Heimilistíminn - 27.01.1977, Blaðsíða 3
Kæri Alvitur.
Við erum hérna tvær i 5. bekk i
gagnfræöaskóla úti á landi á við-
skiptakjörsviöi. Undanfarið höfum við
verið að spyrjast fyrir um hvort við
komumst i 4. bekk Verzlunarskóla
næsta vetur ef við náum nægilega
góðri einkunn, en þeir sem við höfum
spurt þeim ber ekki saman og erum
við þvi engu nær, en vonum að þú getir
bætt úr þessu fljótlega. Einnig langar
okkur að vita hvort það sé einungis
framsóknarfólk, sem kemst inn i Sam-
vinnuskólann að Bifröst, en um þetta
er lika þrætt hérna.
Og að lokum hvaða menntun þarf til
þess að verða þroskaþjálfi?
Hvað lestu úr skriftinni og
hvað heldurðu að ég sé gömul?
Anna og Auður
Svar: Námið sem þið eruö i nú er
viðskipta-og verzlunarnám, sem verið
er að byggja upp og ætlunin er að verði
hliðstætt námi i Verzlunarskóla Is-
lands og Samvinnuskólanum.
Fyrstu árin sem framhaldsdeildirn-
ar störfuðu var þó námið á viðskipta-
kjörsviði þar engan veginn hliðstætt
verzlunarnámi i áðurnefndum tveim
skólum.
Verzlunarskólinn hefur ekki tekið
próf úr 5. bekk framhaldsdeildar gilt
sem inngöngu i 4. bekk Verzlunar-
skóla.
Þess hefur aldrei veriö krafizt aö
nemendur Samvinnuskólans hefðu
einhverja ákveðna stjórnmálaskoðun.
Þroskaþjálfaskóli Islands er þriggja
ára skóli, sem hefur verið i tengslum
við Kópavogshælið en er nú til húsa aö
miklu leyti i gamla Miðbæjarskólan-
um: Samkvæmt reglum skólans er
r
gagnfræðapróf inntökuskilyrði, en þaö
á nánast ekki við nú. í framkvæmd er
lágmarksinntökuskilyrði próf úr 5. eöa
6. bekk framhaldsdeilda gagnfræða-
skólanna. Nemendur i skólanum nú
hafa ýmiss konar menntun að baki.
Sumir eru úr framhaldsdeildunum,
aðrir stúdentar og enn aðrir hafa verið
á Lýðháskólanum i Skálholti.
Sú sem skrifar er á að gizka 18 ára.
Skriftin er snyrtileg og ber vott um
samvizkusemi og gott skap.
Alvitur
Hcill og sæll Alvitur.
Heimilistiminn er hjartfóigið
blað
ég held ’onum saman og les hann.
Pennann ég grip og þakka vil það,
en þrái að yrkja i pésann.
Ef sporðdreki er meyja, en maðurinn
ijón,
er margt nokkuð um þau að segja?
En ef hann er hrútur, er fiskur
þá fión
að fara að elska þann peija?
Þið hafið mér alltaf svör ykkar
sent
er setzt hef ég niður að rita.
Þvi skal ég fyrirfram þakka ykkur
pent
það sem mig fýsir að vita.
Þeir sem að fijúga oft iandshorna
leið
og lifa á öryrkja bótum,
hvernig þeir tóra eitt ævinnar
skeið
með útsvars og farseðlanótum.
Lilja Bjarkardóttir.
Svar:
Sporðdrekar eru sagðir hæfa vel
Kröbbum og öðrum Sporðdrekum. En
hjónabönd þeirra og Fiska standa
sjaldan lengi. Ljón eiga auðvelt um
makaval en þó skyldu þau forðast
Steingeitur og Sporðdreka.
Fiskar eiga bezt við Krabba og
Sporðdreka, en það þarf ekki að
merkja að þeir séu flón ef þeir elska
Hrúta.
Sé siðasta visan spurning, þá verður
Alvitur að viðurkenna að honum er
málið hulin ráðgáta.
Alvitur
Kæri Alvitur,'
GIoss hefur mikið verið notað nú
undanfarið og ég hef heyrt orðróm
um að það væri hægt að búa giossiö tii
á eigin spýtur. Og þá kemur spurning-
in: Hvaða efni þarf i gloss og hvernig
á að meðhöndla þau svo vel fari?
Bogmaöur
Svar:
Ég efast um að það svari kostnaði
að reyna að búa glossið til sjálfur og
mér er ókunnugt um nákvæmlega
hvaða efni hvaða efni eru i þvi. Hins
vegar gefur svipaöa útkomu aö bera
eitthvert feitt krem á varirnar, ef þú
ert með litarlaust gloss i huga.
Alvitur
Meðal efnis í þessu blaði:
Blind og skrif ar f erðasögur.........bls. 4
Minningar frá stríðsárunum.........bls. 7
Lísa í Undralandi .................bls. 12
Vantar þig kjól á árshátíðina......bls. 14
Ástin þarf að vera f rjáls.........bls. 16
Víkingarnir........................bls. 20
Þarf tu að léttast?................bls. 22
Láttu þér liða vel á meðan.........bls. 14
Þáttaskil — ur nýjum bókum.........bls. 26
Rauðu kettirnir....................bls. 32
Ennfremur Alvitur svarar, Krossgáta, Spé-
speki, Börnin teikna, Hvað veiztu, Penna-
vinir og Hlæið.
Forsíðumyndina tók Haukur Þórólfsson. -
Ljóðlínurnar eru úr Á afmæli kattarins
eftir Jón Helgason.
V