
Neyðarkall var sent til vitans i Dover
og náði þangað, öllum til undrunar, þrátt
fyrir regn, hvassviðri, stórsjó og kola-
myrkur. Þetta var töfrum likast. Björg-
unarskip fór út og bjargaði vitaskipinu.
Ekki löngu eftir þetta rakst gufuskipið
R.F. Matthews á þetta sama vitaskip i
dimmri þoku og aftur var gripið til þráð-
lausa ritsimans. Björgunarbátar komu úr
landi og björguðu áhöfninni. Þar með
hafði uppfinningin bjargað fyrstu manns
lifunum. Allir töluðu um þráðlausa rit-
simann og stórkostlega möguleika hans.
Guglielmo Marconi starfaði jafnt og
þétt að þvi að endurbæta uppfinninguna.
Draumur hans var að geta sent skeyti yf-
ir Atlantshaf, þannig að skip, hvar sem
þau væru stödd, gætu náð sambandi viö
land, ef með þyrfti. Sifellt jókst sendi-
styrkurinn. Fyrst var komið á sambandi
yfir Ermarsund, milli Englands og
Frakklands, siðan til Irlands i 300 km
fjarlægð og 1899 var bandarfska
Marconi-félagið stofnað, til að vera viðbú-
ið, þegar fyrstu merkin bærust yfir At-
lantshafið. Það félag varö siðar hið
volduga RCA. Sá sögulegi atburður, er
morse-merkin, send frá Poldhu á strönd
Cornwall, náðust á Signal Hill i námunda
við St. John’s á Nýfundnalandi átti sér
stað 12. desembe rl901, fyrir aðeins 74 ár-
um. Heimurinn hafði minnkað skyndi-
lega. Allar fjarlægðir voru niður lagðar
með nokkrum millistöðvum svo hver stór-
borg, hvert skip, hver eyðimerkur leið-
angur og frumskógakönnuður, sem hafði
tækin, gat haft samband um allar jarðir á
andartaki.
Skiparadiófélag Marconis var stofnaö