Heimilistíminn - 22.02.1979, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 22.02.1979, Blaðsíða 24
Samband okkar varð stöðugt innilegra, eftir þvi sem dagarnir liðu. Kvöld eitt, þegar við flýttum okkur heim á hótelið, þegar hitabeltis- myrkrið var að skella á, var veðrið og nóttin svo lokkandi, að við gátum tæpast fengið okkur til þess að fara inn. Hvitar, fallegar orki- deurnar skinu i garðinum og við gengum saman eftir stignum. Allt i einu spurði hann: — Ert þú að hugsa um að skilja við Jason? Spurningin kom svo óvænt, og var svo hrein- skilnisleg, að ég nam snögglega staðar. Samt var mér orðið ljóst, að Ephraim hafði sagt honum, hvernig ástandið var milli okkar Jaspns. — Ég geri ráð fyrir þvi, sagði ég hægt og án nokkurrar áherzlu. — Ég ætla þó að biða svo- litið með það, Lizu vegna. —Ég held ég skilji, við hvað þú átt. — Þú vilt að fólk verði hætt að skvaldra áður en það byrjar aftur að tala um eitthvað nýtt. — Já. — Og eftir skilnaðinn? — Ég veit ekki hvað gerist þá. Það verður framtiðin að skera úr um. Hann nam staðar og tók um axlir minar og horfði framan i mig. Það var einhver nýr glampi i augum hans. Það var eins og hann ætti i innri baráttu, og vissi ekki, hvort hann ætti að gera eins og hugurinn bauð. Á næsta augna- bliki var hann farinn að brosa og sagði lágum rómi: — Mikið er leiðinlegt, að ég skuli vera meira en fimmtán árum eldri en þú. Annars hefði ef til vill verið staður fyrir mig i framtiðaráætl- unum þinum. Ég roðnaði varð hálfringluð, en muldraði þó: — ó, Paul. Hann tók undir hökuna á mér og kysti mig, létt, snöggt en af mikilli viðkvæmni. — Vertu ekki svona óttaslegin. Það er ekki þér að kenna, að ég skyldi fæðast á röngum tima. Við gengum áfram eftir trjágöngunum, en þögðum bæði. Eftir svolitla stund sagði hann: — Ég er að hugsa um að fara frá Sag Harbor og halda eitthvað til vesturs. Gætir þú hugsað þér að koma með mér? Koma með sem eigin- kona min. Hugsaðu alla vega um það. — Já, sagði ég lágum rómi. — Ég skal gera það Paul. Ég meinti i raun og veru það sem ég sagði. Nú vissi ég reyndar vel, að ég elskaði ekki Paul. Hlýjan og gleðin, sem ég fann til, þegar við vorum saman var ekki sprottin af ást, 24 heldur sannri vináttu. Ég hafði vitað það á sama augnabliki og hann kyssti mig. En ég mat hann mikils, bar virðingu fyrir honum og fann til öryggis i nærveru hans. Aldursmunur- inn skipti engu, og ég hugsaði aldrei um hann. — Ég hef verið að hugsa um að fara til Denver, sagði hann, þegar við vorum á leið aftur til hótelsins. Það er falleg borg, og ég var þar i leyfi fyrir f jórum. Hann hætti snögglega. Ég fylgdi augnaráði hans og sá einhvern standa i dyrum hótelsins. Maðurinn virtist hár og mikill þarna sem hann stóð i dyrunum með ljósan bakgrunninn. Á næsta augnabliki vissi ég að það var Jason. Hversu lengi hafði hann staðið þarna? Hafði hann verið nógu lengi til þess að hafa orðið vitni að þvi, þegar Paul kyssti mig? — Nei, gott kvöld, Jason, sagði ég, og heyrði sjálf, hversu þvinguð rödd min var. — Gott kvöld. Hann leit snöggt til Pauls og svo sneri hann sér að mér. Ég hef oft komið til þess að hitta þig, en mer hefur skilizt, að þú hafði verið — upptekin! Það kom kaldhæðnislegt bros fram á varir hans. Ég kom til þess að segja þér að okkur hefur verið boðið til kvöldverðar og dansleiks hjá Auberge- fjölskyldunni á morgun. Viltu koma? Ég fylltist óvæntri reiði, þegar ég heyrði hversu kæruleysislega og áhugalaust hann sagði þetta. — Er ekki bezt, að ég komi með, svona til þess að láta allt lita vel út á yfirborðinu? — Jú, liklega. Hann þagði svolitla stund, og svo bætti hann við: — Paul er lika boðinn. Ég leit á Jason og með samblandi af hræðslu og undrun hugsaði ég: — Hann er reiður. Þegar ég svo tók eftir þvi, hvernig hann horfði á Paul náði hræðslan yfirhöndinni. Það var greinilegt hatur i augnaráði hans. — Ég kem og sæki þig klukkan sjö, sagði hann lágt, sneri sér við og hvarf á brott. Um leið og ég heyrði fótatak Jasons fyrir utan herbergið mitt næsta kvöld, opnaði ég dyrnar ogfór fram. Ég var með létt, útsaumað sjal á berum öxlunum, og svartur blævængur hékk um úlnlið minn. Það sáust engin svip- brigði i andliti Jasons. — Hver gætir að Lizu? spurði hann, þegar við vorum á leið út i vagninn, sem beið okkar. — Hún sefur nú i fyrsta skipti hjá ókunnugu fólki, sagði ég svolitið óróleg. — Eiginkona hóteleigandans er búin að hátta hana, og ég fór og kyssti hana góða nótt. Þetta er dásamleg

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.