Heimilistíminn - 14.04.1977, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 14.04.1977, Blaðsíða 4
Sögur i og sagnir Jón Gíslason: ÞÓRÐUR SKÁLD Á STRJÚGI 1 Ákvæöa- og nlöskáldskapur er þekktur af fornum sögum islenzkum. Frægasta dæmiö um nlöskáldskap fyrri tlma, er jarlsnfö Þorleifs jarlaskálds, en hann ortiþaö I höll Hákonar blótjarls á Hlööum i Þrándheimi. Geröi skáldiö allmikinn usla meö kveöskap sinum og sjónhverf- ingum, þvi galdur fylgdi kveöskapnum. Grimur Thomsen skáld á Bessastööum orti snjallt og fagurt kvæöi er hann nefndi Jarlsniö, og endurvakti þannig foma erfö, þó í öörum skilningi og framkvæmd væri. Níöskáldskapur forn viröist hafa verið magnaöur, likt og seiður og orðiö áhrifa- mestur, væri hann kveöinn og fluttur af kynngi og kunnáttu, heift og hefndarhug. betta minnir mjög á trúarlegar athafnir fornar undir vissum kringumstæöum, leifaraf fornum átrúnaöi. Þaö er vitaö, aö i Asatrú var iökaöur seiöur, og er hann jafnvel kenndur viö sjálfan höfuöguö trúarinnar, Óöinn konung i Asgaröi. Óöinn var seiö- og niökvæöinn, og kunni velaö nota skáldskap I þvi brúki, enda var hann guö skáldskaparins um sína daga og guö hans um ókomna daga, og svo varö á Islandi um langan aldur, jafnvel lengi eftir aö þjóöin varö kristin. I seiökveö- skap voru magnaöir töfrar, er höföu mikil áhrif, og voru iðandi af list og likingar- máli, og flutningur sliks var bundinn kveðandi kynngi og söng. I sumum heimildum fornum, er látið aö þviliggja, aöseiöurinn og galdur hafi ver- iö nokkurs konar kveöskapur eöa söngur, þulinn og stilltur I sérstökum tónum og kveðandi. Væri þannig aö honum staöiö 4 haföi hann mestan kraft og áhrif, náöi til- ætluðum árangri. Liklegt er, aö slikur kveðskapur og trúarathafnirhafi alltaf veriö viö liöi á Is- landi, þó litlar sögur fari af. En ný grein ákvæöa- og álagakveöskapar barst hing- aö til lands um eöa eftir 1500, og var einn af fylgifiskum siöaskiptanna. Ahrif hans uröu brátt mikil á vissum stöðum I land- inu. Fyrsta skáldiö, sem mér er kunnugt, aö kveöiö hafi kraftavisu eöa álaga, er Þórö- ur skáld Magnússon á Strjúgi i Langadal. Hann var lipurt og gott skáld, orti rimur, lausavisur og kvæöi. Mikiö af kveöskap hans er varöveitt, og er þaö óvenjulegt miöaö viö skáld á 16. öld. Sýnir þaö betur en nokkuö annaö, aö hann var vinsælt og dáö skáld af samtið sinni og siðari kyn- slóöum. Hann liföi sem skáld á vörum fólksins, sannur og beinn I visum sinum, alþýöuskáld af fullum sann. 2 Þóröur skáld Magnússon á Strjúgi eöa Strjúgsstööum i Langadal hefur verið fæddur um 1550 og lifaö fram á 17. öld. Fæöingar- og dánarár hans er ekki vitaö. Hann kvæntist 1574 og viröist þá hafa tek- iöviö fööurleifö sinni á Strjúgi og búiö þar siöan alla ævi. Kona hans var Ragnhildur Einarsdóttir frá Auðúlfsstööum i Langa- dal, og áttu þau tvö börn, svo vitaö er: Odd skáld og Rannveigu skáldkonu. Þórður á Strjúgi var sonur Magnúsar lögréttumanns Gunnsteinssonar á Strjúgsstööum i Langadal og konu hans, Halldóru Þóröardóttur. Magnús kemur oft viö dóma og gjörninga nyröra, og hef- ur veriö i tölu heldri bænda og veriö merkismaöur. Eins og þegar er sagt, bjó Þóröur allan sinn búskap á Strjúgi og var jafnan kenndur viö þann bæ. Um hann eru til nokkrar munnmælasögur, og er hann merlaður i þjóösögum fyrir kraftakveö- skap sinn. I handritasöfnum er mikið varöveitt af kveöskap hans, og er hann yfirleitt i sæmilegum handritum. Kveö- skapur Þóröar er lipur og vel ortur. Hann var lipurt skáld, léttur og kiminn, og mál hans er hreintog fagurt, mál alþýöunnar eins og þaö er bezt. Sökum þess, hve skáldskapur bóröar á Strjúgi er lipur, varö hann vinsæll og varðveittist vel af alþýöunni, og hefur sumt af lausavisum hans lifaö meöal al- þýöunnar, allt fram á liöandi stund. Dæmi um þaö er þessi alkunna lausavisa, sem margir kunna: Viö skulum ekki hafa hátt, hér er margt að ugga, i allt kvöld hef ég andardrátt úti heyrt á glugga. Sama er að greina um þessa visu Þórö- ar á Strjúgi: Karlinn upp i klöppunum klórar sér meö löppunum, baular undir bökkunum og ber sig eftir krökkunum á kvöldin. Páll lögmaður Vidalin i Viöidalstungu dáði mjög skáldskap Þóröar á Strjúgi og taldi hann vera meöal fremstu skálda. Hann orti þessa alkunnu visu um Þórö: Þóröur undan arnarhramm aldrei hreytti leiri, skaraöi hann langt úr skáldum fram, sem skirast gull af eiri.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.