Heimilistíminn - 14.04.1977, Síða 33

Heimilistíminn - 14.04.1977, Síða 33
Mary hafði á tilfinningunni, að hann hrósaði happi með sjálfum sér. — Nei, það var ég sem ók, greip hún hvasst fram i.— Ég ek of t, þegar Woolf er þreyttur. — Ó, ég skil, sagði hann. — Svo þér ókuð, ungf rú Stone? Mjög þægilegt fyrir Woolf, ef ég má segja svo. Ég á við, ef einhver vandræði skyldu verða. Frambjóðendur verða að vera afar varkárir. Hún kafroðnaði. Hún var þakklát fyrir myrkrið. Það hafði verið óljós hótun í rödd Herrons. Hún var fegin að David hafði ekki heyrt orðaskipti þeirra. Hann hjá Ipaði lögregluþjóninum að lyfta meðvit- undarlausum manninum inn í bílinn. Brátt voru báðir bílarnir á leið til sjúkrahússins. Þegar þangað var komið, biðu David og Mary i bið- stofunni, meðan læknirinn rannsakaði manninn. Klukkan tifaði hátt á veggnum og Mary veitti þvi athygli, að hún var farin að ganga fimm. Davia gat ekki setið lengi kyrr. Hann gekk um gólf með hendur í vösum. Dapurlegur svipur var á laglegu andliti hans. — Mér líkar þetta ekki, sagði hann. — Ég vildi óska að ég hef ði ekki leyf t þér að seg ja ósatt, Mary. Segjum svo, aðeitthvaðalvarlegt komi út úr þessu? — Eg er viss um að það verður ekki, f lýtti hún sér að segja. — Og þó svo yrði, er þá ekki betra úndir þeim kringumstæðum, að ég hafi ekið? — Auðvitað ekki! svaraði hann hvasst. — Almáttugur, þvílikt fífl, sem ég hef verið! — Alls ekki, svaraði hún álíka hvasst. — Þetta var það eina, sem hægt var að gera. Þú tapar þá að minnsta kosti ekki kosningunum vegna þess eins að þú ókst niður mann á hjóli. Þetta var ekki okkar sök, hann kom beint inn á veginn af hliðarvegi og hafði ekki einu sinni Ijós. Það hefði enginn komizt hjá því að aka á hann. — Það er ekki það, sagði hann gramur — Það er þessi bannsett tilfinning að ég sé að fela mig bak við kvenpils. — Æ, láttu ekki svona, David! Ég hef ekki þá tilfinningu, og ég er þó einkaritari þinn. Hún fékk táríaugun.— Er mérekki borgaðfyriraðgreiða úr hlutunum fyrir þig? Er það ekki hluti af starfi minu að gera það sem ég get til að hjálpa þér að sigra i þessum kosningum? Oðru máli gegndi ef kringumstæður væru aðrar. Skilurðu ekki hvernig andstæðingar þinir hefðu getað notað sér málið? — Jú, ég geri mér grein fyrir því, viðurkenndi hann. — En mér geðjast ekki að því. Ég....... ég missti stjórn á sjálfum mér og þegar þú varst búin að segja að þú hef ðir ekið, vissi ég ekki hvað ég átti að gera. Þú skilur.... hann dró djúpt andann.... að það er mér mjög mikils virði að sigra i þessum kosningum. Það yrði ekki aðeins uppfylling allra vona minna, heldur....hann hikaði aftur.... heldur einnig von um dálítið annað.. — Ég veit það, sagði hún rólega. — Þú ert ást- fanginn af ungfrú Desmond. — Geturðu láð mér það? Það var blíða í augum hans. — Er hún ekki falleg? — Mjög falleg, viðurkenndi hún. Enn stóðu tárin í augum hennar, ef til vill vegna þess að hún var taugaspcnnt og óstyrk. Hann leit á hana og það kom áhyggjusvipur á andlit hans. — Hvað er að, Mary? Hvers vegna ertu að gráta? Þú ert þó ekki hrædd? Ef ég gæti. — Enga vitleysu, David. Hún reyndi að hlæja. — Ef ég er hrædd við eitthvað, þá er það, að þú gangir á bak orða þinna og segist haf a ekið sjálf ur. Hann kom til hennar, greip um hendur hennar og þrýsti þær fast. — Þú ert svo góður vinur, Mary. Þegar ég réð þig, grunaði mig ekki, hvað þú yrðir mér til mikillar hjálpar. Manstu, að það leið yf ir þig vegna þess að þú hafðir ekki borðað dögum saman? Hún brosti gegnum tárin. — Svo slæmt var það nú ekki, David. Þá kom læknirinn til að segja þeim, að maðurinn væri enn meðvitundarlaus. — En ég held að þetta sé ekkert alvarlegt, bætti hann við. — Aðeins lítilshátt- ar heilahristingur. Það er óþarfi að bíða lengur, hann gæfi orðið meðvitundarlaus tímum saman. Við höf um samband við yður snemma í fyrramálið. — Jæja. David leit á klukkuna. — Það er líka orð- ið framorðið. David ók Mary aftur til hótelsins. Rétt áður en hún skauzt inn, greip hann um hönd hennar. — Ég get ekki nógsamlega þakkað þér, sagði hann með undarlega loðinni röddu. — En ég gleymi þessu ekki, Mary. — Allt í lagi. Mér þykir bara vænt um að geta hjálpað, David. Svo hljóp hún inn. Hún lá lengi i rúminu án þess að reyna að sof na. það hafði svo margt gerzt. Hún hafði hitt Pearl aftur og hún rif jaði upp endurfundi þeirra i smá- afriðum. Einkennilegt að Pearl skyldi ekki hafa getið sér til um að hún væri systir hennar. Tunglskinið var orðið að dauf ri dagsbirtu, þegar hún loks sofnaði, og henni fannst hún varla hafa sofið nema eina mínútu, þegar þjónustustúlkan kom og færði henni morgunteið. — Það var erfitt að vekja yður, ungfrú. Mary brosti syf julega. — Var það? Já, ég sofnaði víst anzi seint, ég var á dansleik. — Ekki þó hjá Desmond-hjónunum? Stúlkan starði á hana stórum augum. — Það eru myndir þaðan i blöðunum í dag. Það hlýtur að hafa verið stórkostlega gaman. — Já, það var það, svaraði Mary. Hún settist upp við olnboga til að drekka teið. Síðan baðaði hún sig og klæddi og fór niður til að borða morgunverð. David hafði sagzt ætla að koma um hálf tíu leytið með eitthvað af bréfum handa henni að skrifa. Hann hafði tekið á leigu lítið herbergi á hótelinu fyrir skrifstofu. Hún sat við morgunverðarborðið og fór yfir forsíðu dagblaðs- ins, þegar rödd við hlið hennar sagði: — Góðan daginn, ungfrú Stone. Þér borðið morgunverð ein og það geri ég líka. Er ekki skynsamlegast að við ruglum saman reytum okk- ar? Auk þess.... Judson Freeman brosti um leið og hann settist óboðinn við borðið hjá henni.... auk þess hef ég ekki lokið við að innræta yður skoðanir mínar ennþá. Hún vissi að hann var að grínast, svo hún hló. _ — Það er timasóun hjá yður. Eins og ég sagði 33

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.