Heimilistíminn - 14.04.1977, Page 32

Heimilistíminn - 14.04.1977, Page 32
FRAMHALDSSAGAN Jennifer Ames: Neydd til að gleyma gætu sagt svo margt sem hægt yrði að nota gegn honum og eyðileggja líkur hansá að sigra í kosning- unum. — Ég held að þetta sé ekki mjög alvarlegt, sagði hann, þegar hún kom með koníakið. — Heyrðu David. Rödd hennar var lág, en þungur tónn í henni. — Þetta verður slæmt fyrir þig, skil- urðu það ekki? Það verður sagt margt Ijótt og ósatt um þig, að þú haf ir verið drukkinn, að þú haf ir ver- ið að skemmta þér á heimili auðkýfinga og síðan ekið gáleysislega á fátækan verkamann. And- stæðingar þínir munu nota sér þetta til hins ítrasta. — Ég veit það, svaraði hann hvasst. — En hvað getum við gert? — Ég veit hvað við getum gert og verðum að gera, sagði hún hásum rómi. — við verð- um að segja að ég hafi ekið. Það skiptir engu máli hvað fólk hér segir um mig, ég er bara einkaritari þinn. Þú varst þreyttur og ég ók. Enginn getur hald- ið hinu gagnstæða fram. — En Mary, það er ekki hægt! Það var hneykslunartónn í rödd hans. — Þú verður! Annars geturðu tapað í kosingun- um. Röddin brast en hækkaði, þegar hún bætti við: — Ég mun að minnsta kosti sverja, að ég haf i ekið og þú verður að styðja mig. Þetta er ekki neitt alvarlegt, hann verður orðinn góður eftir nokkra daga. — Ég læt þig ekki taka á þig sökina. — En ég vil það meira en nokkuð annað. Það er eina leiðin út úr þessu David, eina skynsamlega leiðin. Skilurðu það ekki? Meðan þau töluðu, höfðu þau ekki tekið eftir því, að annað reiðhjól kom að. Þau heyrðu mann hósta lágt og þegar þau sneru sér við, sáu þau lögreglu- þjón standa með vasaljós sitt nokkur skref frá þeim. — Hvað kom fyrir hér? spurði hann. — Dálítiðóhapp, lögregluþjónn, f lýtti Mary sér að segja og greipandann á lofti. — Ég..ég ók bilnum og ég er hrædd um að ég hafi ekið manninn niður. Ég sá hann ekki. — Þér ókuð, ungfrú? spurði lögreglumaðurinn. — Já, ég ók, svaraði hún hás. — Herra Woolf ar þreyttur. Ég er einkaritari hans og bílstjóri. Lögregluþjónninn leit á David til að fá staðfest- ingu á þessu. Það var svolítil þögn og Mary hélt niðri í sér andanum. Svo sagði David rólegri röddu: — Já, það er alveg rétt, lögregluþjónn. Mary hefði getað grátið af létti. 5. kafli — Það er bezt að koma honum beint a sjUkrahús, sagði lögregluþjónninn. — Ég get skrifað atriðin niður á eftir. Leitt, að þér skuluð ekki hafa öðruvísi bfl, það virðist ekki nóg rúm fyrir hann í þessum. Hér kemur einhver. Ég ætla að vita, hvort þeir sem í honum eru, geta ekki flutt manninn. Svartur bíll nam staðar. Maður steig út og í bjarma bílljósanna þekkti Mary hann aftur sem Herron, aðstoðarmann Judsons Freeman, mann- inn, sem hún hafði kynnzt í lestinni og þegar líkað illa við. — Eitthvaðað? spurði hann fljótmæltur og sneri sér að David.— Ég ók framhjá yður fyrir skömmu, herra Woolf, þegar ég var að aka fólki heim til sín. Nú er ég á leiðinni til hótels míns í Breeton. Herron hafði þá séð þau á leiðinni! Mary mundi óljóst að bíll hafði ekið fram úr þeim. Skelfing greip hana. Hafði hann tekið eftir að David ók en ekki hún? — Ég held að ég haf i hitt þessa dömu áður, hélt Herron áfram og gekk til Mary. — Freeman kynnti okkur í lestinni. Þér eruð ungfrú Stone, einkaritari Davids Woolf. — Ég er Wilfred Herron, umboðs- maður Freemans. David heilsaði honum. — Ég er hræddur um að hér haf i orðið smávægilegt óhapp. Maðurinn féll af hjólinu og við viljum koma honum á sjúkrahús. Ég vona að þér viljið vera svogóður að taka hann með í bílnum yðar? Það er betra fyrir hann en að vera í opnum sportbíl. — Leiðinlegt Woolf, að þér skylduð aka á mann- inn á hjólinu. Hann reyndi að sýna meðaumkun, en 32

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.