Heimilistíminn - 20.11.1975, Side 17
við. Hann hrynur liklega saman við að
bera hana að rúminu.
Marit flissaði. Ef til vill svolitið móður-
sýkislega, en hún sá þetta fyrir sér: Lit-
inn, grannan karlmann, sem bar þá ljós-
hærðu inn i svefnherbergið, skjögrandi á
fótunum og blásandi af mæði.
— Hvað ertu að lesa?
— Ekkert, svaraði Marit. — Ég er bara
að fletta. Ég veit ekki um hvað hún er,
greip hana bara i hillunni. Hann laut
áfram, en hún hélt bókinni upp, þannig að
hann sæi kápuna.
— Ég get sagt þér, að þetta er Karin
Boye, sagði hann. — Ein af þeim mörgu
bókum, sem ég hef heldur ekki lesið. En
ég hef heyrt hennar getið. Þetta eru ljóð,
ekki satt?
Hann settist i stólinn við hlið hennar,
svo brakaði óþægilega i honum.
— Ertu ný hérna?
— t þinum augum já, gæti hún hafa
sagt. En hún var i allt of miklu uppnámi
til að detta það i hug. Hún var sér allt of
meðvitandi um að hann sat i stólnum við
hlið hennar.Henni fannst næstum hægt að
taka á nærveru hans með höndunum og
það var eins og ótal litlar nálar pikkuðu
hana i handleggina.
— Nei, sagði hún.
— Nei, liklega ekki. — Þú ert ekki ný
hérna. Ég geri eintómar vitleysur i dag.
Veistu, hvað ég sagði i fyrsta tima? Ég
talaði afturábak, sagði innblástur og út-
sog i staðinn fyrir útblástur og innsog.
Strákarnir skellihlógu, en ég vissi ekkert
skilurðu.
Hún hefði getað sagt: — Já, ég skil, að
þú sérð mig, að þú situr hérna og hvilir
stóru, ekki alveg hreinu höndina á þér á
stólarminum hjá mér. Ég skil að þú talar
við mig, en þó skil ég það ekki.
— Ég tala oft afturábak, sagði hún og
fann að hún roðnaði.
— Alveg eins og pabbi, hló hann og sló
höndinni á stólarminn. — Alveg sama tón-
tegundin. Stórkostlegt! Þú hefðir átt að
hitta pabba, ykkur hefði komið vel sam-
an. Hann var kjarnakarl . Ég er ennþá
ekki alveg kominn yfir, að hann er dáinn.
Þú mátt trúa þvi, að hann var góður karl,
sem þér hefði likað!
— Ég trúi mér... ég á við, ég trúi þér
sagði hún mjóróma og orðin ætluðu varla
aðþora útmilli vara hennar. Bara, að þaö
liði ekki yfir mig, hugsaði hún.
— Þú hlýtur að vera ný, sagði hann. —
Annars hefði ég séð þig. Hvað er annars
klukkan? Æ, ég verð að fara. Getum við
ekki talað saman seinna? Mér geðjast vel
að þér, þú skilur um hvaðhlutirnir snúast.
Svo var hann horfinn. Hún lagði hönd-
ina varlega á stólarminn, þar sem hann
hafði haldið sinni. Staðurinn var ennþá
volgur. Ylurinn frá honum! Hún var yfir
sig hamingjusöm.
Fyrsti sigurinn var unninn. Hann hafði
séð hana! Annar sigurinn var næstum
unninn lika. Honum geðjaðist að henni,
hún skildi það varla. Hann hafði sagt, að
honum geðjaðist að henni.. Þetta var
yndislega, stórkostlega dásamlegt! En
hún hafði varla sagt orð.
En þetta átti eftir að verða enn stór-
kostlegra. Þegar hún kom út eftir siðasta
tima, stóð hann þar. Andlitið varð að einu
stóru brosi, þegar hann kom auga á hana.
— Halló, sagði hann. — Ég stend hér og
er að hugsa um....Hann hikaði og hló svo-
litið i staðinn. — Húff, mér gengur vfst
ekki sem best að koma fyrir mig orði, en
þú hlýtur að vera ný hérna. Ég er búinn að
hugsa um þig allan siðasta timann. Þú
sagðir eitthvað, sem ég er búinn að
gleyma, en sem....jæja, mig langaði til að
tala meira við þig. Ekki horfa svona á
mig. Ég verð svo óstyrkur, þegar einhver
horfir á mig og segir ekkert. Ég er með
bilinn hérna rétt hjá, hann er ljótur að ut-
an, en það er púður I honum. Viltu ekki
koma með i bilferð? Ef þig langar, það er
að segja?
Marit beit á vörina. — Skelfing er ég
vitlaus, sagði hún.
Hann leit mógaður á hana og þá rann
upp fyrir henni, að hún hafði hugsað upp-
hátt.
— Þetta þarna með púðrið, flýtti hún sér
að bæta við. — Ég er svo vitlaus, að ég er
hrædd i bil.
En hún meinti það auðvitað ekki. Gleð-
in, eða þakklætið, sem hún fann til vegna
þessarar klaufalegu tilraunar hans til að
ná sambandi við hana, streymdi um hana
alla...
— Máttu ekki vera að þvi, kannske?
spurði hann.
— Eiginlega ekki, laug hún blákalt, —
en það gerir ekkert til með smástund,
bara stutta ferð.
— Já, ég get ekki boðið upp á neitt fint,
sagði hann afsakandi og strikaði á undan
henni að bilastæðinu. — Aðrir hafa stereó-
útbúnað og önnur stöðutákn....
Skelfing erég vitlaus, að hlaupa svona á
eftir honum, sagði hún við sjálfa sig. Hvað
á hann eiginlega við? Ætti ég að hafa
meiri áhuga á einhverjum, sem ekur um i
silfurgljáandi bil?
En sambandið milli skynseminnar og
hjartans, sem ólmaðist i brjósti hennar,
var ekki lengur fyrir hendi.
— Mér finnst satt að segja gaman að
fara i ökuferðir með stúlkum, sem — já,
sem hægt er að tala við. Sem....
Hann bandaði frá sér hendinni og hló.
Svona eins og mér, hugsaði hún. Svolitið
barnalegum, dálitið heimskum og
óreyndum.
— Sem eru manneskjulegar og komnar
yfir diskótekaldurinn, sagði hann, þegar
hann var seztur undir stýri. — Sem eru
eins og þú, á ég við.
Hún deplaði augunum og dró djúpt að
sér andann, til að hann sæi ekki, ef hún
færi að hlægja að vandræðasvipnum á
andliti hans. Jafnframt fann hún til ein-
hverrar viðkvæmni. Ekki i hans garð,
heldur þeirra beggja. 1 garð einhverrar
Maritar, sem var langt i burtu og vegna
vináttu sem ennþá var bara angalitill.
glitrandi depill.
— Það verður að halda upp á þetta,
sagði Skotinn og flctti upp á
„kampavín” i orðabókinni.
4
Tárin i augum hennar tjáðu manni, að
skinnið i krókódilstöskunni væri ekta.
Lifið er eins og gáta. Lausnina er að
finna á bakhliðinni.
4
— Mér liður eins og blindri
manneskju i koidimmu herbergi, að
leita að svörtum ketti, sem er . þar alls
ekki.
Mæðurnar vara dætur sinar við
honum, en þær vilja fyrir HVERN
MUN komast að ástæðunni.
: 4
Verið ekki hrædd við að spyrja
heimskulcgra spurninga. Maður
sleppur betur frá þeim, en heimsku-
legum mistökum.
4
Ilunda sem eru að éta og karlmcnn
sem eru að sofa er skynsamlegast að
sjá i friði.
ér
Þau dáðu hvort annað, en hvorugt gat
skilið, hvernig hinu gat tekizt að verða
prófessor.
Brandari leysir oft vandasömustu mál
betur cn alvara og skarpskyggni.
'ét
Llfið er það sem er innan i manni,
þegar maður er einn.
Venjuleg, heilbrigð skynscmi er alls
ekki svo venjuleg.
I/