Heimilistíminn - 20.11.1975, Síða 15

Heimilistíminn - 20.11.1975, Síða 15
Einhver til að tala við HVERNIG leit Marit Gran út i augum annars fólks? Hún stillti sér upp framan við spegilinn og athugaði sjálfa sig. En hún fékk ekkert svar, þvi hún sá aðeins það, sem allir aðr- ir áttu ekki að sjá. Fölt, litið andlit, eins og það hefði verið málað beint á spegilinn með vatnslitum. Nef, sem var enganveg- inn i laginu og lýsti engri skapgerð og munn, sem hvorki var æsandi né fallegur. Augun voim alvarleg, næstum starandi, en það stafaði liklega af þvi að hún var að horfa svona stift. Áfram, grannur likami, grannir hand- leggir og fótleggir. Hvers vegna hafði ein- mitt hún fengið svona litil brjóst, þegar allar stúlkurnar i sjónvarpsauglýsingun- um og vikublöðunum voru svona vel bólstraðar? — Þetta er vonlaust, and- varpaði hún framan i spegilmynd sina. Marit var 23 ára, en það sást alls ekki, hugsaðihún. Hún var enn eins og fimmtán ára i útliti, eða næstum þvi, að minnsta kosti. Ef hún sendi karlmannablaði mynd af sér.myndu allir á ritstjórninni skelli- hlæja. Hún fengi boð um að ekki væri þörf á fleir myndum ' i bili, en kannske seinna —— En auðvitað datt Marit ekki i hug að láta taka myndir af sér fyrir karlmanna- blað. Hún andvarpaði enn og leit i siðasta sinn á þessa dapurlegu spegilmynd sina. Svo vafði hún morgunsloppnum utan um sig og hlammaði sér niður i gamla sófann, sem hún hafði erft. Hann var ekki sérlega þægilegur, hugsaði hún meðan hún dreypti á kaffinu, sem hún var að enda við að laga. — Gláptu ekki svona, sagði hún hvasst. t>að var blái tuskuhundurinn, sem verið hafði rekkjunautur hennar og fastur fálagi siðan á barnsárunum, sem glápti á hana með gulu plastaugunum sinum. Hún hafði ekki haft brjóst i sér til að losa sig þótt hún ætti raunar að vera vaxin upp úr honum fyrir löngu. ~~ Gláptu ekki svona, Blámann! Hjánalegt nafn á tuskuhundi, en hún Marit gerði ser ekki háar hugmyndir um sjálfan sig. Ekki batnaði það, þegar nýi samkennarinn hennar virtist alls ekki sjá hana Þangað til kraftaverkið gerðist.............. hafði ekki verið nema sjö eða átta ára, þegar hún fékk hann. En henni þótti enn- þá vænt um hann og hann hlustaði á allt, sem hún hafði að segja, þarna, sem hann sat í hinum enda sófans. Stundum imynd- aði hún sér meira að segja, að hún sæi samúðarglampa bregða fyrir i brúnum augnahnöppunum.En stundum hlógu lika plastaugun. Þá sneri hún honum við, þannig að hún sá bara slitinn sauminn niðurbláahrygglengjuna á honum. Kaffið var farið að kólna og rúnstykkið var þurrt og seigt. — Hvernig ég að fá hann til að taka eftir mér, Blámann? Og ef hann skyldi taka eftirmér, hvernig á ég þá að fá hann til að geðjast vel að mér? Tuskuhundurinn starði á hana, án þess að depla augunum. — Vertu ekki svona á svipinn, Blá- mann! — Ég vil að honum geðjist vel að mér. Þessu hérna, sem heitir Marit Gran. Hún skildi helminginn af rúnnstykkinu eftir, setti kaffibollann á eldhúsbekkinn og slökkti ljósið. — Góða nótt, Blámann, nú ætla ég að fá mér fegurðarblundinn og vakna dásam- lega falleg upp til nýs dags . Hún hikstaði svolitið og þegar hún var búin að hreiðra um sig, grét hún svolitið ofan i koddann. Stuttu siðar svaf hún vært og eitt tár, sem orðið hafði eftir á augna- hárunum, glitraði i bjarmanum frá götu- ljósinu fyrir utan. Dagurinn á eftir hófst alveg eins og flestir dagar gerðu fyrir Marit Gran. A fætur á siðustu stundu brauðsneið með kaviar úr túpu, glas af ávaxtasafa á hlaupum,svolitillandlitsfarði ihvelli, áð- ur en hún hljóp i ofboði út á strætisvagna- biðstöðina. Hún fletti morgunblaðinu, en var allt of uppgefin til að taka eftir nokkru I þvi. Það var troðið i vagninum, roskin kona starði gremjulega á hana, enhún gat bara ekki staðið upp fyrir henni. í sætinu beint á móti sátu þrir strákar, siðhærðir, klæddir samkvæmt nýjustu tizku og öng- uðu af rakspira. Hvers vegna gat einhver þeirra ekki staðið upp? Einn þeirra, sá lengst til hægri, horfði á hana, neðan frá og upp og siðan út um gluggann. Svipur hans var ennþá óræðari en Blámanns. Siðan var það út, yfir götuna, inn i port- ið. Hún leit á klukkuna og sá, að hún var komin i tæka tið i dag llka. Svo settist hún á stólinn sinn og leit framan 125 þreytt litil andlit. — Við getum byrjaðá þvi aðsyngja. Vill Knútur ekki spila núna? Hvernig gat hún kennt þessum börnum nokkuð, þegar hún hafði ekki lært neitt sjálf, siðan hún var á þeirra aldri, hugsaði hún meðan hún hlustaði á sönginn, em var talsvert falskur á köflum. Hún hafði reyndar hugsað þetta sama oft áður, já raunar á hverjum morgni. En hvað á maður að gera, þegar pabbi er kennari óg af einskærri hlýðni heldur maður, að nauðsynlegt sé að feta 1 fótspor hans, fara i kennaraskólann — og út úr honum aftur með öll skjöl i lagi? Eftir að hafa litið eftir öllu i matarfri- minútunum átti Marit klukkutima fri, það var hápunktur dagsins. Aður fór hún allt- af og horfði i búðarglugga, keypti stund- um eitthvað smávegis, eða bara gekk um. En núna, slðan hann kom, fór hún inn i kennarastofuna og gat þar með bók. En hún var þanin eins og fiðlustrengur. Skyldi hann koma hingað i dag? Mundi hann tala við hana, tæki hann loksins eftir henni? En henni fannst hún hlægileg. Það var þannig áður fyrr lika, i’ þá daga, þegar konan var einungis skraut- gripur og einkis virði þar til karlmaður kom auga á hana og kippti henni upp á stallinn til sin. Hún gat þó farið að eins og nútima stúlka, gengið beint að honum og 15

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.