Heimilistíminn - 14.04.1977, Blaðsíða 5
Oft er i heimildum ruglaö saman kveö-
skap Þóröar á Strjúgi og Páls lögmanns
Vldalins, og er erfitt aö greina, hvaö er
eftir hvorn. Svo er oft meö lausavisur is-
lenzkar og er þaö vel og eykur hrif þeirra
og nautn þeirra er kunna aö njóta þeirra
og nema.
3
Þóröur skáld á Strjúgi var frumlegur i
kveöskap sinum og ljóörænn. Taliö er, aö
hann hafi fyrstur ort undir hringhendum
hætti, en þaö afbrigöi ferskeytlunnar varö
langvinsælast form hennar, og náöi
mestri hylli skálda, sérstaklega alþýöu-
skáldanna, og siöar þjóöskálda. Siguröur
Breiöbjörð og Þorsteinn Erlingsson geröu
hringhenduna aö islenzkasta listformi I
skáldskap þjóöarinnar, og eru margar
hringhendur þeirra meö þvi fegursta, er
ort hefur verið á islenzka tungu.
Skáldskapur Þóröar á Strjúgi, er um
margt algjör andstæöa þess skáldskapar,
ervaröveitzthefurfrá 16. öld.sökum ljóö-
rænnar mýktar og heillandi leikandi
kveöandi. Mál hans er ómengaö alþýöu-
mál, fellt i stuöla og höfuöstafi af mikilli
smekkvisi og kynngi, — og þó langtum
fremst seiðandi töfrum eins og bezt getur
oröiö i kveöskap. Hann er andstæöa
margra skálda siöaskiptaaldarinnar, sér-
staklega sálmaskáldanna, sem mörg voru
klúöursleg og notuöu útlend orö af litilli
kunnáttu og smekkvisi.
Þóröur á Strjúgi orti nokkra timur og
eruþær velkveönar. Hann orti Fjósarimu
og er þaö skoprima, I svipuöum anda og
Skiöaríma. Hann kennir fræga kappa for-
tiðarinnar viö fjós á spaugilegan hátt. Þar
segir:
Þórður hreöa þegna vo
þessi bjó á Ósi,
breytti aldrei bóndinn svo,
aö berja menn I fjósi.
Karlamagnús keisari dýr
kenndi trúna hreina,
aldrei hann fyrir aftan kýr
orustu háöi neina.
Rollant hjá meö Dýrumdal,
drjúgum vakti hildi,
bardaga 1 baulusal
byrja aldrei vildi.
Varðveittar eru eftir Þórö á Strjúgi Roll-
antsrimur og Valdimarssrimur, og ef til
vill fleiri. Sagt er, aö þegar Þóröur orti
Rollantsrimur hafi hann veriö kominn á
efri ár, og hafi veriö oröið veikur. Dóttir
hans Rannveig tók sig til og orti sextándu
rimuna. Þegar faöir hennar kom aftur á
fætur varö hann var þess, og þótti riman
vel ort. Hann reiddist henni og sló hana
utanundir.
Til er eftir Þórð skáld tóustefna, og
minnir mjög á kraftakveöskap, en þaö
var talsvert algengt fyrr á öldum, aö
skáld stefndu tóunni og þaö gjarnan í ljóö-
um, þegar hún haföi ráöizt á fé þeirra.
Frægasta dæmiö um sllkt er um Hallgrfm
prest Pétursson i Saurbæ á Hvalfjaröar-
strönd.
Þóröur á Strjúgi liföi á erfiöum timum í
sögu lands og þjóöar. Um hans daga
breyttist veðurfar mjög til hins verra,
varö kaldara og snjóar uröu þyngri um
vetur. Þetta hafði geigvænlegan vanda I
för meö sér fyrir fátækari bændur lands-
ins og fóru margir þeirra á vergang.
Þetta hefur aö sjálfsögöu mótaö lifsviö-
horf Þóröar. Hann horti aldarhátt, sem er
vel ortur. Þar er þetta stef í:
Reyndar veröur stutt stund
aö standa náir tsland.
4
Eitt sinn var Þóröur á Strjúgi á feröa-
lagisuöur I Borgarfiröi Hann gisti I Reyk-
holti hjá séra Jóni Einarssyni presti þar
og konu hans, Guöriöi Siguröardóttur.
Dóttir prestskonunnar geröi spé aö Þóröi
og varö hann var viö þaö. Hann orti um
hana visu i heift, og baö, aö hún skyldi
aldrei þrifast I Borgarfirði. Þegar prestur
og kona hans fregnuöu, hvaö gerzt haföi,
báöu þau Þórö aö taka aftur ákvæöi vfs-
unnar eða yrkja eitthvaö til bóta fyrir
stúlkuna. En hann kvaöst ekki geta gert
þaö. En ráölagöi þeim, aö hún flyttist I
fjarlægt héraö og festi þar ráö sitt. Svo
varö.
Um daga Þóröar á Strjúgi sóttu Lang-
dælir kaupstað til Höfðakaupstaðar, og
var þaö auövitaö langur og erfiöur kaup-
staðarvegur. Eitt sinn var Þóröur skáld
staddur þar i búö kaupmanns, og varö
þess var aö vegiö var af honum, en hann
gat ekki hent reiöur á þaö til leiöréttingar.
Hann sneri sér þá aö kaupmanni og
mælti: „Geföu mér 1 staupiö úr ámunni
þarna.” Kaupmaöur mælti: „Fjandinn
hafi þann dropann, sem i henni er."
Þá kvaö Þóröur og varð þar ákvæöi af
ljóöum hans:
„Krefst ég þess af þér,
sem kaupmaöur gaf þér, kölski og fjandi,
i ámuna faröu óstöðvandi,
og af henni hrintu hverju bandi.”
Sprakk þá áman, og innihald hennar
flaut niöur á búöargólfiö og varö engum
að notum. Þóröur gekk út viö svo búiö.
Þegar hann kom út sá hann aö skip lá al-
búiö á höfninni. Hann var I heiftarhug og
kvaö:
„Kristur minn fyrir kraftinn þinn,
kóngur himins frægi:
gefðu þann vind á græöishind,
að gangi allt úr lagi.”
Sumir segja, aö Þóröur hafi þegar iör-
ast oröa sinna og ummæla ljóösins, og
viljaö gera úrbót:
„Kristur minn fyrir kraftinn þinn,
kóngur himins og láða:
geföu þann vind á græöishind, að gott sé
viö að ráöa.”
En veöriö gekk á ekki aö siöur. Þá er
mælt, aö Þóröur hafi mælt: „Sliks var
von, þvi ekki gat ég beöiö þeim dönsku
hundum góös meö eins heitum huga, og ég
biö þeim iils.”
En ekki er sagan öll. Þóröur lenti sjálf-
ur I illviðrinu á heimleiö. Hann var rið-
andi og var vinnumaöur hans með honum.
Var illfært vegna veöurs, og tók fylgdar-
maöur Þóröar aö kvarta og taldi þá vera í
bráöri lifshættu. Þá kvaö Þórður:
Þó slipist hestur og slitni gjörö,
sléttunum ekki kviddu.
Hugsaðu hvorki um himin né jörö,
en haltu þér fast og riddu.
Vinnumaöurinn talaöi ekki meira um
veöriö og héldu þeir áfram og náöu heim
farsællega. Þaö skal tekiö fram, aö sum-
staöar er þessi visa eignuö Páli lögmanni
Vidalin.
1 þessum kraftavisum Þóröar á Stjúgi,
koma greinilega fram höfuöeinkenni f
álaga- og kraftakveöskaparins. Krafta-
skáldin sneru sér ekki beint til kölska,
nema þá af ástæöu, eins og I visunni um
ámuna, þar sem kauprhaöurinn haföi
beinilnis gefiö honum viniö. Þau sneru sér
beint gil guödómsons til fulltingis eins og i
heitiri bæn. Þau settu þvi ekki sáluhjálp
slna i hættu eins, og þeir, sem frömdu
galdur. Þessi skil koma greinilega fram I
Islenzkum kraftavisnakveöskap eftir
siöaskiptin.
5
Þóröurskáldá Strjúgi notaöi náðargáfú
sina, kraftaskáldskapinn, til fremur
meinlausra verka. En þó eru undantekn-
ingar frá þvi. Hann lenti i óvináttu viö
annaö kraftaskáld, Hall Magnússon frá
Reykjum i Tungusveit, er oft var nefndur
Rimna-Hallur, skáldgottog dreglumaöur
mikill. Hallur var af þekktum ættum.
Móöir hans var Sigrlður dóttir Akra
Grims lögmanns Jónssonar.
Þaö er vitaö aö sannferöugum heimild-
um, aö þeir kváöust á Þóröur og Hallur
með þeim árangri, aö Þóröur kvaö auönu-
leysi á Hall, en Hallur holdsveiki á Þórö.
Þórður gat kveöiö hoidsveikina af sér
hálfum, en lengra komst hann ekki. Talið
er, aö hann hafi dáiö úr þessari veiki.
Heimildin fyrir þessu er I riti séra Guö-
mundar prests Einarssonar á Staöastaö á
Olduhrygg i riti hans, er hann ritaöi um
galdur og ber þetta furöulega nafn: „Litil
hugrás yfir svik og vélræöi djöfulsins,
sem stundum gengur réttur, stundum
hlykkjóttur til aö spilla mannkynsins
sáluhjálp”. Þar segir prestur meöal ann-
ars: „Hver auönuleysi Halls Magnúson-
ar norölenzka og vanheilsa Þóröar á
Strjúgi tilbúiö hafi, þaö birtist þá Kristur
5