NT - 26.04.1984, Blaðsíða 2

NT - 26.04.1984, Blaðsíða 2
 Fimmtudagur 26. apríl 1984 íslensk kona búsett í Bandaríkjunum: Framseld vegna sjö ára gamals fíkniefnamáls - er í farbanni meðan á yfirheyrslum stendur ■ Tuttugu og sjö ára gömul kona kom til landsins í gær eftir að hún var framseld af dómstól í San Diego í Kaliforníu vegna sjö ára gamals fíkniefnamáls hér á landi. Mál þetta kom upp árið 1977 og er konan talin hafa verið viðriðin það. Handtökuskipun var gefin út á hendur konunnar í júní 1979 en hún fór til Kali- forníu áður en hægt var að fullnægja henni. Lögmaður konunnar kærði síðan hand- tökuúrskurðinn til Hæstaréttar árið 1980 þar sem hann var staðfestur. Fíkniefnadómstóllinn hefur síðan unoið að því með aðstoð dómsmála og utanríkisráðu- neytanna að fá konuna fram- selda til íslands og jafnframt hefur kona háð baráttu fyrir dómstólum ytra, sem hún síðan endanlega tapaði í síðustu viku. Konan var yfirheyrð í gær af sakadómi í ávana og fíkniefna- málum og er unnið að því jafnframt að fara yfir framburð þeirra sem tengdust þessu máli á sínum tíma og síðan munu væntanlega fara fram sam- prófanir. Konan er á meðan í farbanni. Mál þetta hefur vakið nokkra athygli ytra í fjölmiðlum. Með- fylgjandi úrklippa er úr blaðinu USA Today og birtist fréttin þar skömmu áður en konan íslensk fyndni ■ „Stysta og leiðinlegasta bréf ársins frá Berglindi Braga- dóttur“, var níundi og síðasti dagskrárliður síðasta stjórn- arfundur Búnaðarfélags ís- lands samkvæmt boðaðri dagskrá. Það er þá svona hjá bændunum hugsuðu Dropar þegar þeim barst þetta furðu- plagg í hendur. Málin afgreidd áður en fundir hefjast. Þeir hafa víst aldrei lært að brúka almennilega siði. En viti menn. Forvígismenn bændasamtakanna voru hér hafðir fyrir rangri sök og hafa vonandi ekki fengið hiksta fyr- ir vikið. Hér hafði einhver starfsmaður uppi í Bændahöll ákveðið að slá á létta strengi og því kallað uppsagnarbréf Berglindar Bragadóttur starfs- manns Búnaðarfélagsins bæði stutt og leiðinlegt. Stutt því um hefðbundna uppsögn var að ræða sem ekki þarf að eyða í mörgum orðum. Leiðinlegt því allir, bæði stjórnarmenn Búnaðarfélagsins og aðrir starfsmenn sakna Berglindar, sem ku hafa verið hinn ágætasti starfskraftur. Var svo einhver að tala um að það vantaði húmor í kerfisbáknið... Ný leið til fóstureyðinga Allir kannast við söguna um fiðrildin og blómin og þær alvar- legu afleiðingar sem slík verk- an getur haft í mannlífinu. Þessi orsakaverkun verður oft til þess að ungar og óham- ingjusamar stúlkur ganga bón- arveg milli lækna og kerfis- báknsins og biðja hið verald- lega almætti um grið frá því að taka þeim afleiðingum sem móðir náttúra (með hjálp góðra manna) hefur komið þeim í. Oft tekur þessi glíma við kerfið langan tíma og víst að enginn hefur af henni sér- staka skemmtan. En nú hefur sjálfur skapari virkjana og stóriðja boðið upp á fljótlegri leið út úr þessum vanda. Þau hin sömu vísindi sem sögðu okkur frá verkan háspennulínu á búpening Kristjáns bónda á Minna Núpi segja okkur að ungar stúlkur sem ekki eru ánægðar með sitt ástand skuli nú leggjast í viku útilegu upp í sveit og á séu öll vandamál á bak og braut. Eina skilyrðið er að tjaldið sé stað- sett undir nokkur hundruð kílóvatta háspennulínu. Ekk- ert vesen, ekkert kerfisbákn heldur dæilegasta útilega uppi í sveit, svo fremi að það beri upp á sumar. Fyrrverandi eiginkona ánægð ■ Óvenju köldu hafði andað milli hjónaleysanna fyrrver- andi eftir að skilnaðurinn v • afstaðinn, og mátti annað nán- ast ekki af hinu vita án þess að allt færi í hund og kött. Þess vegna vakti það athygli kunn- ingja konunnar hvað hún var ánægð þegar þau tíðindi spurð- ust út að eiginmaðurinn fyrr- verandi ætlaði að gifta sig á ný, auðvitað nýrri konu, og at- höfnin ætti að fara fram á föstudeginum langa. Spurði kunninginn konuna hverju þetta sætti, og svaraði hún þá með dýrslegri gleði: „Þann dag er alltaf flaggað í hálfa stöng.“ DV og NT ■ í hinu frjálsa óháða dag- blaði DV í gær,stingur Loki upp á því að NT verði túlkað sem „Nei Takk“. Ekki er að spyrja að þessari Dæmalausu Vitleysu Geyma lista- verkin vel ■ Eins og fram kemur í blaðinu í dag urðu ýmsir drátt- hagir menn til þess að hjálpa stúdentum við að prýða garða sína hér á árum áður. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Málararnir gömlu eru nú orðnir snillingar og meistar- ar í augum þjóðarinnar og verk þeirra metin á slíkt morðfé að það þykir ganga guðlasti næst að þau hangi öllu lengur uppi í húsum ábyrgðar- lausra stúdenta á Gamla og Nýja-Garði. Staða garðbúa hefur líka breyst mikið. Frá því að þeir réðu flestum sínum málum sjálfir og ráku sitt eigið húsnæði sem sjálfseignastofn- un í það að vera næsta at- iceland nalive fights í extradition Salome Arnbjornsdottir iMendler, 27, of Carlsbad, [ Caiifisn’t gívmg up a bitter 16- month court batUe agaíast her native Icetand's aitempt to ex- tradite her to face drug I charges. Lawyer Gene Iredaic is pre- I paring another appeal aíter losing a San Ðiego federal court íigbt in the first extradí- tion case between the USA and Iceland. Sverrir Gunnlaugsson of ' the leelandíc embassy ín Washington, D.C., Tuesday crit- . By Je-ry Asto, Sp«oaf tef OSA TOOAY MéNOLER: Sought by lceland tss answer drug charges. ícized what he cailed a ‘'media blitz" by Mendler and her hus- band, Jeff. He said hLs govem- ment isn't hesitatíng to pursue the case. Mendler is accused of smuggiing hash Into Iceland in 1977. tapaði málinu endanlega. Þar segir að hún ætli ekki að gefast upp eftir 16 mánaða dómstóla- baráttu gegn föðurlandi sínu og sé lögmaður hennar að undir- búa aðra áfrýjun eftir að hafa tapað fyrir héraðsdómstóli í kvæðalitlir um eigin íverustað. Það er því ekkert mál fyrir forsvarsmenn Félagsstofnunar Stúdenta sem ráða lögum og lofum í görðunum að taka þessa dýrgripi og koma þeim haganlega fyrir á skrifstofum sínum til „varðveislu”. Ein- hver þeirra má svo selja þegar að því kemur að breyta félags- herbergi Gamlgerðinga; Garðsbúð í diskótek Skálka- skjólsins. Og talandi um garðana þá er ekki úr vegi að rifja það upp að á sínum tíma borgaði ríkið ekki krónu til byggingar Gamla garðs og rétt örfáar í þann nýrri en lét sig samt ekki muna um að „gefa“ Félags- stofnun báðar byggingarnar í sængurgjöf. San Diego í fyrsta framsalsmáli milli USA og íslands. Haft er eftir íslenskum sendi- ráðsmanni í Wasington að hann gagnrýni harðlega konuna og amerískan eiginmann hennar fyrir að blása málið upp í fjölmiðlum og að íslenska ríkis- stjórnin ætli að fylgja málinu fast eftir. Áfengi ogtóbak einn helsti verðbólgu- valdurinn ■ Áfengi og tóbak sýnast nú vera að verða einn helsti verð- bólguvalduráíslandi. Af 1.42% hækkun framfærsluvísitölunnar í marsmánuði s.l. voru 0,6% til komin vegna hækkunar á verði áfengis og tóbaks, eða um 42% af því sem vísitalan hækkaði að þessu sinni. Ekki lengra síðan en í janúar s.l. að verðhækkun áfengis og tóbaks áttu 0,5% af alls 0,7% hækkun framfærslu- vísitölu þess mánaðar, eða um 70% af hækkuninni í það sinn. Samkvæmt tilkynningu Hag- stofunnar reyndist vísitala fram- færslukostnaðar 102,53 stig samkvæmt verðlagi í aprílbyrj- un, sem er 1,42% hækkun frá því í marsbyrjun, en fram- færsluvísitalan var sett á 100 í febrúarbyrjun sem kunnugt er. Auk verðhækkunar áfengis og tóbaks voru vísitöluhækkanir þær helstar að kjötvörur hækk- uðu um 0,2%, fatnaður um 0,2% og hækkun nokkurra þjónustuliða um 0,35%. Samkvæmt áætlun Hagstof- unnar hækkaði vísitala bygging- arkostnaðar um 2,08% frá mars til apríl, eða úr 157,99 stigum í 161,27 stig (des. 1982=100). Tekið er fram að ekki sé um lögformlegan þriggja mánaða útreikning þessarar vísitölu að ræða, þannig að þessi hækkun eigi ekki að skipta máli varðandi uppgjör verðbóta samkvæmt visitölu byggingarkostnaðar. Skákmótið í New York: Helgi gerði jafntefli við Portisch - og sömuleiðis jafnt hjá Jóhanni Hjartar ■ Þeir Helgi Olafsson og Jók- ann Hjartarson fengu mjög sterka andstæöinga að glíma við í fyrstu umferð opna stórmóts- ins í New York í fyrradag. Jóhann hafði svart gegn Banda- ríkjamanninum Kevin Spragget, sigurvegaranum á New York Open mótinu á dög- unum, þar sem Helgi og Jóhann voru báðir á meðal keppenda. Jóhann átti lengst af erfíðari stöðu að sögn Helga Ólafsson- ar, en var aldrei í raunverulegri taphættu og jafntefli var samið eftir skemmtilega baráttuskák. Helgi hafði hins vegar hvítt á móti einum sterkasta skák- manni heims, Ungverjanum La- jos Portisch, sem hefur 2625 Elo stig. „Skákin varð 65 leikir og jafnteflið varð staðreynd eftir mjög tvísýna og skemmtilega baráttu,“ sagði Helgi í samtali við blaðið í gær. Við tefldum afbrigði af enska leiknum, sem varð oft uppi á teningnum í einvígi Portisch og Kortsnojs á síðastliðnu ári. Það fór nú eins og mig grunaði að Ungverjinn átti ekki í neinum vandræðum með að jafna taflið, enda er hann einn mesti teóríhestur sem um getur. En þegar fram liðu stundir komu upp miklar flækj- ur og mér virtist, sem Portiscn ofmæti stöðu sína. Hann teygði sig dálítið langt þótt hann ætti við vissa örðugleika að etja vegna veikrar peðastöðu, auk þess sem hann lenti í vægu tímahraki. Þá fóru hjólin að snúast og þegar Ungverjinn ásældist peð úti á h-línunni, þá breyttust málin þannig að ég stóð allt í einu uppi með allt að því unnið tafl. Síðan tókst mér að þrýsta mjög á stöðu hans, en í 42. leik tók ég ranga ákvörðun með peðsleik og Portisch tókst á snjallan hátt að knýja fram jafnteflisstöðu, þar sem ég hafði hrók, riddara og kóng á móti kóng og hrók Ungverjans.“ Helgi sagði að aðstæður væru mjög góðar á keppnisstað, en teflt er í húsi sem nefnist Casa de Espania, eða House of Spain, en það hús er í eigu spænska ríkisins og allt þar í mjög spænskum stíl. Sömu tímamörk eru viðhöfð og á Reykjavíkurmótinu fyrr í vetur, í/2 klst á fyrstu 45 leiki og síðan 1 klst á 20 leiki. Biðskákir eru tefldar 2 tímum eftir að umferðum lýkur þannig að lítill tími gefst til að liggja yfir bið- stöðurannsóknum. Af öðrum úrslitum í gær vakti athygli að Bent Larsen tapaði, en hann virðist vera í nokkurri lægð um þessar mundir. Nokkr- ir sterkir meistarar hafa einn vinning eftir fyrstu umferðina og má þar nefna Adorjan, Tvanov, Kvalek, Kudrin og Alburt. Hitabylgja á Akureyri: Átta teknir fyrir of hraðan akstur ■ Það vill oft brenna við að of harður akstur haldist í hendur við fyrstu vordagana. Þannig voru 8 ökumenn á Akureyri teknir í gær fyrir of hraðan akstur enda komst hitinn þar uppundir 17° á celcius. Þrír ökumannanna voru á yfir 100 kílómetra hraða þegar lögreglan stöðvaði þá, sá sem hraðast ók mældist á 118 km. hraða norðan við bæinn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.