Heimilistíminn - 27.01.1977, Blaðsíða 5
sambandi viö slys, sem hún varö fyrir á
ferð i Tiról. Hún var meö fjölskyldu sinni
uppi f fjöllum — og lenti í steypiregni svo
stigarnir uröu hálir. A leiöinni niður
skrikaði Gun fótur og lenti með höfuðið
harkalega á tré.
Hún hélt lengi sjóninni á vinstra auga
með því að fara i læknisaðgerðir og allt
gekk vel. En siðan var ekki lengur hægt
að bjarga sjóninni á vinstra auganu —
heimur hennar myrkvaðist. Það var
erfiður timi. — t fyrri bók sinni lýsir hún
honum á hreinskilinn og persónulegan
hátt. „Þegar augun slokkna veröur lifið
mjög snautt”, skrifar hún. „Timinn ætlar
aldrei að liða. Þú hlustar á útvarp, reynir
að draga öll samtöl á langinn og reynir til
hins itrasta á þolinmæði meðbræðra og
systra. Þú heklar og heklar þangað til þú
■er.t að verða vitlaus. TIu peysur gerði ég á
tveim mánuðum. Loksins gafst ég upp.
Ég gat ekki plagað fjölskylduna lengur
með hekluðum peysum. Þá vissi ég ekki
hvað ég átti að gera af mér. — Oft furða
ég mig á einu. Fyrst það er svo erfitt fyrir
hrausta og jaröbundna manneskju eins og
mig sem á góða fjölskyldu og vini og fyrst
ég fann svo mjög til framandleika og
einstæðingsskapar, hvernig komast þá
þeir sem veikari eru af, sem verða fyrir
sama hlutskipti. Hver gefur þeim nýjan
lifsþrótt?”
Fjandsamleg veröld
1 nýju bókinni segir Gun Nihlén frá þvi
hvernig henni vegnaði eftir þetta, hvernig
lif hennar i myrkvuðum heimi varð.
Hún býr með manni sinum John Nihlén
prófessor i ibúð i Lundi I Sviþjóð. 1 bók
sinni lýsir hún þvi hvernig meira að segja
hennar eigið heimili var fjandsamlegur
heimur þegar hún kom heim af sjúkra-
húsinu eftir að hafa misst sjónina. En nú
hefur hún lært að fara sinna ferða þar.
Hún eldar sjálf matinn og annast önnur
heimilisstörf og I horni á herberginu sinu
hefur hún segulbandið sitt og ritvélina en
þar eyðir hún nokkrum tímum daglega.
Hún á marga nána vini og ættingja og lff
hennar er innihaldsrikt.
— Það er að miklu leyti fjölskyldu minni
að þakka að mér hefur gengið svona vel,
segir hún. Þau hafa aldrei verið með
neina viökvæmni, þau hafa staðið meö
mér og hvatt mig. Og ég hef haft mikla
gleði af barnabörnunum mfnum.
Gun Nihlén hefur alltaf verið i nánum
tengslum við börn og unglinga. 1 sjö ár
var hún kennari við Olofsskólann I Stokk-
Gun Nihlén situr nokkra tima á dag við ritvélina og segulbandið. Hún býr með manni sinum John Nihlén prófessor I Ibdð I Lundi
og hugsar sjálf um heimilisstörfin. — Þaö er fjölskyldu minni að þakka að allt gengur svona vel þótt ég sé blind. Minir nánustu
hafa aldrei verið með viðkvæmni. Þess f staö hafa þeir hjálpað mér og hvatt mig.
5