Heimilistíminn - 22.02.1979, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 22.02.1979, Blaðsíða 4
— Ég er ung og óþoIinmóO aö blöa eftir að einhver lausn finnist á vandanum, segir Faye, sem hefur mikinn áhuga á austur- ienzkri list, eins og sjá má á heimili henn- ar. — Hefði einhver sagt mér fyrir fimm árum, já meira að segja fyrir aðeins sex mánuð- um, að ég ætti eftir að sitja hér i dag, hefði ég sagt ,,Þú ert snarvitlaus”. Faye Wattleton er nú forseti Fjölskyldu áætlanasamtaka Bandarikj- anna, „Planned Parenthood Federation of America.” Hún er fyrsta konan, fyrsti svertinginn og yngsti stjórn- andinn i 62 ára sögu samtak- anna, en Faye er aðeins 34 ára gömul. Þetta er heldur ekkert gervistarf: Forseti samtak- anna, sem aðsetur hefur i New York, er æðsti yfirmaður hvorki meira né minna en 189 dótturfyrirtækja, sem hafa 4 Rúm milljón stúlkna á táningaaldri barnshafandi í Bandaríkjunum á síðasta ári Fjölskylduáætlanir eru þýðingarmiklar, og i Banda- rikjunum er starfandi stofnun, sem hefur það eitt mark- mið, að aðstoða fólk við slika áætlunargerð. Ung svertingjakona, Faye Wattleton frá St. Louis, var nýlega kjörin æðsti maður þessarar stofnunar fyrir öll Banda- rikin, og er það i fyrsta sinn i 62 ár, sem kona heldur þar um stjórnvölinn. um 23 þúsund starfsmenn, og fjárhagsáætlunin hljóðar upp á 90 milljónir dollara; Þaö undarlega er, aö oft á tlöum hafa þaö veriö karlmenn og meira aö segja nokkuöviö aldur, sem stjórnaö hafa PPF. Faye segist hafa veriö bæöi „æst og hrædd”, þegar hún tók viö þessu um- fangsmikla starfi, en hún segist lika vera þeirrar skoöunar aö stofnun „sem helgi sig aöallega þvi verkefni aö hjálpa konum (um l.l milljón kvenna er veitt aöstoö ár- lega) og þar sem aöallega vinna konur, ætti nú um síöir einnig aö vera stjórnaö af kvenmanni”. Yfir 200 umsóknir höföu borizt um starfiö, sem er til þriggja ára. — Og leitin aö nýjum stjórnanda tók ná- kvæmlega níu mánuöi, segir Faye og hlær viö, — eölilegan meögöngutima. Wattleton var framkvæmdarstjóri eins af dótturfyrirtaékjunum i Dayton i Ohio i sjö og hálft ár áður en hún tók viö stjórn heildarsamtakanna. Faye segir, aö eitt aöalverkefni hennar og áhugamál sé aö snúast gegn lögunum, sem i gildi eru i tveim þriöju ríkja Bandarikjanna, sem takmarki mjög fóstureyöingar. Annaö stórvandamál, sem snúast verður gegn, er þungún stúlkna á táningaaldri, en slik- ar þunganir munu hafa veriö nokkuö á aöra milljón i Bandarikjunum á siöasta ári. Faye er einkabarn iönverkamanns i St. Louis og fékk fljótlega áhuga á fjöl- skylduáætlunum. Hún vann fyrir sér, á meöan hún stundaði nám I hjúkrun viö hjúkrunarskóla Ohio-rikis. A meöan hún var aö undirbúa meistarapróf sitt i ljós móðurfræðum viö Colibia háskóla segist hún hafa oröiö vitni að hræöilegum at- buröi I Harlem sjúkrahúsinu, og muni hún aldrei geta gleymt þessu atviki. — Ég sá 17 ára gamla stúlku deyja vegna þess aö reynt haföi veriö aö framkvæma á henni fóstureyðingu. Móöir stúlkunnar hafði sprautaö lýsól inn i leggöng hennar. Þessi atburður haföi meiri áhrif á mig en allt annaö, sem ég hef séö um ævina, segi Faye. Faye settist aö i Dayton I Ohio og stundaði þar af og til sýningarstörf, en

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.