Heimilistíminn - 22.02.1979, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 22.02.1979, Blaðsíða 33
í þriðja tölublaði Heimilis-Tímans, 1. febrúar hefur fallið niður hluti úr sögunni Skuld eftir Odd- nýju Guðmundsdóttur, sem birtist á blaðsíðu 33. Verður karlinn birtur hér í dag. Kaflinn, sem féll niður átti að koma í aftasta dálki, við neðstu greinarskil, Greinin næst á undan honum hljóðaði svo: Hann kom eitt kvöld. — Nei, nei, hún var búin að ákveða, að rifja það ekki upp. Það var tilgangs- laust... Framhaldið féll niður og birtist hér: En hiin gerði það samt. Hdn sá þaö enn svo greinilega i huganum, hvernig hann leit út. Andlitiö öskugrátt. Andköf. Ekkasog. Sárar stunur. Svo öskur--------. Og hvernig bar hann handlegginn? Tveir drengir höföu snúiö upp á handleggina á honum. En þeir voru nafnlausir og áttu hvefgi heima, þegar sagt var frá þvi f blöbunum. Hán var viss um, aö harmþrungnir foreldrar kæmu til hennar og þæöu fyrirgefningar á þvi, sem drengirnir þeirra höföu gert. Hán ætlaði aö reyna aö tala stillilega og sam- hryggjast þeim. En enginn kom. Bjarki eignaöist skilriki um þaö, aö hann væri öryrki meö hálflamaöan hægri handlegg. Hann varö þögull, framtaks- laus og hræðslugjarn. Gleöi hans var horfin aö fullu og öllu. Aldrei haföi neitt gengiö henni eins nærri og þetta. Þaö var hægt aö afbera þaö, aö noröanrok hrakti skip upp aö klettum og tilveran varö á svipstundu snauö af ást og yndi æskunnar. Góövild og umhyggja annarra hjálpaöi henni til aö leggja æöruiaus út i nýja lffsbaráttu. En þetta var ekki unnt aö af- bera, án þess aö veröa verri manneskja og fyrirlita þessa hreyknu, innantómu gervimenningu, sem laumar á dýrslegri grimmd og dekrar viö ofbeidiö meö sýnikennslu og kvalalosta undir sauöar- gæru lista og skemmti- iökana.— — Nei, hán ætlaði ekki aö hugsa um þetta. Aö minnsta kosti er hyggilegast aö gá til beggja handa I um- geröinni. Hvaö var þaö nú annars, sem hún ætlaði aö segja viö Unu Heiöu, til aö sættast viö hana? En hugsanirnar um Bjarka koma óboönar, minningar um hann, vinnugleöi hans hugvit og hagar hendur. Hendur! Um þær þoldi hún ekki aö hugsa. Hán sá þær fyrirsér, grannar og fagurskapaöar, fjalla um smlöisgripi og teikniáhöld. En nú felur hann bæklaöa hönd I vasa slnum og heilsar örv- hent. Hán deplar augunum. Þaö dugir ekki. Er hún oröin taugaveikluö óhemja? Utí á götu! Hún þrifur klát upp úr vasa sinum, ræskir sig, þurrkar nef og augu. Hún hefur vonandi leyfi til aö vera kvefub einsogaörir. Alltaf eru pestir aö ganga. Mikiö haföi hán vorkennt Sæunni, lifaö fyrir hana árum saman. En hvaö voru raunir hennar og heilsubrestur, sem enginn gat komiö I veg fyrir? Hán var alla ævi I vina- höndum. En hvernig var hægt aö sannfæra Bjarka um aö honum væri óhætt f þessu böölamannafélagi? Þaö þýddi ekkert fyrir hana aö imynda sér, aö hún gæti vanist ógæfu Bjarka. Hver einasta fregn um mannáðar- leysi minnti á hann. Og varla heföi hún hreytt ónotum aö Unu Heiöu fyrir letina, heföi ekki beiskjan át af hlutskipti Bjarka veriö farin aö æsa skap hennar i tfma og ótlma. Hana langaöi til aö koma honum I kynni viö fatlað fólk, sem meö manndáö og bjart- sýni hefur komist upp á aö sjá sér farboröa. Mest langaöi hana þó til aö fá úr þvi skoriö, hvort hugsast gæti, aö hann væri fær um aö leika á hljób- færi. En hún kveiö þvf svo mikiö aö sjá hann dæmdan ár leik, aö þaö fórst fyrir. Hún sá I huganum, aö ein- hver alvarlegur maöur þreif- aöi um iitlu, saklausu höndina hans. Og svo kemur ár- skuröurinn, varljega oröaöur, en miskunnarlaus. Enda var þetta aöeins barnaleg hug- myndhennar sjálfrar, aö hönd Bjarka yxi styrkur. Böölarnir höföu ekki hætt viö hálfkláraö verk. Hún hraöaöi göngu sinni og ásettí sér aö vera ekki meö neitt vO og vol. En einmitt sá ásetningur minnti hana á, aö hún baröistviö leyndan kviöa. Þessimeinsemd var, ef til vill, ekki öll þar sem hán var séö, á þessum ágætu myndum. En hvaö voru þeir, blessaöir, aö velta vöngum yfir þvi, sem þeir næstum fullyrtu, aö væri ekki annab en góölátleg mein- semd. En þaö öfugmæli! Góö- látleg meinsemd! Máfræöing- ar ættu aö heyra þetta. Una Heiða v^r þegar full- vaxin stúlka. Óþarft aö hafa á- hyggjur af henni. Einhver góö kotna, sem ekki átti alltof ann- rlkt, hlaut aö annast Val svo vel, aö hann yröi ekki einstæð- ingur. En Bjarki! Þab var ó- bærileg tilhugsun, aö hann yröi munaðarlaus. Atti hán aö biöja Hjörleif fyrir hann? Eginn mundi skilja hann betur. Og áreiöanlega átti hann hjartahlýja konu. „Hver á nú blessaöa barniö mitt aö hugga?” Hún haföi yfir Ijóöiö allt I huganum, og henni þótti sem þaö væri sungiö ofurlágt, meö brestandi röddu. Undarlegt, ab karl- maöur gat skiliö angist móðurinnar I návist dauöans. Svo eru skáldin. Skilja allt og eiga orö yfir þaö, sem viö komum engum oröum aö s jálf. Hér endar það, sem niður féll, og er þá tekinn upp þráðurinn á síðustu greininni í aftasta dálki: Skáld hafa líka oftast... 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.