NT - 26.04.1984, Blaðsíða 14

NT - 26.04.1984, Blaðsíða 14
Fimmtudagur 26. apríl 1984 14 GEISLAVIRK EFNIÁ ÍSLJ - Eftirlit með umhverfisgeislun, handahófskennt segir Garðar Mýrdal eðlisfra Landspítalanum ■ Okkurvantarallaaðstöðutilrannsókna,segirSigurður M.M yfirmaður Geislavarnardeildar Hollustuverndarinnar ■ Deilur um NATÓ og Vari í vegi fyrir raunverulegum almannavörnum gegn kjarnorkuvá, segir Guðjón P( Almannavörnum ríkisins. ■Nýlega bárust fréttir af því að mælst hafði aukin geislavirkni í Austur-Grænlandsstraumnum. sem rakin væri til mengunar frá kjarnorkuveri á Bretlandseyjum. Þessi frétt hefur orðið mörgum áhyggjuefni, endaleiðir hún hugann að þeirri hættu sem Islendingum kann að stafa af geislun sjávar. En hvað vitum við sem byggjum afkomu okkar á sjávarafla um þessi mál? Hvernig er meðferð þessara efna háttað hér á landi og hvaða eftirlit höfum við með geislavirkni í umhverfi okkar. Þetta eru örfáar þeirra spurninga sem vakna. Því miður bendir margt til þess að Islendingar hafi ekki sinnt rannsókn þessara mála eins og efni og ástæður væru til. „Eftirlit með umhverfisgeislun hefur verið handahófskennt hér á landi, segir Garðar Mýrdal eðlisfræðingur við Landsspítalann. „Hjá okkur vantar alla aðstöðu til rannsókna, segir Sigurður M. Magnús- son eðlisfræðingur, forstöðumaður þeirrar deildar Holl- ustuverndar ríkisins sem heitir Geislavarnir ríkisins. Auk hans starfar einn annar maður á þessari deild. Það segir sína sögu. Geislavirknin mest á íslandi Á sjötta og sjöunda áratugnum þegar tilraunir með kjarnorku- sprengingar í andrúmsloftinu fóru fram var fylgst nokkuð reglulega meðgeislavirku úrfelli á íslandi. Árið 1968 kom út skýrsla um geislavirkt úrfelli á íslandi. I’ar var greint frá niður- stöðum mælinga sem gerðar höfðu verið á tæplega tíu ára tímabili hér á landi, til ársloka 1967. Par kemur meðal annars fram að þrátt fyrir að mælingar sýni minna af geislavirkum efn- um í andrúmslofti og regnvatni við Reykjavík en til dæmis í Danmörku, þá mælist mun meira af þessum efnum í mjólk og kjötvöru hér á landi en í nágrannalöndunum. Þau efni sem mæld voru eru Strontíum- 90 ogCesín-137. Þettaeru með- al þeirra efna sem mönnum eru talin stafa hvað mest hætta af, vegna þess að þau hafa mjög svipaða eiginleika og tvö efni sem nauösynleg eru mannslík- amanum, en það eru kalsín og kalín. Árið 1963 mældust þessi efni sem hér segir í mjólk á Selfossi, í Noregi, Danmörku og Eng- landi. Magn efnanna er örlítið en það er mælt í einingum pci í hverjum liter. Handahófs- kenndar mælingar Starfsmenn á eðlis og tækni- deild og á ísótóbadeild Lands- pítalans eru meðal þeirra ís- lendinga sem daglega vinna með geilsavirk efni. Cobolttækin sem notuð eru við krabbameins- lækningar innihalda geislavirk efni. Einnig radíumnálar sem sömuleiðis eru notaðar við ■ krabbameinsrannsóknir. Garð- ar Mýrdal einn eðlisfræðing- anna sem vinna á Landsspítal- anum segir lítið sem ekkert vitað um umhverfisgeislun hér á landi. „Mælingar á geisla- virkni í umhverfinu hafa verið handahófskenndar hérna, síðan þeim var hætt uppúr 1967. „Það er verið að tala urn að mælst hafi aukin geislavirkni í Austur- Grænlandsstraumnum. Enhvað vitum við um fiskinn sem syndir í þessum straumi? Mér vitan- lega hefur ekki verið fylgst með því hvort í honum mcgi finna aukningu geislavirkra efna," segir Garðar Mýrdal. Hann bendir á að nauðsynlegt sé að menn viti hvert magn geislvirkra efni sé í umhverfinu undir eðlilegum kringumstæð- um, svo greint verði þegar eitthvað fer úrskeiðis. „Norð- menn brenndu sig á þessu gagn- strontíum-90 cesín-137 Mjólkurbú Flóamanna Noregur Danmörk England pci/líter pci/líter 51 528 40 230 14 27 14 46 Skýrslan um þessar mælingar er rituð af þeim Guðmundi S. Jónssyni hjá Geislavörnum ríkisins, nú forstöðumanni eðl- is- og tæknideildar Landsspítal- ans og þeim Braga Árnasyni og Páli Theodórssyni hjá Raunvís- indastofnun Háskólans. Eftir að tilraunir með kjarnorkuvopn í andrúmslofti lögðust af hrað- minnkaði innihald þessara efna í andrúmsloftinu og þarmeð í matvælum. Engu að síður var haldið áfram að fylgjast með því víða erlendis, en hér á landi var þessum rannsóknum hætt. vart Bretum, þegar umræðan um súrt regn og afleiðingar þess hófst fyrir alvöru. Menn telja að talsvert af því súra regni sem fellur til jarðar í Skandinavíu eigi rætur að rekja til loftmeng- unar frá breskum iðjuverum. Þegar Norðmenn fóru að kvarta undan þessu við Breta og sýndu þeim mælingar sem þeir höfðu gert í Noregi var því svarað til að ekki væri hægt að sýna fram á að þessi súra rigning væri eitthvað nýtt eða óvenjulegt i Noregi. Samfelldar mælingar skorti.“ uppi fótur og fit meðal umhverf- isverndarmanna þegar fréttist að skip væri á leið frá Bretlandi með farm af geislavirkum úr- gangi frá sjúkrahúsum sem sökkva átti í hafið. Garðar Mýrdal telur að þá hafi sjúkrahúsin verið notuð sem skálkaskjól. Staðreyndin væri sú að geislavirkur úrgangur frá sjúkrahúsum væri aðeins örlítið brot af því sem til félli í iðnaði. Hins vegar hentaði ágætlega að kalla geislavirk efni, sjúkrahúsúrgang, þegar sökkva ætti þeim í hafið, vegna þess að almenningur hefði sam- úð með þeirri vinnu sem þar færi fram. ■ Handan veggsins er Kóbalt stutt er síðan skipt var um kóbalt í tóku að sér að koma efninu sem var því flutt úr landi. tæki Landspítalans. Tiltölulega tækinu. Seljendur nýja kóbaltsins skipt var út fyrir kattarnef. Það 68-skýrslan átti að leiða til frekari rannsókna „Ég tel að skýrslan sem þein Guðmundur S. Jónsson, Bragi Árnason og Páll Theodórsson sömdu 1968 hefði átt að verða hvatning til frekari rannsókna. Erlendis, til dæmis í Svíþjóð, var haldið áfrani að fylgjast með þessu þrátt fyrir að tilraun- um með kjarnorkusprengingar í andrúmslofti væri hætt og strontíum og cesín í andrúms- lofti minnkaði. Hér á landi höfðu þessar rannsóknir fyrst og fremst verið framkvæmdar vegna áhuga þessara vísinda- manna. Ekki var gert ráð fyrir t'járveitingu til þeirra heldur var rannsóknin fjármögnuð af stofnunum þessara manna. Upp úr 1967 lögðust þær af í öllum aðalatriðum, alla vega hefur þeim ekki verið haldið áfram með skipulegum hætti.“ „Ég tel, segir Garðar Mýrdal, að það sé mjög mikilvægt að taka þráðinn upp að nýju. Sem dæmi um það hve vitneskja okkar er götótt má nefna, að þær mælingar sem gerðar hafa verið hér síðan hafa allar verið framkvæmdar á hausti. Þær hafa sýnt lítið úrfelli geislavirkra efna. Hins vegar getur vel verið að þetta hlutfall snarhækki á vorin þegar snjóa leysir eftir veturinn. Um það vitum við ekkert. Eins er hugs- anlegt að hér á landi geti verið „staðbundnir pollar" þar sem þessi efni eru í ríkari mæli en annars-staðar. Um þetta vitum við heldur ekki af því mælingar hafa ekki verið gerðar," segir Garðar Mýrdal. sáralítið fellur til af geislavirk- um úrgangi. á spítölunum. Mest fellur til af slíku þegar skipt er um Kobalt í tækjum spítalans, en það er gert á um 5 ára fresti, síðast nú fyrir ári. Þegar nýtt Kobalt var keypt tóku hinir kanadísku seljendur við gamla Kobaltinu og var það því flutt úr landi. Hvað um það verður þegar þangað er komið, vitum við ekki. Þetta leiðir hugann að því að fyrir nokkrum árum varð Starfsmenn fyrir óþarfa geislun „Við höfum bent á það að starfsfólk við radíummeðferð spítalans verður fyrir öþarflega mikilli geislun í starfi", segir Garðar Mýrdal. „Að vísu er þetta undir hættumörkum en engu að síður þyrfti geislunin ekki að vera jafn mikii og hún er. Við höfum sótt um að fá að kaupa tæki sem gerir hvort tveggja í senn, það gerir geisla- meðferð nákvæmari og dregur úr geislun á starfsmenn. Enn er ekki Ijöst hvenær slíkt tæki verður keypt en að því hlýtur að koma fyrr eða síðar. Hluti af ■ Garðar Mýrdal í vinnustofu eðlisfræðinga þar sem geisla- virku efnin eru varðveitt. Yfirmaður geislavarnanna Okkur vantar mannskap, tæki og aðstöðu Spítalarnir skálka- skjól iðjuvera En hvernig er meðferð geisla- virkra efna háttað hér á landi, til dæmis á vinnustað Garðars Mýrdal, Landsspítalanum. Garðari og Sigurði M. Magnús- syni forstöðumanni Geislavarna ríkisins bar saman um það að ■ Uppi á þriðju hæð í húsi Heilbrigðisráðuneytisins við Laugaveg 116 í Reykjavík er stofnun sem lætur lítið yfir sér, enda starfsmenn fáir og umsvif- in afmörkuð. Reyndar eru Geislavarnir aðeins deild í allt annari stofnun, Hollustuvernd ríkisins, sem þar að auki er í öðru hverfi, í Síðumúlanum. Fyrir Alþingi liggur í dag stjórn- arfrumvarp sem gerir ráð fyrir því að sjálfstæði Geislavarna verði aukið á ný, en þeim var steypt saman við aðrar eftirlits- og rannsóknarstofnanir í Holl- ustuverndina, með lögum sem sett voru 1982. Það er auðheyrt á yfirmanni Geislavarnanna, að hann er hlynntur auknu sjálf- stæði. Sigurður M. Magnússon bendir á að starfsemi Geisla- varnanna sé að verulegu leyti frábrugðin annarri starfsemi innan Hollustuverndarinnar. „Ég tel okkur eiga meiri samleið með sjúkrahúsunum og Raun- vísindastofnun Háskólans", segir hann. „Hér á landi er jónandi geislun fyrst og fremst notuð innan læknisfræðinnar, til rannsókna, sjúkdómsgrein- inga og meðferðar. Meginþung- inn í okkar starfi tengist því öryggisráðstöfunum vegna þess- arar notkunar." Og hann bætir við: „Veigamesti þátturinn er eftirlit með röntgentækjum en þau eru um 370 í landinu. Til að gefa hugmynd um það hvað þau eru mikið notuð má geta þess að árlega eru teknar 120 þúsund röntgenmyndir.“ „Við þurfum einnig að hafa reglulegt eftirlit með þeim 20-30 stöðum þar sem notuð eru geisiavirk efni. Um það bil 400 til 500 manns vinna við jónandi geisla og bera þeir sérstaka filmu á sér sem mælir þá geislun sem þeir verða fyrir. Þessar filmur rannsökum við mánaðarlega," segir Sigurð- ur. í aðalatriðum eru starfsmenn Geislavarna tveir, auk Sigurðar er einn til viðbótar sem sinnir eftirlitsstörfum. varna? 1 reglugerð um Geisla- varnir ríkisins sem gefin var út árið 1968 er stofnuninni falið að sjá um eftirfarandi: Margþætthlutverk En hvert er hlutverk Geisla- 1. Reglubundið eftirlit með öllum geislatækjum og geisla- virkum efnum sem leyfi þarf fyrir. 2. Áthuganir umsókna og að veita landlækni umsögn um slíkar umsóknir. 3. Eftirlit með uppsetningu og breytingu röntgentækja og annarra geislatækja. 4. Eftirlit með flutningi, um- búnaði, tollskoðun og fjar- lægingu geislavirkra efna. 5. Eftirlit með geislaskömmt- um starfsfólks er vinnur við jónandi geislun. 6. Söfnun gagna og umsjón með mælingum á geislavirkni í matvælum, umhverfi o.fl. og úrvinnslu og útgáfu slíkra mælinga. 7. Hvers konar annað eftirlit og athuganir sem nauðsyn- legar eru lögum samkvæmt. 8. Aðild að evrópsku viðvör- M

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.