Heimilistíminn - 20.11.1975, Side 16

Heimilistíminn - 20.11.1975, Side 16
sagt: — Halló, elskan, hvers vegna ertu svona feiminn? Hefurðu ekki séð að ég....já, hvað átti hún svo að segja? ....að ég hef horft á þig í laumi i hvert sinn, sem ég hef haft tækifæri? Hún fletti við bókinni, án þess að hafa lesið nokkuð af þvi sem stóð á siðunum. Hún vissi ekkert um hann. Kannske var hann þegar kvæntur. Ef til vill átti hann konu og þrjú börn heima, raðhús og plast- bát! Þeir jafnaldrar hennar, sem hún hafði hingað til kynnst, höfðu ekki vakið með henni neinar tilfinningar, að minnsta kosti engar, sem orð var á gerandi. Þeir höfðu verið svo óþroskaðir og aðeins einn hlutur komst að i höfðum þeirra. Hún roðnaði ennþá, þegar hún hugsaði um fyrsta skiptið. Hann hafði talað óstöðv- andi og tekið á henni fálmandi höndum og æst sjálfan sig upp. Hún hafði orðið eftir og fundist málið ekki koma sér við. Hún fletti aftur við og horfði á dyrnar framá ganginn. Hann gat varla verið eins oghinir. Hann mátti það hreinlega ekki. Að visu leit hann ekki við henni, en hún sá hann þó. Hann var heldur ekki ungur eins og hinir, að minnsta kosti ekki alveg eins ungur. Það var erfitt að segja til um aldur hans, ef til vill 28 eða 30, jafnvel 35. Hún veðjaði á 30 eða þar um bil. Hann kenndi tilvonandi bifvélavirkjum i skólanum og hendurnar á honum voru stórar og ekki alveg hreinar vinnuhendur. Hann var rólyndur og traustvekjandi i út- liti og hann hló oft. Það voru margar stúlkur, kennarar auðvitað, i skólanum. Hann tók eftir þeim. Þaðhafði hún séð, falin bak við bók. Hann hafði talað við þær, rennt augunum um brjóst innan undir þröngum peysum og snúið sér við, þegar hann mætti þeim i þröngu pilsunum sinum. Þá hafði hún hatað hann fyrir glampann i augunum og á tönnunum, þegar hann setti upp sútarsvipinn. En hún elskaði hann lika ennþá meira vegna þess að hann var fulltrúi alls þess sem var viðbjóðslegt og heimskulegt og karlmannlegt.. Hún hafði reynt að myrða hann innra með sér. Ótal sinnum hafði hún sagt sem svo við Blámann: — Hann er alls ekki eins og ég held. Hann er ragur og hræddur og situr við borðið heima hjá sér og skoðar klámblöð, og....hann er kvæntur og á þrjú....nei, átta börn og kon- an hans er stór og feit og hann þarf að þvo upp á hverju kvöldi, og..... En i hvert sinn hafði slikt samtal við Blámann endað með þvi að hún hafði þot- ið inn i svefnherbergið og grátið yfir óhamingju þeirra beggja. Leikfimikennarinn kom inn. Hún var sú versta. Háfætt og ljóshærð með stór, blá augu og hún hafði sjaldan fyrir þvi, að fara úr hvita iþróttabolnum i eitthvað þægilegra. Fagurskapaðir fóleggirnir sólbrúnir og handleggirnir sivalir með hvitum, litlum hárum. Hún angaði alltaf af ilmvatni. 16 — Situr þú og lest? Að þú skulir nenna þvi, þegar sólin skin. Marit reiddist. — Þú getur bara farið og haft fataskipti. Það eru engir karlmenn hérna núna. Sú ljóshærða hló og það skein i röð af perluhvitum jöfnum tönnum—Þér veitti ekki af svolitilli leikfimi, sagði hún, eins ogekkert væri. — Ef þú vilt, skal ég kenna þér æfingar, sem styrkja brjóstvöðvana og mynda linur á likamann. Það skaðar ekki að byggja hann upp. Marit svaraði ekki, heldur fletti einu sinni enn við. Sú ljóshærða fór fram aftur og ilmvatnslyktin varð eftir. Marit sat bara þarna og hataði. Einmitt þá kom hann inn. Hann leit i kring um sig — og kom augaá Marit. — Fyrirgefðu, sagði hann. — Ég hélt, að allir væru hérna. Af hverju er svona góð lykt? — Ekki ég, svaraði Marit. Hann leit spyrjandi á hana. — Nei, sagði hann svo. — Það er liklega Valkyrjan. Já, afsakaðu, en ég kalla þessa háu, ljós- hærðu Valkyrjuna. Hvilikt viti verður það, þegar henni tekst að draga einhvern náunga upp að altarinu. Fyrir hann, á ég

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.