Heimilistíminn - 14.04.1977, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 14.04.1977, Blaðsíða 3
Kæri Alvitur Þökk sé þér fyrir batnandi þátt, vizku i mörgu og frábæra þolinmæöi við lesendur. Hér bætist enn i hópinn. Mig langar að vita, hvort hægt sé að fá einhvers staðar bréflega tilsögn Við heimanám f ritgerðarsmið og íslenzkri málnotkun? Er til annar bréfaskóli en sá á Suðurlandsbrautinni? Ef ég skrifaði smásögu eða skáld- sögu, sem vit væri i, hvert væri þá bezt að senda hana til að koma henni á framfæri. Sólveig. P.S. Heimilis-Timinn er eina blaðið sem ég les reglulega. Bréfaskóli StS og ASt er eini bréfa- skólinn i landinu og hann er að Suður- landsbraut 32. Þar eru ekki á námskrá málnotkun eða ritgerðarsmið, heldur aðeins málfræði, bragfræði og réttrit- un. Hins vegar þykir mér rétt að benda þér á að það hafa komið út bækur m .a. eftir Baldur Ragnarsson um málnotk- un og ritgerðarsmið, sem þú ættir að geta orðið þér úti um i gegn um næstu bókaverzlun. Um smásögur get ég i fljótu bragði bent þér á timarit eins og Samvinnuna og Timarit Máls og Menningar og svo timaritið Lystræningjann, ef þú ert með framúrstefnusögu. Varðandi skáldsöguna er það að segja, að þá er vart um annað að ræða en senda hana einhverjum útgefanda og bendi ég þér til dæmis á Helgafell, Iðunni, Mál og menningu og Almenna bókafélagið. Kæri Alvitur Ég lýk stúdentaprófi i vor og er svolitið að velta þvi fyrir mér, hvað ég eigi að gera að þvi loknu. Mér hefur stundum dottið blaðamennska i hug og hvað á ég nú að gera, ef hún veröur ofan á? Laugvetningur Blaðamennska er enn sem komið er ekki kennd hér á landi, þótt vonir standi til að ekki liði mjög langur timi þar til slik kennsla verður tekin upp i Háskóla Islands. Á meðan er um tvo kosti að velja. Að fara strax utan og iæra blaðamennsku t.d. á Norðurlöndunum, I Englandi eða i Bandarikju num og svo hitt að réyna að fá vinnu á einhverju blaöi til að kynnast starfinu. bá getur þú, ef þú ert heppinn, gert þér betur grein fyrir þvi, hvort þú vilt sigla til frekara náms eða biða þess að Háskólinn hérna taki upp slika kennslu. Persónulegamæli ég með þvi að þú reynir slðari kostinn fyrst, jafnvel þótt hann kosti það, að þú verð- ir að biða um sinn eftir þvi að komast i starfið. Hæ Alvitur! Mig iangar að spyrja þig nokkurra spurninga: 1. Hvernig eiga saman meyjarstrák- ur og vogarstelpa? 2. Hvaða merki á bezt við Vogina? 3. Hver eru happalitur og tala vog- arinnar? 4. Fer illa með neglurnar að lakka þær? , Og að lokuni: Hvernig er skriftin og hvað lest þú úr henni? Lena Kristinsdóttir Miklagarði Saurbæjarhreppi Eyjafiröi Þau fræði, sem ég hef undir höndum. mæla eindregið með fólki úr Vatnsber- anum eða Tvlburamerkinu fyrir þig. Sömuleiðis þykja mér þau ekki spá vel fyrir Meyju og Vog. Þeir, sem eru i Vogarmerkinu, hafa óvenju fjölbreytt úrval happalita, en tilteknir eru: grænn, blár og brúnn. Beztu tölurnar eru 3 og 6. Það fer ekki illa með neglurnar að lakka þær, svo framarlega sem hrein- lætis og snyrtimennsku er gætt. Skriftin er góð og bendir til þess að þú sért vingjarnleg I þér, vitir vel, hvað þú vilt, en svolitið meiri harka við sjálfa þig ætti ekki að saka. Meðal efnis í þessu blaði: bls. Þórður skáld á Strjúgi .................4 Poppkorn................................7 Kvennaf lugsveitin hans Amins...........8 Timburmannahnútur.......................9 Það sem ástföngnu fólki dettur í hug ..10 Kónguióamaðurinn.......................14 Smásaaan............................ .15 Börnin teikna........................í opnu Þjóðarstoltið bjargaði þeim................26 ' Ríkasta kona heims í biðsal dauðans.....28 Brandarasiðan...........................29 Framhaldssagan..........................32 Prúðuleikararnir........................35 Furður náttúrunnar......................38

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.