Heimilistíminn - 27.01.1977, Blaðsíða 29

Heimilistíminn - 27.01.1977, Blaðsíða 29
Gamlir menn þramma steyptar stéttir í stórri borg Þær eru harðar undir fæti ekki síður en grýttar götur á genginni leið var Hesteyri. Þangaö var um þriggja stunda gangur og að vetrarlagi þungfært og ótryggt yf ir f jöll að fara.. Allir aðdrættir voru því erf iðir og spöruðu menn þær ferðir eftir því sem kostur var. Byggðaflakk án erindis var ekki siður þar um slóðir. En í ná- býli hafði fólkið mikil samskipti og taldi það fullnægja sinni félagshyggju án þess lengra væri leitað. Fólkið var heilbrigt og hafði nóg að bíta og brenna þá voru leiðindi sprottin af staðhátt- um byggðarinnar — einangrun- inni — óþekkt fyrirbæri. Þeir voru ekki háreistir torf- bæirnir í Aðalvíkinni á fyrstu tugum aldarinnar. í einum slík- um leit Sigurður Finnbogason fyrst Ijós veraldarinnar. Það gerðueinnig faðir hans og móðir. Sjálfsagt hefur þetta fólk lifað við svipuð kjör og kynslóðirnar aftan úr öldum og átt hamingju sína undir eigin atorku og með- læti móður náttúru á hverjum tíma. Veturinn 1918 komst frostið yf- ir 30 stig. Víkur og firði lagði en hafísinn neri útnes og flúðir. Nepjan var bitur þeim er vinna urðu utan dyra. En gömlu torf- bæirnir skýldu vel þegar inn var komið. Fæstir þeirra báru burstirnar hærra en svo að þær einar voru ofan fanna og smjúg- andi næðingurinn komst hvergi að. Þótt svona viðraði var þó fá- um nokkurs vant umfram það, sem hent gat öll ár. Baráttan við harðæri og erfiðar samgöngur varð fólkinu i útbyggðunum sá skóli, að engum kom til hugar að mæta vetri án þess að hafa dreg- ið að heimili sinu eldivið, fóður handa búpeningi og matföng sem duga mundu fram að næsta sól- mánuði. Væru einhverjir, sem skorti forsjá eða getu til að sjá sinu heimili borgið, nutu þeir að- stoðar hinna sem voru aflögu- færir og fúsir að veita hjálp. Á Höfn í Hornvík bjuggu hjónin Betúel Betúelsson og Anna Jóna Guðmundsdóttir. Þau ólu upp ellefu börn. Einn sonurinn, Sumarliði, yfirgaf siðastur ætt- leifð sína og hafði þá dvalist þar einn í nokkur ár. Annar sonur, Sölvi Betúelsson, fór siðastur allra burt frá Hornströndum, en hann bjó á Hesteyri. Sú jörð er árið 1706 talin 24 hundruð að dýr- leika og þannig lýst: „að skógur til kolagerðar og eldiviðar sé ennþá bjarglegur, en vegir séu hættusamir og innbyggjar liði margvislega „þrönun" á sínu bjargræði vegna vondra vega." Þá segir einnig að Bjarnarnes það, sem um getur hér að fram- an, sé eyðijörð og „brúka menn úr Strandasýslu og Grunnavíkur- sveit þar verstöðu á vorin." Framhald á 36. siðu Or Hornvlk 29

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.