Heimilistíminn - 27.01.1977, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 27.01.1977, Blaðsíða 19
skemmtilegra og skemmtilegra Lena hefur sérkennilegt snöggt og trltl- andi göngulag. Þaö eitt ber vott um kimnigáfu. Hún talar viö einhvern áköf og hlýlega.. — Þetta var litli myndhöggvarinn sjálfur. Ég fer til hans á vinnustofuna á Söder I kvöld. Jæja... ef viö höldum áfram.Þegar ég varsexárasendimamma mig f leikskóla. Henni fannst ég vera svo feimin og hún haföi sjálf alltaf veriö feimin svo hún ætl- aöi aö foröa mér frá sinum erfiöleikum. Annars gekk ég i asnalegasta skóla, sem hægt er aö hugsa sér. Ríkisskóla fyrir stúlkur. Þaö var vegna þess aö bezta vinkona min varþar. Flestir sembjuggu i Kristineberg voru verkafólk, allir höföu eins eöa tveggja herbergja ibúöir og áttu mikiö af börnum. En pabbi beztu vinkonu minnar var verkfræöingur og átti ibúöina sem hann bjó i svo fjölskyldan var eigin- lega yfirstétt i Kristineberg. Og hún átti aö fara i Rikisskólann og taka stúdents- próf (setur stútá munninn og ranghvolfir augunum). Og til þess aö ég þyrfti ekki aö skilja viö hana átti ég aö vera i skólanum lika. Þaö var fáránlegt. Sjötiu stelpur, sem ekki töluöu um annaö en aö þær ætluöu aö i giftast strax eftir sjöunda bekk. Sjöunda veturinn þoldi ég ekki lengur viö þarna. En ég var alltaf i leikskólanum lika. Þaö bjargaöi mér. Þegar ég var átta ára sótti ég um aö komast i ballettskóla Öperunnar. Ég komst aö en var látin hætta jafnskjótt aftur þvi ég haföi svo slæma sjón. Þaö er dálitiö erfitt aö hafa viötal viö Lenu Nyman, af þvi aö þaö sem hún seeir frá er svo óvenjulegt aö maöur veit ekki hvers ber aö spyrja. Litil stúlka, sem sæk- ir um inngöngu i öperuskólann þegar hún er átta ára! — Þú sagöir sjálf aö þaö heföi veriö óvenjulegt aö eiga pabba sem var myndhöggvari. En hvaö kom til aö þú sóttir um aö komast i ballettskólann? — Jú, þá vorum viö farin aö venjast þvi aö ég fengist viö leiklist. — Jú, en þaö var merkilegt aö mamma þin skyldi fá þá hugmynd aö þú ættir aö fara i leikskóla? — Já, en þau eru óvenjulegt fólk, bæöi pabbi og mamma. Þau eru fjári indæl. Þegar ég var 10 ára fékk ég fyrsta hlut- verk mitt i kvikmynd. Þaö var i gegnum leikskólann. Ég lék litla stúiku, sem varö sjónarvottur aö moröi og var ofsótt af moröingjum.Þvilikmynd! Húnvarsýnd i þrjár vikur og slöan sást hún ekki meir, maöur hlær sig máttlausan af aö sjá hana núna. — En siöan fékk ég mörg önnur verk- éfni, i öörum myndum og barnaleikritum i útvarpi. Viljiö þér meira kaffi? A ég aö hita þaö aöeins? ...Jú, viö vorum heill hópur af krökk- um I sænska útvarpinu 3-4 daga i viku. Agætis klika. Siöan kom sjónvarpiö. Svo var ég ráöin til Dramaten leikhússins og fékk nokkur smáhlutverk þar. Þá kom 491 og Vilgot Sjöman og allt fjandans uppi- standiö byrjaöi. Nú flautar kaffikannan i eldhúsinu. Lena sprangar fram hraöar og hraöar. Talar I sifellu meöan hún gengur. Viö kaffikönnuna frammi.....„já, já ég er aö koma.... þetta var aldeilis”, heyrist álengdar. — ..já þetta var nú meira uppistand- iö. Fyrst var þaö 491. Fólk var eins og vit- skert. Mestan áhuga vöktu samfarirnar viö hundinn. Þegar þaö fékk aö vita, aö hundurinn var einn af schaferunum hans bróöur mins, var þaö fullvisst taiiö aö atriöiö heföi veriö raunverulegt. Ég neyddist til aö mótmæla i blööunum: „Nei, viö erum aöeins vinir'Siöan komu „forvitin-myndirnar”. Mér fannst viö Vil- got vera skemmtilega óforskömmuö. Okkur fannst asnaiegt aö hafa alltaf myrkur og allt fullt af rúmfötum strax og fjalla átti um ástina. Allir vita jú hvernig fólk er skapaö. Fyrst eftir aö myndirnar voru sýndar var allt meö kyrrö og ró. Þær fengu frem- ur góöa dóma. Svo kom allt skitkastiö. Og þaö, sem allir beindu skeytum sinum aö, var skrokkurinn á mér. Ég gleymi aldrei þegar ég opnaði kvöldblaðið og sá grein, þar sem safnaö var saman ummælum fjölda fólks um likama minn. Þetta kom mér alveg aö óvörum. Arthur Lundquist haföi sagt eitt- hvað á þessa leiö: Hvers vegna fær ekki þessi myndarlegi piltur, Börje Ahlstedt, svolitið fallegri stúlku? Og einhver haföi sagt, aö ég heföi heimskulegan kropp. Ég varð svo fjári leiö. Þetta var svo ómerkilegt. Og svo auðvelt. Aö ráðast á útlit manns, þegar þaö sem gremjuna vakti var i raun og veru allt annaö. Nefni- lega aö stúlka skuli þora aö gera svona nokkuö. Þetta var allt kvenfyrirlitning og karl- mennskubrjálæöi. Verst var hvaö hamraö var á þessu. Það versnaöi alltaf. Ég minnist þess, aö bandariskur kvikmynda- maöur talaöi viö mig og sagöi, aö þetta væri mynd sem hægt væri að fara meö kærustuna sina á. Hann átti viö, að mynd- in væri hættulaus af þvi, aö ég væri ekki falleg. ..ef ég aðeins heföi reiðzt. En þegar maöur veröur miöur sin og særöur inn i kviku eins og ég, þá er þaö af þvi aö maö- ur hefur viðurkennt þetta allt saman. Stúlka á aö vera hörkufalleg. Annars er hún leiðinleg og einskis viröi. Sjálfsmeövitun min fór alveg úr skorö- un. Ég fór að horfa á mig i speglinum og hugsa hvaö væri eiginlega athugavert viö mig. Ég var ákveðin i aö láta ekki breyta á mér andlitinu en ég gat gert eitthvaö viö likamann. Og svo byrjaöi ég að megra mig eins og hálfviti. Framhald í næsta blaði. ■ 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.