Heimilistíminn - 20.11.1975, Side 13
Hún sá 40 þúsund
manns deyja
Hún var 15 ára og
hlakkaði til að koma
til Martinique.
En þegar skipið var
að sigla inn, var
eins og eyjan springi
Eldgos lagði bæinn
i rúst og allir
íbúarnir fórust
— nema einn
Sarah Jane Williamson er 88 ára gömul.
Hún heyrir svolitiö illa, en er annars vel
ern og létt á fæti og heldur fullum sönsum.
Minni hennar er óskert. — Það er of gott
segir hún sjálf. — Ég hef upplifað það,
sem ég vildi gefa mijcið til að geta
gleymt, en get ekki. Mig dreymir ennþá
um þetta. Það gerðist árið 1902, þegar ég
var 15 ára.
Sally, eins og vinir hennar kalla hana,
átti skemmtilega barnæsku. Faðir hennar
var stýrimaður, og af þvi móðir hennar
var látin, fékk hún oft að sigla með föður
sinum. Þegar hún var 15 ára, hafði hún
þegar séð mikinn hluta heimsins. Þá var
hún á ferðalagi i Karabiska hafinu, og
næsta höfn var St. Pierre á eynni
Martinique. Þar var hlýr morgunn, heið-
skir himinn, og Sally stóð úti á þilfari og
horfði á eyjuna nálgast.
Allt i einu heyrði hún skipstjórann
hrópa: — Fulla ferð afturábak! Aðeins
andartaki siðar dundu ósköpin yfir. Þessi
fagri maimorgunn breyttist i skelfilega,
kolsvarta nótt.
~-Þetta gerðistalltsvo fljótt, segir Sally.
— Ég vissi fyrst ekki hvað var á seyði, en
skyndilega tók stjórinn undir skipinu að
sjóða og lét svo illa, að ég hélt, að við
•hyndum sökkva. Svo sá ég gegn um
hiyrkrið hvar blárauð eldtunga skauzt
UPP i loftið. Það tók að rigna glóandi
hrauni og vikri. Eldfjallið Peleé hafði
vaknað svona snögglega. Þetta var
Mýsanlega skelfilegt.
Sarah fær sér tebolla og hendur hennar
skjálfa. Aðeins það að segja frá þessum
harmleik, sem gerðist fyrir 73 árum, fær
mjög á hana. En svo brosir hún, fremur
dapurlega.
— Það er skritið, en i miðri martröðinni
gramdist mé að hafa hlakkað svo til að
koma i land á Martinique. Það var
uppstigningardagur, og skipstjórinn hafði
sagt, að daginn eftir yrði hátiðisdagur á
eynni.
1 tæpa klukkustund rigndi hraunmolum
og sjórinn sauð, en það hætti jafn snögg-
lega og það byrjaði. Sjórinn stilltist, og
himinninn var ekki lengur svartur, heldur
öskugrár.
Pabbi fór með mig upp i brú, og þar
stóðum við og horfðum á mökkinn lyftast
upp af þvi, sem áður hafði verið bærinn
St. Pierre.
Var nokkur á lifi?
Askew skipstjóri var fljótur að taka
ákvörðun. Það yrði að fara i land. Ef til
vill var hægt að veita einhverja aðstoð.
— En,sagðihann. Ég vil ekkineyða neinn
til að fara i land. Þeir sem vilja hjálpa,
komi til min, en það ræður þvi hver og
einn sjálfur.
— Allir gáfu sig fram, segir Sarah. Ég
Sarah Jane Williams er nú 88 ára gömul.
13