Heimilistíminn - 27.01.1977, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 27.01.1977, Blaðsíða 28
Hákarlahjall á Ströndum um ögmundur Sigurðsson siðar skólastjóri í Hafnarfirði var mjög illveðursamt sumar, enda virðist honum ekki greiðar götur þar um byggð né mildur úthafs- andinn, sem blæs inn yfir landið. Ekki verður hér reynt að vé- fengja neitt af því sem hann seg- ir um landshætti þar og lífs- bjargarvegi, en þó gæti maður látið sér koma til hugar að nokkru mildara hefði verið að orði kveðið ef glaður sunnan vindur hefði leikið um byggðina og sól Ijómað yfir hafi. Það er víðar en á Ströndum, sem óruddir og fáfarnir götu- troðningar verða ógreiðfærir eft- ir langvarandiregnveður í byggð og krapahríð á f jöllum, ekki síst þar sem leiðin liggur um brattar skriður og grýtt f jallaskörð. Ekki verður þó annað sagt en landið þar norður frá eigi til nokkra mýkt, þar sem eitt burðarhross þeirra félaga hrasar í Barðs- víkurskriðum, tekur margar veltur og kollsteypur því nær nið- ur á jaf nsléttu án þess að saka að öðru, en þvi, að af sprettur reiðingurinn og baggarnir losna. Um búskap í Bjarnarnesi norð- ur undir Horni, segir Þorvaldur: ,,Á Bjarnarnesi býr Jón bóndi Guðmundsson, sá eini sem heldur fréttablað á norðurströndum. Fólkið á Bjarnarnesi lifir ein- ungis á sjávarafla, káli (senni lega skarfakáli), fjallagrösum og fuglatekju í Hornbjargi." Um annan bónda, Guðmund Ólafsson í Smiðjuvík, segir hann að Guðmundur sé í Þjóðvinafé- laginu. Að öðru leyti lætur hann lítið yfir bókakosti heimilanna eða möguleikum fólksins fil sam- skipta við umheiminn, enda hef- ur einangrun, sem afleiðing erfiðra samgönguhátta, verið hlutskipti útstrandabúans um allar aldir. Þessir annmarkar byggðarinn- ar munu þó þá fyrst hafa orðið fólkinu fyllilega Ijósir, þegar læknisþjónustu var komið á hér á landi og strandamenn urðu þar öðrum afskiptari. í miðborg Reykjavíkur áttu sér athvarf tveir rosknir menn úr hópi þeirra síðustu sem yfirgáfu byggð sina á Hornströndum. Sig- urður Finnbogason frá Sæbóli í Aðalvík og Sumarliði Betúelsson frá Höfn i Hornvík. Sigurður átti heima á Sæbóli i 54 ár og áður höfðu búið þar for- eldrar hans, Finnbogi Finn- björnsson og Hansina Bærings- dóttir. Þau undu þar vel hag sin- um og börn þeirra liðu ekki skort. Enginn hafði orð á þvi né taldi til tíðinda, þótt nokkuð yrði á sig að leggja til að ná lífsbjörginni. Fjöllin eru brött og torgeng og brimlending víða viðsjál þeim er sjó sækja. En fólkið varð að sæta þessum kosti, það þekkti ekki annað betra sér til handa. í byggðinni voru sterkar og óslitn- ar taugar ættarerfða og átthaga- tryggðar. Sæbólsmenn voru ekki stórbændur. Fimmtán til tuttugu ær, ein til tvær kýr og eitt hross var bústofn flestra.Þó voru þarna talsverð umsvif. í næsta nágrenni var mikil byggð. Garð- ur, Þverdalur, Lækur og svo Staður, prestssetrið. Frá flestum þessum býlum fóru menn til sjóðróðra og útræðið var frá Sæ- bóli. Á sumrin var stutt að sækja til miða en á veturna og vorin var oft róið á haf út. Á uppvaxtarárum Sigurðar Finnbogasonar reru fjórir bátar frá Sæbóli. Lending þar var erfið, brattur malarkambur og ekkert hlé standi vindur á land, enda brutu menn tíðum báta sína i brimlendingu. Næst liggjandi verslunarstaður 26

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.