Heimilistíminn - 27.01.1977, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 27.01.1977, Blaðsíða 9
hópnum, er inn i bæinn kom, og höföu þá gjarnan betur. Viö þessu var raunar búizt og því farnar krókaleiöir heim, eöa hluturinn dulbúinn, en samt gekk á ýmsu. Hætturnar voru fleiri. Einu sinni vorum viö fjórir i efnisleit og komum þar aö, sem mikill spónahaugur var, og rauk úr honum.Hvergivaraö sjá eld, eöa glóð. Fórum viö nú aö mana hver annan aöhlaupa yfir hauginn. Að endingu stóðst Biddi ekki mátið, gekk nokkuö frá haugnum, en viö fylgdumst spenntir meö. Biddi tók svo á sprett og upp hauginn, en sem hann er efst á haugnum, fellur kollur haugsins niöur meö Bidda, en upp gaus eldur og neistaflug. Biddi veður um í glöð- inniogeldinum.ená erfittmeð aö komast úr haugnum og viö hlaupum tilhjálparTókþetta ekki langa stund, en erviðhöföum loks náð Bidda úr eldinum, loga föt hans, sérstaklega buxurnar. Tekst okkur strax aö slökkva i fötunum, nema buxunum. f öllu þessu höfðum viö ekki tekið eftir þvi, aö ameriskur herbill nálg- aðist okkur á fullri ferö. Tveir hermenn voru i bilnum og höföu þeir séð, hvað var aö gerast — Stukku þeir út hjá okkur og slökktu eldinn með þvi að vefja föt sin utan um eldinn og kæfðu hann þannig. Annars er ekki að vita, hvernig okkur hefði tekizt en Biddi var úr leik i nokkrar vikur, vegna brunasára á fótum. Fjáröflun A haugana, sem okkur strákun- um var flestum bannað að fara, var hægt að fara I beinar fjár öflunarferðir. Voru þær einkum tvenns konar. Annars vegar var farið og hirtir góömálmar, svo sem pottur, kopar' og eir. Ýmsir fullorönir stunduöu lika göö- málmana, einkum kopar og eir, þannig að pottur var sá málmur, sem við strákarnir helzt náðum. Ein tveggja til þriggja tima ferö nægði gjarnan til þess aö selja mátti fenginn Stálsmiðjunni Járnsteypu, Ananaustum, fyrir upphæð, sem dugði i eina bióferð með tilheyrandi. Hinsvegar var einnig um að ræða beina leit að peningum. Peningaleit varð að fara á fjöru, en fjaran undir haugunum var sandfjara. Leitin fór þannig fram, að ýmist fylgdi maður öldunni, og tindi upp pen- inga, sem birtust við sog öldunn- ar, eða hitt, að með smásköfu skóf maður yfirborð sandsins og tindi upp peninga, sem þá birtust. Var alveg ótrúlegt, hvað hægt var að ná með þessum hætti. Til marks um gildi smápen- inga, má getá þess, að heimsins bezti Is, isinn hjá Gvendi i Fjólu, kostaði eina krónu, kókið 55 aura og biómiði kr. 2,50. Voru margir fengsælir á fjör- unni, en mikil raun var okkur að lOeyringunum og 25 eyringunum, sem gefnir voru út 1942. Þeir voru af svo lélegu efni, að eftir ör- stuttan tima i fjörunni, voru þeir ónýtir. Voru þetta þó verðmiklir peningar, en ekki svíviröing is- lenzkri mynt, eins og kronan út- gefin 1976. Einseyringurinn 1942 var ámóta verðmætur þá og krónan er nú, en samt var hann gerður úr betra og dýrara efni. Hjónaband nr. 2 er sigur vonarinnar yfir reynslunni. X Sveskja er ptóma, sem séð hefur betri daga. Það er liðan þin... en ekki staða, sem ræður þvi hvort þú verður hamingju- samur. Fólk nýtur útiiegunnar bezt þrem vikum eftir heimkomuna. Máiið er ekki hvenær menningin hófst... heldur hvenær hún hefst. * Opinn hugur veldur færri erfiðieikum en opinn munnur. Ungdómurinn er öðru vlsi nú tii dags en hann var áður og svo hefur raunar alltaf verið. Stórir menn verða litlir — i náttfötum. 'mr Litil gjöf er betri en stórt loforð. / 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.