Heimilistíminn - 27.01.1977, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 27.01.1977, Blaðsíða 15
14Q cm Hér birtum viö uppdrátt aö skemmti- legum kjól, sem jafnvel óvanar sauma- konur, geta „rimpaö” saman. Annars vegar er tviskiptur hvitur kjóll, saumaöur úr tveim kaffidúkum meö silkiáferö, en sá siöi er saumaöur úr smárósóttu bómullar- efni. Sú sem vill sauma sér reglulega skrftinn kjól, getur saumaö saman ýmiss konar efni svo úr veröi tveir 1.80 sm langir dúkar. Efri hluti Mældu þig fyrir ofan brjóst og teiknaöu viddina á mitt efniö, i hring. Gerðu ráö fyrir 1 sm saumfari. Siöan er klippt 8 sm breiö ræma af einhverju afgangsefni til aö hafa i bryddingu aö ofan. Bættu viö saum- | fari. Saumiö saman skammhliöar ræm- unnar, réttu viö réttu. Brjótiö ræmuna saman, ranga á móti röngu, og pressiö. Saumiö aöra hliö ræmunnar viö kjólefniö, rétta á móti réttu viö kjólefniö. Pressiö sauminn aö röngunni á ræmunni. Brjótiö inn af hinni hliö ræmunnar og leggiö niöur viö aö innanveröu i höndunum. Mælið hve langa hlýra þarf, og saumiö þá og snúiö viö. Saumiö þá viö flikina aö innanveröu. Pils Mæliö mjaömaviddina og teikniö hana á efniö. Geriö ráö fyrir 1 sm i saumfar. Klippiö 8 sm breiöa liningu eftir mjaöma- viddinni. Bætiö viö saumfari. Saumiö lin- inguna á á sama hátt og bryddinguna aö ofan. SkiljiÖ eftir op til aö draga i teygju. Siöan má brydda jaörana á dúknum, eöa öllu heldur kjólnum, aö neöan meö ræm- um úr afgangsefninu á sama hátt og lin- ingarnar voru settar á. Kjóll I kjóiinn þarf 3.60 sm af 90 sm breiðu efni. Efninu er skipt i tvo jafna hluta og önnur langhliöin á þeim báöum saumuö saman. Siöan er bryddaö aö ofan og aö ööru leyti fariö aö eins og sagöi um efri hlutann. <------------ Vldd fyrir ofan brjóst eöa mjaðmavldd + saumfar _____________________________/ 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.