NT - 26.04.1984, Blaðsíða 19

NT - 26.04.1984, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 26. apríl 1984 19 Útvarp kl. 9.05: Útvarp kl. 22.35: Útvarp kl. 21.55: Orvænting - einleiksþáttur eftir Steingerði Guðmundsdóttur ■ Steingerður Guömunds- dóttir ■ „Örvænting" heitir einleiks- þáttur eftir Steingerði Guð- mundsdóttur, sem Geirlaug Þorvaldsdóttir flytur í útvarp kl. 21.55 í kvöld. Við báðum Geir- laugu að segja okkur aðeins frá því fyrirbæri, sem einleikur er kallað. „Þetta er kallað á erlendu máli „mónodrama“ og er upp- runalega rússneskt leikform. Það má ekki rugla þessu saman við „mónólog", sem kallað er á íslensku eintal. Þetta er leikrit. Það er að vísu bara einn flytj- andi, en það koma margir við sögu, þannig að maður skynjar í gegnum leikinn bæði umhverfi og aðra leikendur, þó að þöglir séu,“ segir Geirlaug. Hún sagði okkur ennfremur, að höfundur þessa einleiksþátt- ar, Steingerður Guðmundsdótt- ir, hefði á sínum tíma numið þessa einleikstækni í Bandaríkj- unum hjá rússneskum kennara og sé brautryðjandi á þessu sviði hér á landi. Erlendis hafa frægar leikkonur fengist við einleik, s.s. Claire Bloom og Ingrid Bergman. Einleikurinn „Örvænting" birtist í safni einleiksþátta fyrir allmörgum árum, sem bar nafn- ið „Börn á flótta.“ Bókina myndskreytti sjálfur meistari Kjarval fyrir Steingerði og valdi myndefnið með tilliti til þátt- anna. Þættina segir höfundur fjalla um börn, en þó ekki vera fyrir börn. Þó að þættirnir séu orðnir nokkuð gamlir, segir Geirlaug þá enn jafntímabæra og þegar þeir voru samdir. Steingerður Guðmundsdóttir hefur gefið út fjöldann allan af Ijóðabókum, leikritum og fyrir mónódrama hefur hún skrifað geysimarga þætti. Fimmtudagur 26. apríl 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Ragna Jónsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Hnifaparadansinn“ ettir Jón frá Pálmholti Höfundur byrjar lesturinn 9.20 Leiktimi. 9.30Tilkynningar. Tón- leikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 „Eg man þá t(6“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Blandað geði við Borgfirðinga Umsjón: Bragi Þórðarson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarnar Egilssonar; seinni hluti Þorsteinn Hannesson les (11). 14.30 Á frívaktinni Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjó- manna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Gervase de Peyer, Emanuel Hurwitz og Lamar Crowson leika Trió fyrir klarinettu, fiðlu og pianó eftir Aram Katsjaturi- an./ Ann Griffiths leikur á hörpu lög eftir André Caplet, Alec Templeton og Virgilic Mortari/ Josef Hála leikur píanólög eftir Bohuslav Martinu/ Karl Otto Hartmann og Eberhard Buschmann leika Dúó fyrir tvö fagott í F-dúr op. 3 nr. 5 eftir Francois Devienne. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Af stað með Tryggva Jakobs- syni. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Dag- legt mál. Sigurður Jónsson talar. 19.50 Við stokkinn Stjómendur: Mar- grét Ólafsdóttir og Jórunn Sigurðar- dóttir. 20.00 Halló krakkar! Stjórnandi: Ragn- heiður Gyða Jónsdóttir. Aðstoðar- maður: Sólveig Anna Jónsdóttir. 20.30 Staður og stund Umsjón: Asta R. Jóhannesdóttir. 21.30 Gestur i útvarpssal Sigriður Ella Magnúsdóttir syngur ariur úr óperum eftir Gluck, Donizetti, 14.00-16.00 Eftir tvö Stjórnendur: Jón Axel Ólafsson og Pétur Steinn Guðmundsson. 16.00-17.00 Rokkrásin - Þursaflokk- urinn kemur í heimsókn. Umsjón: Snorri Skúlason og Skúli Helgason 17.00-18.00 Lög frá 7. áratugnum Stjórnendur: Bogi Ágústsson og Guðmundur Ingi Kristjánsson. Föstudagur 27. apríl 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.35 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs- dóttir. 20.55 SkonrokkUmsjónarmaðurEdda Andrésdóttir. 21.25 Kastljós Þáttur um innlend og eriend málefni. 22.30 Griffin og Phoenix Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1976. Leikstjóri Daryl Duke. Aðalhlutverk: Peter Falk og Jill Clayburgh. Myndin er ástar- saga karls og konu sem eru haldin ólæknandi krabbameini. Þrátt fyrir það reyna þau að njóta þess sem lifið hefur að bjóða áöur en það verður um seinan. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 00.10 Fréttir í dagskrárlok Massenet og Rossini. Marc Tardus leikur með á píanó. 21.55 „Örvænting", einleiksþáttur eftir Steingerði Guðmundsdóttur Geirlaug Þorvaldsdóttir flytur. Knútur R. Magnússon les inngangsorð. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Fimmtudagsumræðan Umsjón: Hermann Gunnarsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. áf 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórnend- ur: Páll Þorsteinsson, ÁsgeirTómas- son og Jón Ólafsson. Hnífa- para- dansinn „Rokkrásin" í stað „ Jóreyks að vestan" ■ Fimmtudaginn 26. apríl verður breyting á dagskrá Rásar 2 kl. 16.00-17.00. Þátturinn „Jóreykur að vestan" fellur út, en í staðinn kemur „Rokkrásin“ og nefnist sá þáttur „Þursaflokkurinn kemur í heimsókn". Umsjónarmenn eru Snorri Skúlason og Skúli Helgason. Munu þeir reka feril Þursaflokksins og segja nýjustu fréttir af honum. Þursaflokkurinn er nú að undirbúa útgáfu á nýrri plötu og allt er á fullu hjá þeim, að sögn Snorra Skúlasonar. - ný barnasaga eftir Jón frá Pálmholti ■ { útvarpi kl. 9.05 í Morg- unstund bamanna hefur Jón frá Pálmholti lestur nýrrar sögu eft- ir sjálfan sig, „Hnífaparadans- inn.“ „Sagan gerist í borðskúffu og hnífapörin eru höfuð- persónurnar,“ segir höfundur okkur. Hnífapörin vakna einhvern tíma um nóttina og fara að spjalla saman um lífið og tilver- una. Ekki lognast þau þó út af í morgunsárið, heldur átta sig á því, að það er dálítið þröngt kerfi að vera í borðskúffunni. Dansinn er upp úr skúffunni. Þau fá þá trú að þau geti þetta, en hafa ekki trúað því til þessa að það væri hægt. Sagan var samin í fyrrasumar og lestrarnir verða alls 10-11 á sama tíma á mánudögum til og með föstudögum. ■ Jón frá Pálmholti, höfundur og lesari sögunnar-.Hnífapara- dansinn". ■ Þursaflokkurinn kemur ■ heunsokn a Kas 2. Forseti ÍSÍ gestur Fimmtudagsumræðunnar - 80.000 iðkendur almennings- íþrótta á landinu ■ í Fimmtudagsumræðu Hermanns Gunnarssonar, sem er á dagskrá i kvöld kl. 22.35, er meginuppistaðan íþróttir á breiðum grunni að sögn stjórnanda þáttar- ins. „Ég fæ forseta íþrótta- sambands íslands, Svein Björnsson, til þess að spjalla við mig og svara að sjálfsögðu hlustendum um íþróttastarf í landinu og þá á ég að sjálfsögðu við al- menningsíþróttir, keppnis- íþróttir og afreksíþróttir. Honum er síðan frjálst að taka með sér í þáttinn þá, sem honum þóknast. Síðan er fólki heimilt að spjalla um hvað sem er. Talað er ■ Sveinn Björnsson, for- seti ÍSÍ um að það séu um eða yfir 80.000 iðkendur innan vé- banda íþróttasambandsins og vafalaust liggur ýmsum ýmislegt á hjarta í þeim efnum,“ sagði Hermann um aðalefni þáttarins. Þátttaka í Ólympíuleikum og lyfjanotkun íþróttamanna Ekki þykir honum ótrú- legt, að Ólympíuleika beri á góma í þættinum, þar sem hann segir þá í sínum aug- um komna út í öfgar og tóma vitleysu, og reyndar ekkert nema óopinbera heimsstyrjöld stórvelda. íþróttahugsjónin er látin lönd og leið. Það er því kominn tími til að hugleiða, hvaða erindi íslendingar eigi á slíkah vígvöll, segir Hermann og bætir við, að Ólympíuleikarnir hafi farið nokkuð langt frá upphaf- legu markmiði sínu. Þá þykir Hermanni mjög sennilegt, að eitthvað verði minnst á lyfjanotkun íþróttamanna, en það sé ákaflega viðkvæmt mál, sem verði að ræða hið allra fyrsta tæpitungulaust. Rás2kl. 16:00-17

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.