Heimilistíminn - 22.02.1979, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 22.02.1979, Blaðsíða 11
BræOurnir Robin, Barry og Maurice (taUö frá vinstri). Bee Gees hafa lagt heiminn að fótum sér í hugum flestrá eru The Bee Gees, ástralska trlóiö sem kom fram I Satur- day Night Fever. Þaö er þó aöeins hluti af sannleikanum. í raun eru bræöurnir Gibb, Barry (fæddur 1946) og tviburarnir Robin og Maurice (fæddir 1949) enskir aö uppruna. Og þeir höföu komiö fram sem The Blue Cats þegar áriö 1955, aöeins börn aö aldri. Ekki heyröist frá þeim aftur fyrr en 1959, en þá komu þeir fram sem Brothers Gibb og skemmtu á kapp- reiöum i Astraliu, en þangaö haföi fjöl- skyldan flutzt. Fólk sá strax, aö bræöurnir voru miklum hæfileikum búnir. Þaö var þá sem nú, Barry, sem var aöalmaöurinn i trióinu. Hann var farinn aö skrifa popplög áöur en hann náöi tiu ára aldri og bræöur hans hjálpuöu honum, þótt þeir væru þrem- ur árum yngri. Þegar svo The Bee Gees vöktu fyrir alvöru athygli mörg- um árum siöar I Englandi.talaöi fólk um þá sem Bitlastælingu, en sannleikurinn var sá aö þeir höföu samiö sams konar tónlist mörgum ár- um áöur en Bitlarnir komu fram á sjónarsviöi áriö 1963. 1 Astraliu feröuöust bræöurnir mikiö um, komu fram I útvarpi og sjónvarpi ogsendu frá sér margar vinsadar plöt- ur. Ariö 1962,þegar Barry var 17 ára gamall var hann útnefndur bezta ástralska popptónskáldiö. En bræöurna langaöi til þess aö veröa vin- sælir annars staöar en i Astraliu og þess vegna lögöu þeir af staö út i heim- inn haustiö 1966. A sex mánuöum áriö 1967 jukust vinsældir The Bee Gees verulega og þeir voru áöur en viö var litiö orönir aö þekktum stjörnum. Meötrióinuhaföi veriö trommuslag- ari Colin Peterson en hann hvarf frá bræörunum og sömu leiö fór Vince Melouney, gitarleikarinn þeirra. Bræöurnir héldu nefnilega, aö nú gætu þeir staöiö á eigin fótum og grætt enn meiri peninga ef þeir væru bara þrir. En óánægjan jókst og brátt hvarf Robin á braut og aö lokum Maurice og þá var aöeins Barry Gibb eftir, einn þriggja bræöra sem i upphafi höföu leitaö sér frægöar sameiginlega. En Barry gekk ekki vel einum, og áriö 1972 hófu bræöurnir samstarfiö á nýj- an leik oghafa veriö saman siöan. Þvi miöur fóru vinsældir bræöranna þverrandi en þegar verst stóö barst þeim hjálp frá Bandarikjunum. Diskó- tónlistin kom fram á sjónarsviöiö. Og svo var þaö kvikmyndin Saturday Night Fever. Eftiraö kvikmyndin kom til sýningar hefur sala á plötum Bee Gees aukizt, og nú hafa selzt aö minnsta kosti um 30 milljónir plata úr mvndinni einni. 11

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.