Heimilistíminn - 22.02.1979, Blaðsíða 18

Heimilistíminn - 22.02.1979, Blaðsíða 18
Þrenns konar kaffibrauð Hér á eftir koma uppskriftir að þrenns konar þurrum kökum, sem kalla mætti svo. Fyrst eru sultu- kökur, þvi næst finskir pinn- ar og að lokum horn, sem fyllt eru með marsipan. Allt er þetta ágætt kaffibrauð, en ekki eins fyrirferðarmik- ið i maga og rjómatertur eða annað álíka. Sultukökur 15 grömm smjör eöa smjörliki, 2 dl. rjómi, 2 eggjarauöur, 1 3/4 dl sykur, 1 tsk kardemömmur, 1 tsk lyftiduft, 3 1/2 dl kartöflumjöl, 6 dl hveiti. Fylling: Apríkósusulta eöa marmelaöi. Skreytiö meö flórsykri. Bræöiö smjörlikiö oglátiö þaökólna. Þeytiö rjómann þar til hann er stifur. Blandiö samari rjóma, eggjarauöum, sykri, smjörllki. Siöan er mjölinu blandaö út i meö kardimommum og lyftidufti. Hræriö og hnoöiö saman deiginu og látiö þaö vera á köldum staö i nokkrar klukkustundir. Fletjiö þessu næst út i ca 3 mm þykka köku. Skeriö út kringlóttar kökur undan glasi, ca 8 cm i þvermál. Geriö gat i miöja aöra hverja köku meö einhverju, sem er mun minna en glásiö s jálft vár i' þvermál. Leggiö svo saman tvær og tvær kökur meö aprlkósusultunni á milli. Bakiö i ca 12 mfnútur í 175 Stiga heitum ofni. Fallegt er aö sikta flórsykur yfir kökurnar, þegar þær eru bakaöar Finnskir pinnar Ca 60 stykki. 200grömm smjör eöa smjörliki, 1/2 dl sykur, 6 beizkar möndlur, 4 1/2 dl hveiti: Pensliömeöeggi. Skreytiö meö perusykri og hökkuöum möndlum, sem hýöiö hefur ekki veriö tekiö af. Rifiö niöur eöa maliö beizku möndl- urn ar. Leggiö mjöl, sykurogmöndlur beint á boröiö. Myljiö smjörlikiö saman viö og hnoöiö vel. Búiö til sivalninga, ca fingursvera úr deiginu, og raöiö þeim upp. Pensliö yfir meö þeyttum eggjunum og stráiö perlu- sykri og söxuöum möndlum yfir. Skeriö svo allar lengjurnar niöur i einu, hliö viö hliö, svo allir látarnir veröi álika stórir. Hæfilegt er aö hafa þá ca 5 cm á lengd. Leggiö á smuröa plötu og bakiö i 10 til 12 minútur i 175 stiga heitum ofni. Hnetuhorn 20 grömm ger, 125 grömm smjör eöa smjörliki ldl. mjólk, 1 egg, 2 msk syk- ur, ofurlitiö salt, 1 tsk. kardemömmur, 8 sneiöar af tilbúnum möndlumassa, fint rifiö hýöi af sitrónu. Pensliö yfir meö eggjum. Skreytiö meö söxuöum möndlum. Látiö geriö renna sundur i skál. Bræöiö smjörlikiö I potti, helliö mjólk- inni út i og siöan er þessu hellt yfir geriö. Hræriö þessu næst eggi, sykur, salti, kardemömmum og hveiti saman viö. Hnoöiö deigiö vel saman og látiö þaö lyfta sér þar til þaö hefur tvöfald- azt aö ummáli. Setjiö nú deigiö á borö, sem hveiti hefur veriö stráö yfir. Hnoöiö þaö. Skiptiö i tvo jafna hluta og fletjiö hvort fyrir sig út i kringlótta köku. Skeriö 8 þrihyrninga út úr hvorri köku. Leggið oflirlitinn bita af möndlumassa, hálfa sneiö eöa svo, á hvern þrihyrning og stráiðsvoofurlitlu af rifnusítrónuhýöi yfir, og vefjiöþessusvo saman, þannig að mjói endinn komi yztur. Leggiö nú hornin á smuröa plötu og látiö þau lyfta sér. Pensliö yfir meö eggi og stráiö möndlum yfir. Bakið i 6-8 mlnútur i 250 stiga heitum ofni. <4i 18

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.