Heimilistíminn - 14.04.1977, Blaðsíða 15
Jónsmessu-
nætur-
draumur
Ég var með siöasta afkvæmi Melissu i
fanginu og á leiöinni þangað sem ég hafði
lagt bilnum. Melissa elti handan viö
limgerðið og baulaði eins hátt og hún gat.
Bústofninn okkar er 33 kýr og ekki bar á
öðru en þær hefðu allar dágöðan skammt
af heilbrigðri skynsemi — nema Melissa.
1 dag hafði hún beinllnis stýrt viku-
gömlum káflinum sinum ofan i djúpan
poll, sem hún stökk sjálf léttilega yfir.
Veslingurinn litli sökk á kaf og ég átti i
erfiðleikum með að ná honum upp. Þið
getið imyndað ykkur, hvernig ég leit út á
eftir.
Mér leið eins og frummanni, þarna sem
ég gekk eftir stignum, en þegar ég kom
fyrir seinustu beygjuna, sá ég það. Við
hliðina á bilnum minum stóð skinandi
hvitur húsvagn með litlum, rauðum
sportbil fyrir. I bilnum sátu tvær stúlkur
og grúfðu sig yfir kort.
Ég stóð drjúga stund og virti þær fyrir
mér, en einmitt þá kaus Melissa að baula
hátt og snjallt. Báðar stúlkurnar sneru
sér snöggt við — önnur með höfuðklút og
stór sólgleraugu, en hin með dökkt,
hrokkið óstýrilátt hár. Sú hrokkna brosti
ljómandi brosi til min.
— Góðan daginn, herra minn, það er
svei mér heppilegt að hitta einhvern. Við
erum að leita að næsta tjaldstæöi.
Geturðu hjálpaö okkur? Fransþi
hreimurinn hennar kafnaöi I öðru háværu
bauli Melissu.
Ég get fullvissað ykkur um að það er
ekki auðvelt að halda uppi samræðum,
þegar óþolinmóö kú baular i grið og erg.
Þessvegna teymdi égMelissu að hæfilega
stóru gati i limgerðinu til að hún gæti
fullvissað sig um að yndi hennar og eftir-
læti væri heilt á húfi hjá mér.
Meðan ég var aö þvi, sá ég ýmislegt,
sem ég hafði ekki tekið eftir I fyrstu. Það
var f ranskt skrásetningarnúmer á bilnum
og hrokkinhæröa stúlkan haföi það
fallegasta nef sem ég hafði nokkurn tima
séð.
Hin stúlkan var með stór, blá augu og
augnahárin voru að minnsta kosti jafn
löng og á Melissu. Hún hafði tekið niður
sólgleraugun og kom nú til min.
— Ó, sjáðu, Louise, lftill kálfur! Hún
leit spyrjandi á mig. — Er hann meiddur?
— Nei, bara óhreinn, þvi hann datt i
leðjupoll, svaraði ég rólegur og horföi á
hina stúlkuna.
— Þið megið gjarnan setjast að á slett-
unni á bak við bæinn, því það er talsvert
langt á næsta tjaldstæði, sagði ég.
— Kærar þakkir, það var fallegt af
yður, sagði Louise, sem ennþá sat I biln-
um. — Sjáðu til, okkur Chantal langaöi
svo tii að halda upp á Jónsmessunótt úti i
sveit, svo þetta verður aðeins einnar
nætur gisting.
Ég kinkaði kolli og komst að raun um
að mér geöjaðist vel að nafninu Chantal,
þó að ég heföi aldrei heyrt það áöur. Ég
sýndi þeim flötina og þær komu sér strax
fyrir þar. Siðan buðu þær mér upp á
indælis franskt kaffi I skugga gömlu
eikarinnar, sem er stolt býlisins.
Dásamlegur staður, sagði Chantal og
rétti mér sykurinn. — Það var fallegt at
þér að lofa okkur að vera hérna. Hvað
heitirðu?
Einmitt þá óskaði ég þess að ég hefði
nafn, sem væri eitthvað i likingu við
Chantal og sem hún gæti dáðst aö.
— John Smith, sagði ég og fékk um leið
hugdettu. — En vinir minir kalla mig
Sean.
— Sean? endurtók Chantal og brosti
viðurkenningarbrosi. — Og hvað hefurðu
svo fyrir stafni, þegar þú ert ekki að
bjarga litlum kálfum úr pollum? spurði
hún.
— 1 hreinskilni sagt, þá hef ég enga at-
vinnu ennþá, en ég vonast til að verða
dýralæknir einn góðan veðurdag. Louise
var vist ekki mjög góð i ensku og horfði á
mig skilningssljóum augum. Chantal
túlkaði.
— Nú, en þá erum við öll i þvi sama,
sagði Louise og ljómaði öll. — Chantal er
nefnilega lyfjatæknir og ég er sjúkraliði.
Við störfum á sjúkrahúsinu i Chartres.
Hefurðu komið þangað, Sean?
— Nei, en ég hef heyrt og lesiö um
dómkirkjuna þar. Þiðhafiö svei mér ekið
langa leið. Skiptist þið á um að aka?
Stúlkurnar horfði vandræðalegar hvor á
aðra og Chantal stóö upp og gekk aö hús-
vagninum. — Ég ætla að þvo mér um
hárið, tilkynnti hún.
Ég tók þetta sem tilmæli og stóð upp. —
Það erregnvatnitunnuá bak við hlöðuna,
sagði ég og tók á öllu minu til að segja það
sem mér var efst f huga: — Það er hlöðu-
ball i þorpinu i kvöld. Langar ykkur til að
koma? Ég fer með vini minum sem
starf^r hér á bænum i sumar. Hann heitir
Alastair og er i landbúnaðarskólanum.
Stúlkurnar skiptust á þýðingarmiklu
stúlkurnar tvær voru þær fegurstu, sem ég
minntist þess að hafa séð. En það er ekki gott að
halda uppi samræðum, þegar maður er
með spriklandi kálf í fanginu......
15