Heimilistíminn - 20.11.1975, Side 12

Heimilistíminn - 20.11.1975, Side 12
 roi e* & <\ & O 6 ROGER Daltrey hefur um árabil verið aðalsöngvarinn í The Who. Það er lika sjálfsagt óhætt að segja, að hann sé einn af hæfileikamestu rock-tónlistar- mönnum i heimi. Hann hefur sungið ótal vinsæl lög og ferðast um allan heim með hljómsveitinni. Hann leikur lika aðalhlutverkið i kvikmyndinni um Tommy, sem hér hefur verið sýnd. Myndin var gerð eftir pop-óperunni með sama nafni, sem kom út á plötu fyrir sex árum eða svo. En Roger hafði aldrei hugsað sér að gerast kvikmyndaleikari. Hann hafði ótal sinnum staðið á sviði sem rock-söngvari. En að leika! Nei, það gat hann ekki hugsað sér. En Ken Russell, sem er ábyrgðarmaður myndarinnar, talaði um fyrir honum og þessi frumraun Daltreys sem leik- ara þykir hafa borið stórkostlegan árangur. Hann er nú 29 ára. — Ég hef enga reynslu af kvikmynd- um, segir hann. — Þar er notuð allt önnur tækni en Who notar á sviði. Ég lagði hartað mér, þegar verið var að taka myndina og það má enginn láta sér detta i hug, að þetta hafi ekki verið erfitt. Klukkustundir fóru i að pæla gegnum handritið, sitja framan við spegil og reyna að ná réttum svip- brigðum og siðan komu myndavélarn- ar. Ég veit núna.að þaðer þrældómur að vera kvikmyndaleikari og það er ekki að undra þótt leikarar séu slæmir á taugunum. En manni liður ótrúlega vel, þegar maður sér góðan árangur. Það eitt veit ég, að verði mér boðin fleiri hlutverk, ætla ég að segja já með þökkum. Þetta er stórskemmtileg vinna.

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.