Heimilistíminn - 14.04.1977, Blaðsíða 25

Heimilistíminn - 14.04.1977, Blaðsíða 25
vonlaust að halda leitinni áfram. ,,Já, það var við þessu að búast”, sagði amma, — ,,og fáið ykkur nú matarbita, þið hljótið að vera orðnir svangir ... Björninn er vafalaust kominn langt i burtu, og svo farið þið að leita að kindunum snemma i fyrramálið. ,,Við förum að leita þeirra strax i dag”, sagði Jón gamli ákveðinn. ,,Nei, það ættuð þið ekki að gera,” sagði amma, með steikarpönnuna i hendinni.....Þið hljótið að vera orðnir þreyttir og þurfið að hvila ykkur fyrst”. ,,Við förum að leita strax i dag,” endurtók Jón gamli og tuggði svo ákaft, að skeggið var á fleygiferð. Pabbi og óli litu hvor til annars. Ferðin hafði verið erfið upp eftir, i þessum mikla hita, og þeir hefðu helzt kosið að hvila sig, það sem eftir var dagsins, og leggja af stað i leitina snemma morguninn eftir. En þeim þótti ekki gott að þurfa að andæmla gamla manninum. Þeir voru báðir vanir að hlýða honum alveg frá því að þeir voru litlir strákar. Og i rauninni hafði hann alveg rétt fyrir sér. Sólin var enn hátt á lofti og því marg- ar klukkustundir, þangað til dimma tæki. ,, Já, þegar við höfum allir lokið við að borða og hvilt okkur inni nokkra stund, getum við sem bezt leitað á einhverju ákveðnu svæði hér í grendinni, til dæmis i Bláfjöllum.” ,,Þær eru i Gæsaverum,” bagðí Jón gamili... „Við förum þangað”. Pabbi og Óli litu aftur hvor til annars. Það var miklu lengri leið i Gæsaver. En fyrst Jón gamli sagði, að kindurnar mundu vera þar, hafði hann sennilega á réttu að standa, — þeir höfðu oft reynt fyrr, hve getspeki hans var fá- gæt og furðuleg. Og þrek og þol þessa gamla manns var lika harla ótrúlegt. „Jæja, fyrst þú leggur áherzlu á það, Jón”, sagði pabbi, „þá gerum við það.. Og þökk fyrir matinn, og verði ykkur að góðu!” Þvi næst lögðu karlmennirnir sig út af, sinn i hverja koju, breiddu jakkana yfir andlitið og sofnuðu samstundis. Og innan skamms hrutu þeir allri, hver á sinn sérstæða hátt, svo að likja mátti við hljómleika, — að sjálfsögðu harla einkennilega hljómleika. Hláturinn sauð niðri i strákunum, og þeir áttu mjög erfitt mað að stilla sig um að skelli- hlæja. En amma þaggaði ákveðið niður í þeim og sagði, að karlmennirnir hefðu mikla þörf fyrir þessa hvild, áður en þeir legðu af stað i leitina. Síðan bjó amma út nestisbita handa þeim öll- um og tók hljóðlega til eftir máltiðina. Og þeg- ar þeir vöknuðu, eftir að hafa sofið um það bil hálfa klukkustund, fengu þeir sér kaffisopa, tóku malpoka sina og lögðu af stað. „Mér þykir vænt um, að ég er ekki karlmað ur,” sagði amma og hristi höfuðið, — „ég hefði ekki haft þrek til að fara þessa ferð núna.” ,, Jú, amma min, þú hefðir áreiðanlega getað það, ef þú værir karlmaður,” sagði Tóti hlæj- andi. „Þú ert nú meiri karlinn, Tóti minn,” sagði amma hlæjandi og danglaði i hann með upp- þvottarýjunni. Nokkru seinna fóru þau öll út til að gá að gangnamönnunum. Tóti og Jón litli höfðu orðið fyrir töluverðum vonbrigðum vegna þess, að þeir fengu ekki að fara með i göngurnar. En amma hafði krafizt þess, að þeir yrðu eftir hjá henni. „Ég þarf nokkra karlmenn til að gæta min, fyrst björninn er að þvælast hér á þessum slóð- um,” hafði hún sagt. og i rauninni var það ekki nema eðlilegt og sanngjarnt. Nú gekk hún inn fyrir hornið á selkofandum, setti hendurnar sitt hvoru megin við munninn og kallaði til kindanna á sinn sérstaka hátt, eins og hún var svo oft vön að gera. Og ef þær heyrðu, tóku þær jafnan undir, og hlýddu þessu kæra kalli frá ömmu. En i þetta sinn kom ekkert svar, enda mun amma tæpast hafa búizt við þvi. „Ég vona bara, að karlmennirnir verði heppnari,” sagði hún svo eftir nokkra stund. „Hvað skyldu þeir annars vera komnir langt?” Þau settu öll hönd yfir augu og horfðu með athygli. Jú, þarna voru þeir, og komnír alllángt ínn á heiðina. Jón gamli var fremstur meira aö segja töluvert á undan, eins og geta má nærri. Hann var næstum ótrúlega mikill og þolinn göngumaður, svo litill og lágvaxinn sem hann var, og áttu flestir erfitt með að fylgja honum eftir. „Það er meiri ferðin á gamla manninum,” sagði amma brosandi. „Já, þeir eru fist fáir, sem geta fylgt honum eftir,” sagði Jón litli... „Sumir segja, að stein- arnir viki úr vegi fyrir honum. Og aðrir halda þvi fram, að afi fái vængi og fljúgi eins og fugl, þegar hann er kominn upp til fjalla.” „Þetta er bara bull og vitleysa,” sagði Tóti. „Það eru hvergi til menn, sem hafa vængi, og steinarnir geta ekki hreyft sig”. 25

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.