Heimilistíminn - 27.01.1977, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 27.01.1977, Blaðsíða 34
Tegnérs til Schwerin friherrafrúar. Ég hef lesið aðalatriðin um tíð hans hér á Rámen, lengra hef ur metnaður minn ekki náð. — Hvað lengi hafið þér verið hér? — Bráðum í tvo mánuði. — Já, síðan þriðja ágúst, ekki satt? Þetta er þá „húsið", sem þér fenguð að láni hjá vinum, þegar þér voruð orðnar þreyttar á þjóðhöfðingjasvítunni á hótelinu í Karlstad. Hún hörf ar skelf d f rá honum og er komin næstum upp í fangið á sjálfum Tegnér. — Hver.... hver eruð þér? — Wijk rannsóknarlögregluforingi frá Stokk- hólmslögreglunni. Og ég er ekki búinn að aka alla leið hingað af áhuga á Esaiasi Tegnér, hversu and- legur og áhugaverður sem hann kann að vera, held- ur af áhuga á þessar ungu stúlku. Hann heldur myndinni af Ingulill miskunnarlaust uppi f yrir f raman hana. Hún er eins f öl og styttan á bak við hana, hún lokar augunum, en kemst ekki undan. — Nú ekki fleiri lygar, frú Samzelius, það væri óviturlegt. Ég vil fá að vita allt um skipti ykkar Ingulill og rauðu kettina frá Marbakka. Á sama a'ugnabliki skýzt rauður kettlingur inn í safnið, en þangað er honum óheimill aðgangur... það er eins og einhver hafi kallað á hann! Eld- snöggt hoppar hann upp í rauöan nýklæddan sótann ig skerpir klærnar með velþóknun á heimaofnu á- klæðinu. — Það... það var ekkert merkilegt við þau, stam- ar Madeleine, en það varð þó allt svo skelfilega flókið. Ég hafði keypt einn af rauðu kettlingunum, en ég gat ekki tekið hann strax frá móðurinni. Svo hitti ég Ingulill niðri við f jósið, og við urðum góðar vinkonur, hún tók að sér að sjá um, að hann bærist mér í hendur eins f I jótt og kostur væri. Tveir þeirra vorueins líkirog tveir vatnsdropar, og við kölluðum þá Dohna greifafrú og fröken Sinclaire, annan þeirra átti ég að fá. En við hljótum að hafa misskil- ið hvor aðra, þvi á mánudag, þegar hún kom til Karlstad til að afhenda greifafrúna, var ég þegar farin hingað. Já, svo hringdi ég að Marbakka, en þá hafði stúlkan á einhvern dularfullan hátt týnt kettlingnum með greif af rúarnaf nið, og ég átti að fá fröken Sinclaire í staðinn, og hún ætlaði sjálf að koma með hann til Rámen. Ég sagði, að það væri mjög f allegt af henni, og að hún gæti gist hér í eina eða tvær nætur, ef hún vildi, okkur til gamans, og við ákváðum, að hún ætti að koma á mánudags- kvöldi, það var daginn, sem hún hætti að vinna á Marbakka.... — Tíundi ágúst. Já? — Svo gerðist ekkert meira. Madeleine horfir biðjandi á hann með súkkulaiðibrúnum augum..,. til að fá hann til að trúa þvi ósennilega... Hún kom hreinlega ekki.... Ekki þetta kvöld, ekki næsta dag og heldur ekki síðar. Og ég hafði engan köttinn því fröken Sinclaire var líka horfin — ásamt Ingulill. Loks þegar ég átti leið f ramhjá Marbakka, fékk ég mér annan, þennan óþekktarorm. Hann heitir — — Sintram, já takk, það veit ég. En ég hefði orðið hrifnari ef systir hans, hún Sinclajre hefði rif ið mig og klórað. Ef það sem þér haf ið sagt er þá satt, og það er það líklega — að nokkru leyti. Að þessum torráðnu orðum sögðum tekum hann Sintram á öxl sér og gengur löngum skrefum i gegnum stofurnar og forsalinn út í ferskt loftið. Það liggur við, að hann velti Jónasi Ny um koll, sem aldrei þessu vant er ekki með Ijósmyndavél og aldrei þessu vant svo æstur, að breitt enni hans er rennvott af svita. — Christer Wijk! Ert þú hér? Og hvaða f járans skrímsli ertu með þarna? Enn einn af þessum bannsettu rauðu köttum — þeir eru víst um allt Vermaland. — Hann kórar en hann bítur ekki. Christer losar klær Sintrams úr jakkanum og setur hann niður í grasið. Hvar er Bodil? — Já-á, það er nú einmitt málið. Hún ætti að vera Hann kyngir og þagnar... Undrunarsvipur breið- ist um andlit hans, en blá augun, sem eru fljót að skilja hvað urh er að vera, sýna að honum er það þegar Ijóst. — Og þegar lögregluforinginn svarar ekki, held- ur hann áfram í sektartón. — Já, hjálpin, sem hún hef ur fengið hjá mér hef- ur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir. Ég er hræddur um að ég haf i ekki tekið ótta hennar vegna Ingulill alvarlega. Þú þekkir svo mikið til mála, að þú hlýtur að skilja, að ég hef fengið nóg af þvíum- líku. En síðustu klukkustundirnar hef ég skipt um skoðun, það get ég fullvissað þig um! Og nú er það ég, sem er hræddur, f jandi hræddur. Hugsaðu þér, ef hún hefur rétt fyrir sér, og það sé hér morðingi laus, og hugsaðu þér, ef hún — — Hertu þig nú upp, segir Christer kuldalega, og segðu mér, hvað eiginlega er um að vera. Hvar er Bodil? Jónas, sem skammast sin fyrir taugaveiklunina, herðir upp hugann og segir þess í stað — stutt og skilmerkilega frá atburðum dagsins. — Við urðum sem sagt ásátt um að hittast við hliðið við herragarðinn, og þar er ég nú búinn að sitja í bílnum í meira en tvo tíma og hef skyggnzt eftir henni. Náungi að naf ni Friðþjóf ur eða eitthvað annað fornnorrænt, sór og sárt við lagði, að hún hefði ekki szt uppi við herragarðinn, svo ég sat um kyrrt og reykti og reykti og beið og beið. En að lok- um hélt ég þetta ekki út lengur, það hlaut eitthvað að vera að, Christer. Hvern f jandann eigum við að gera? — Hvernig bíl á hún? — Volvo amasón, hvítan, síðan í fyrra. — Manstu númerið? Það gerir hann raunar, og á nokkrum sekúndum er Christer búinn að setja sig í samband við lög- regluna á Filipstad, en lögregluþjónninn þar er steinhissa á að fá upphringingu frá.einum hinna sérstöku tengiliða rannsóknarlögreglunnar í Stokk- hólmi og ríkislögreglunnar, og að hann skuli vera á Rámen. Hann lætur þegar í té lögreglubíl til að leita að hvíta amasónbílnum. Þegar Christer Wiijk kemur aftur út á hlað, er Jonas þar ekki einn með Madeleine, heldur hefur Ragnar Karlmen 34

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.