Heimilistíminn - 14.04.1977, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 14.04.1977, Blaðsíða 10
Það sem ástföngnu fólki getur dottið í hug! Renata og ástin. Renáta Fideke var 18 ára og ástfangin. Hun haf&i ekki séft itölsku astina sina i nærri heilan mánuö. Þess vegna var það aö einn góðan veðurdag veifaöi hiin i leigubll i heimaborg sinni, Hamborg og sagði við bilstjórann eins og ekkert væri sjálfsagðara: — Aktu mér til Capri! Bilstjórinn deplaði augunum nokkrum sinnum, yppti siðan öxlum og svaraði: — Já, hvers vegna ekki það? Hann gerði það lika, en þrátt fyrir allt, erdálitið langtfrá Hamborg tilCapri, svo ferðin tók tvo daga. Þegar bilstjórinn stöðvaöi bilinn viö Catellammare di Stabia, þaðan sem ferj- anferyfir tilCapri, gatRenata ekki greitt þær80 þúsund kfonur, sem billinn kostaði. Bilstjórinn fór þvi með hana á næstu lög- reglustöð, þar sem hún og ástin hennar uröu aö ábyrgjast greiösluna i áföngum. Það hlýtur aö vera öruggt merki um ást, þegargripið er til slikra örþrifaráða, aðeins til að sjá elskuna sina. Victoria og Pascal. Hvað tekur maöur til bragðs, þegar maður á enga peninga og stúlkan, sem maöur elskar er að minnsta kosti 250 mfl- ur iburtu? Þá getur maöur fyllst örvænt- ingu eins og Pascal Vildieu. Hann átti heima I Casablanca i Marokko og varð ástfanginn af Victoriu Zinny, sem var i sumarleyfi frá Italiu. Pascal varöákaflega óhamingjusamur, þegar hún fór aftur heim til Rómar. Þau bjuggust ekki viö að hittast framar, þar sem hvorugt þeirra var sérstaklega vel stætt fjárhagslega. En hann lofaöi henni einu: — Við skiljum ekki lengi — mér tekst einhvernveginn að komast til Róm- ar bráðlega — hvernig svo sem ég fer að þvi! Honum tókst það.... hann tók ferju til Spánar, en þar brá hann undir sig betri fætinum og gekk til Italiu! Yfir Spán, yfir Pyreneafjöllin til Lyon, yfir Alpana, gegnum Sviss og niöur til italiu. 1 Róm gengu þau Victoria siðan i heilagt hjóna- band! Umhverfis jörðina Gift kona getur lika fundið upp á ótrú- legustu hlutum fyrir ástina! Fyrir nokkrum árum gerðist þaö, að brezk hjón yrðu að skilja um tima. Þau höföu flutzt til Astraliu og búið þar hin ánægöustu i nokkur ár. En dag einn hvarf eiginmaðurinn rétt si sona, þegar hann sagðist þurfa að skreppa i bankann. Eiginkonan vissi að hann var hugfanginn af öllu sem viö kom Búddisma, en hún ákvað aö „bjarga” honum frá þvi að fórna öllu fyrir trúna. Með aðstoð skipafélags eins tókst henni að hafa uppi á honum á Ceylon. Sjálf varðhún að vinna sem aðstoðarupp- vaskari til aö komast þangað. Þegar hún kom til Ceylon, var fuglinn floginn — áfram til Madras. Frúin seldi skartgripi sina og ritvélina til aö komast lengra. Þegar hún kom til Madras, var eiginmaö- urinn rétt farinn áleiðis til Norður- Indlands. Þaðan lá svo leiðin til London. ILondonnáðifrúinloksmanni sinum og tókst aö sannfæra hann um að það væri hjá henni, sem hann ætti heima og hvergi annarsstaðar! Vogun vinnur... Oft þarf annar aðilinn að færa tilþrifa- miklar fórnir til aö sannfæra hinn um að ekkert annað komi til greina, en að úr þeim tveimur verði par. Fögur, frönsk kona, sem átti ótal aðdáendur, sagöi dag nokkurn einum þeirra að hún neyddist til að giftastrikum manni, þar sem hún væri svo dýr I rekstri. — Eg á aöeins 1000 franka, svaraði hann — en ég legg þá hér með að fótum þinum! — Mérþykir þaö leitt.svaraðihún, — en þetta hrekkur varla fyrir mánaðarút- gjöldum minum. Þá greip hann pening- ana upp úr gólfinu — gekk að arninum — og fleygði seðlunum beint I eldinn! Akaf- lega hrærð svaraöi konutetrið samt sem áður játandi og þau giftu sig viku siöar.... En allar fórnir hafa ekki jafn góö áhrif... Hvaða máli skipta peningar? Enrico Locatelli, erfingi að stóru, itölsku bilavarahlutafyrirtæki, bar upp bónorð til elskunnar sinnar, Sylvano Comiti. En hún svaraði: — Auðæfi þin munu alltaf standa á milliokkar! Um leiö og við förum að rifast, þýturðu bara af staö og eyðir peningunum I aðrar konur! Til að sanna ást sina, ákvað Enrico aö losa sig viö alla peningana. Það reyndist ekki vandasamtí spilavitum Monte Carlo. Siðan bað hann Sylvano aftur, an þá svar- aöi hún: — Heimskinginn þinn. Viö getum ekki lifað á loftinu.... Nokkrum vikum siðar giftist hún kvikmyndaframleiðanda. Það getur verið erfitt að hugsa rökrétt, þegar maður er ástfanginn. Ástfangið fólk getur tekið upp á undarlegustu hlutum, til dæmis að fara í leigubíl frá Hamborg til Capri — án peninga Eða ganga! Frá Marokko til Rómar. 10

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.