Heimilistíminn - 20.11.1975, Page 34

Heimilistíminn - 20.11.1975, Page 34
una. Þegar hann kom inn á milli húsanna, nam hann aftur staðar. Einn af litlu skúrunum, þar sem verkamennirnir höfðu geymt verkfærin sin, var tómur. Þar gæti hann skilið Jack eftir til aö byrja með. Hann gekk hratt yfir garðinn, en auðvitaö kom strax stelpa hlaupandi. Magnús hélt, að hún héti Maja, en var ekki alveg viss. Börnin þarna vorusvo mörg, að það var aldrei hægt að muna, hvað þau hétu öll. — Elalló, Magnús, hropaöi Maja. — Ertu ou- inn að fá þér hund? — Ég fann hann, svaraði Magnús og greip fastar um snúruna. — Þetta er hundurinn minn, sagði Maja strax. — Ég átti hund i gær, en hann strauk. Nú þekki ég hann aítur. Ég á hann. Fáðu mér hann. Maja var miklu eldri en Magnús, liklega tólf ára og miklu sterkari en hann. — Ég fann hann niðri við höfnina, sagði Magnús. — Já, það var einmilt þar, sem hann hljóp frá mér, svaraði Maja og kippti i bandið. Jack horfði á Maju og Magnús, en settist sið- an niður og klóraöi sér bak við eyrað. — Einmittþetta gerði hundurinn minn alltaf, sagði Maja og kippti svo fast i bandiö, að Magnús varð að sleppa þvi. Maja hljóp að tröppunum heima hjá sér, og Jack á eftir. Magnús varð bæði reiður og leið- ur. Ef Jack hefði verið reglulega góður hundur, liefði hann auðvitað bitið Maju i fótinn og verið kyrr hjá Magnúsi. En það var satt, aö Jack liafði bara þekkt Magnús stuttan tima og það liði kannski einhver timi, þar til honum skild- ist, að hann ætti að verja Magnús og ætti heima hjá honum. 34 Magnús hljóp á eftir, en Maja var komin inn í forstofuna i sinum stigagangi. Þegar Magnús ætlaði að hlaupa þar inn, kom einn af stóru strákunum og spurði, hvað hann vildi. Magnús gat ekki svarað. Hann var svo reiður og leiður, að það var eins og kökkur i hálsinum á honum. Hann greip fast um töskuna og hljóp siðan aftur að húsinu heima hjá sér. Þar gekk hann hægt upp tröppurnar. Nú þurfti hann ekki að tala við mömmu sina um hund, sem hann átti ekki. En samt var það hans hundur. Jack hafði verið við höfnina i marga daga og margir höfðu áreiðanlega reynt að fá hann með sér. En hann fór ekki með neinum, fyrr en Magnús kom. Magnús andvarpaði og gekk upp á næsta stigapall. Ef þau hefðu enn átt heima inni i borginni, þá hefði hann getað haft hundinn í friði, þvi þar voru ekki önnur börn. En þá var það Andersen húsvörður og þar sem bannað var að hafa hunda þar, hefði hann áreiðanlega séð um, að Jack fengi ekki einu sinni að koma inn i garðinn. Magnúsi fannst þetta allt saman alveg vonlaust. Hann hélt áfram upp stigann. Eiginlega ætti hann bara að flytja til skipstjór- ans og búa þar og hafa hundinn sinn i friði. Skipstjóranum fyndist áreiðanlega gott að hafa félagsskap hunds og ef Magnús væri þar lika, gætu þeir talað um skip og sjó og allt það. Magnús fann, að nú var hann alveg viss um að hann ætlaði að verða sjómaður, þegar hann yrði stór. Hann ætlaði að sigla umhverfis jörð- ina og hafa alltaf með sér hund. Þá gæti hann meira að segja komizt að þvi, hvort það væri keisari i Brasiliu, sem hefði gull i kjallaranum hjá sér. Ekki af þvi hann héldi, að skipstjórinn hefði verið að segja einhverja vitleysu, en það er enginn vandi að muna skakkt.Þá gæti hann komið heim til skipstjórans og sagt honum, að það hefði sennilega ekki verið i Brasiliu, sem keisarinn ætti gullkjallarann, heldur einhvers staðar annars staðar. Magnús gekk yfir áttunda og siðasta stiga- pallinn. Honum fannst hann næstum ekki hafa fætur lengur, ert loks kom hann að dyrunum. Hann hlustaði svolitið hissa, áður en hann hringdi bjöllunni. Hann heyrði raddir. Það voru greinilega gestir hjá mömmu. Pabbi var nefnilega i vinnunni allan daginn. Hann opnaði bréfalúguna varlega og hlustaði. Jú, mamma var að tala við einhvern. Og rödd þessa ein- hvers lét Magnúsi kunnuglega i eyrum. Ilann hringdi varlega. — Loksins ertu þá kominn heim, sagði Framhald

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.