Heimilistíminn - 14.04.1977, Blaðsíða 23
hefðu legið þarna i sólbaði, þegar amma stóð
allt i einu hjá þeim.
,,Nei, hvað sé ég!” kallaði amma brosandi
og skellti á lærið,... ,,liggja þá ekki þarna tveir
alsnaktir strákaangar!” „Gaztu búizt við
öðru amma, þegar við erum með öll fötin
þeirra?” sagði pabbi hlæjandi, en hann kom
rétt á eftir... „Er ekki bezt, að við fáum okkur
lika bað, eldri mennirnir?” bætti hann við.
,, Jú, ég er einmitt fús til þess”, svaraði Óli
faðir Jóns.
„Og ég lika!” kallaði Bárður litli. Hann hafði
gengið siðasta spölinn og var orðinn rennandi
sveittur. Fullorðna fólkið mundi ekki eftir að
hafa lifað svo heitan septemberdag.
„Hafið það bara eins og ykkur sýnist”, hrein
i Jóni gamla, sem hélt áfram, án þess að nema
staðar. Honum datt ekki i hug að framkvæma
þá fjarstæðu að fara i bað, þegar hann var i
göngum.....,Nei, maður fær sannarlega nógu
mikla bleytu á skrokkinn við það að sulla hér i
mýrunum”, tautaði hann gremjulega við sjálf-
an sig.
„Þá skulum við fara á undan, drengir min-
ir”, sagði amma. „Nú fer að styttast upp að
selinu, og ég er með nýbakaðar vöfflur i nestis-
kassanum”.
Tóti og Jón litli klæddu sig nú i flikur sinar.
Þegar amma minntist á nestið, urðu þeir allt í
einu ægilega svangir, og þeir hlökkuðu mikið
til að koma upp í selið. Jón gamli var þegar
kominn töluvert á undan. En þau höfðu ekki
farið langt, þegar þau sáu, að Jón gamli allt í
einu nam staðar og hafði í frammi ýmsa furðu-
lega tilburði. Hann var kominn að litlu lækjar-
dragi, var boginn i baki og góndi niður i jörð-
ina, eins og hann sæi eitthvað óvænt. Hundum
hélt hann föstum i bandi, en hann virtist vera
mjög órólegur.
„Hvað er hér eiginlega um að vera?” kallaði
amma, þegar hún kom til gamla mannsins”.
Ætlarðu kannski að fá þér bað lika Annars sýn-
ist mér, að það sé heldur litið vatn hér i þessu
lækjardragi”, bætti hún við gléttnislega.
Jón gamli svaraði ekki. Hann rétti aðeins
Jóni litla bandið, sem hundurinn var bundinn
við, beygði sig siðan og starði niður i rakan
sandinn. Og þannig stóð hann drjúga stund,
undrandi og annars hugar. Þeim hinum kom
strax i hug, að hann hefði komið auga á einhver
spor i sandinum, cn hvers konar spor það voru,
höfðu þau auðvitað enga hugmynd um, og þau
vildu ekki trufla gamla manninn, svo niður
sokkinn sem hann var i rannsóknarefni sitt.
Loksins rétti Jón gamli úr sér og starði inn
yfir heiðalöndin.
„Hvað sástu afi?”’ spurði Jón litli spenntur.
Gamli maðurinn tuggði ákaft og tautaði fyrir
munni sér:
„Björninn er að flækjast á þessum slóðum”.
Það varð grafarþögn um stund. Þau ætluðu
ekki að trúa sinum eigin eyrum.
Amma starði á Jón gamla, eins og hún væru
bergnumin.
„Ertu að segja okkur þetta i fullri alvöru?”
mælti hún lágt.
„Komdu hingað og sjáðu það sjálf”, svaraði
gamli maðurinn.
Drengirnir krupu á kné i lækjardraginu, með
hundinn á milli sin. Amma horfði yfir axlir
þeirra.
í fyrstu sáu þau ekkert annað en greinilegt
spor eftir annað stigvél Jóns gamla. En brátt
tók Jón litli eftir öðru spori, sem minna bar á,
rétt fyrir ofan, og benti á það.
Tóti kinkaði kolli, hann hafði líka veitt þvi at-
hygli. Þetta var langt og breitt spor, sem erfitt
var þó að greina i fljótu bragði, og við nánari
athygli mátti sjá móta fyrir löngum klóm.
Og þetta hafði ekki farið fram hjá gamla
manninum, þegar hann gekk þar um. Það
sýndi, að hann var glöggur i bezta lagi og
athyglin vel vakandi
„Hróflið ekki við sporunum, drengir minir”,
mælti gamli maðurinn ákveðinn — og dreng-
irnir færðu sig fjær.
„Hvað heldurðu að langt sé síðan björninn
var hér á ferð?” spurði amma lágt. Svo virtist
sem hún óttaðist, að björninn gæti komið út úr
einhverjum runnanum hvenær sem væri.
„Hann hefur reikað hér um snemma i dag”,
svaraði gamli maðurinn.
„ó, hamingjan góða! Þá getur hann ekki
verið langt i burtu”, hvislaði amma óttasleg-
in...„ Og hvernig heldurðu að fari með kind-
urnar okkar?”
Tóti var einmitt að hugsa lika um kindurnar.
Hvar skyldu þær nú vera? Og hvernig skyldi
Góu litlu liða? Hann hafði ekkert hugsað um
lambið, siðan hann var niðri i sveit. Hann hafði
verið með allan hugann hjá Lillu. Og nú varð
hann allt i einu svo hræddur, að það var sem
honum rynni kalt vatn milli skinns og hörunds,
og honum fannst, að hann ætti verulega sök á
- þvi ef eitthvert óhapp kæmi fyrir lambið hans.
23