Heimilistíminn - 14.04.1977, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 14.04.1977, Blaðsíða 17
Hún gekk upp til mín, spyrjandi en þó kimileit á svip. — Jæja, sérðu nokkurn mun? — Já, þú hefur strax lagast mikiö svar- aði ég glettnislega og hugsaði með mér að það yrði erfitt að gera hana fallegri en hún þegar var. Ég stóö upp og kyssti hana varlega á vangann. Þegar við komum aftur að vagninum, var Louise búin að leggja á borð indælan morgunverð og franskt kaffi. Stuttu siðar birtist Alastair lika og við áttum saman skemmtilega morgunstund. Þrátt fyrir það var ég svolitið dapur innra með mér, þvi ég vissi, að brátttæki þetta allt enda... Ég stakk upp á að þær yrðu nokkra daga til viðbótar, þar sem veðrið væri svona gott. — Þakka þér fyrir, svaraði Louise, — en við erum búnar að kaupa miða i ferjuna til baka. Chantal var þögul og rétti Alastair ávaxtamaukið. Við hjálpuðum stúlkunum að ganga frá og þegar kveðjustundin rann upp, greip ég um hönd Chantal og sagði: — Vertu sæl, Chantal ég vona, að við sjáumst ein- hverntima aftur. Hún brosti og deplaöi augunum nokkrum sinnum með Melissu- augnahárunum sinum og sagði hægt: — Vertu sæll. Siðan settist hún inn i bílinn. Siðar um daginn var ég næstum búinn að sannfæra sjálfan migum að þetta hefði allt verið draumur. Ef bara Alastair væri ekki alltaf að blaðra þetta: — Já, þetta var stórkostlegt kvöld. Fallegar stelpur! Leitt að þær skyldu verða að fara strax. Mig hefði langað til að fara með Louise i klúbbinn i kvöld... Og þannig héit hann á- fram. — Hættu þessu, sagði ég úrillur, fór út og settist á jörðina þar sem kýrnar voru á beit. Ég sat þarna og horfði á þær með öðru augana og hugsaöi með þrá til Chantal. Skyndilega fann ég eitthvað mjúkt snerta á mér hnakkann og hrökk upp viö hátt baul. Þarna var Melissa komin og vildi vekja á sér athygli. — Halló, Sean heyrði ég allt i einu kunn- uga rödd segja. Auðvitað hélt ég að mig væri að dreyma, þvi fyrir aftan mig stóð Chantal með stóru sólgleraugun, sem földu Melissu-augnahárin. Ég leit snöggt i kring um mig i leit að Louise og bílnum. — Nei, Louise er um borö i ferjunni, út- skýrði Chantal. Hún setti mig úr i York og ég tók vagninn hingað. Sjáðu til, ég á eftir tvo fridaga og þú sagðir... Hún var fljót- mælt og leit óörugg á mig. — Ég ætla að búa hjá frú Graham i þorpinu, þar fékk ég nótalegt herbergi með útsýni yfir garð- inn... Ég hlustaði af athygli, en gat ekki gert mér grein fyrir á hvern hátt hún hefði breytzt siðan seinast. Ég starði og hlust- aði. Smátt og smátt rann það upp fyrir mér. Franski hreimurinn var horfinn! — Þú ertekkifrönsk, sagði ég ákveðinn. Hún kafroðnaði og leit niður. — Þaö var greinilega bara grin. i fyrstu höfðum við gaman af þvi. Louise sagöi að það yrði meir tekið eftir okkur, ef ég léti sem ég væri frönsk — og það reyndist rétt hjá henni. — Ég þori að veðja, að þú heitir Maggie eða Liz? Hún leit á mig. — Nei, ég heiti það ekki. Ég heiti Chantal i höfuöið á franskri frænku minni. Hún á heima i Chartres og ég heimsæki hana stundum. Þannig kynntist ég Louise. Ég horfði rannsakandi á hana og leið mun betur. — Segðu mér, komstu hingað aftur til að segja mér þetta? — Já, ég vildi ekki skilja við þig á fölsk- um forsendum. Og Louise sagöist vera viss um að þú... þú sagðir lika að þú vonaðir... Ég fór að vorkenna henni og mundi þá að eiginlega þurfti ég lika að gera játn- ingu. — Heyrðu Chantal, ég er alls ekki kallaðurSean. Égfannþaðbara upp til aö hafa einhver áhrif á þig. Við horfðum á hvort annað og brostum að kjánaskap okkar. — Eigum við að ganga svolftið? spurði ég og benti i átt að tjörninni. Orð voru óþörf. Húnkinkaðikolliogbrostiog hönd i hönd gengum viö af staö út i sólskinið... 17

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.