NT - 26.04.1984, Blaðsíða 25

NT - 26.04.1984, Blaðsíða 25
 Fimmtudagur 26. apnl 1984 25 lil Útlönd ■ Hermenn sandinista. Þeir eiga nú fullt í fangi með að verjast árásum skæruliða sem reyna að steypa stjórninni í Nicaragua með aðstoð Bandaríkjanna. Nicaragua kærir Bandarík- in fyrir Haag-dómstólnum Haag, Washington-Reuter. ■ Nicaragua hefur kært stuðn- ing Bandaríkjamanna við upp- reisnarmenn til alþjóðadóm- stólsins í Haag. Fulltrúi stjórn- arinnar í Nicaragua flutti mál sitt fyrir dómstólum í gær en næstkomandi föstudag munu Bandaríkjamenn kynna dóm- endum sína afstöðu. Lagning tundurdufla fyrir utan hafnir í Nicaragua hefur þegar valdið Nicaragua- mönnum miklum efnahags- skaða. Fulltrúar Nicaragua sögðu á fundi framkvæmdar- nefndarráðs um efnahags- og þjóðfélagssamvinnu Ameríku- ríkja í fyrradag að Nicaragua hefði tapað sem næmi um tíu milljónum Bandaríkjadala á síðustu þremur mánuðum vegna lagningu tundurduflanna. Þeir sögðu að þeir hefðu misst fimm fiskiskip sem hvert um sig væri metið á um eina milljón Bandaríkjadala á síðustu þrem- ur mánuðum vegna lagningar tundurduflanna. Þeir sögðust ennfremur hafa misst fimm fiskiskip sem hvert um sig væri metið á um eina milljón dala og þeir hefðu tapað um 3.8 milljón dala verðmætum vegna þess að aflinn sem bærist á land hefði minnkað mjög mikið. Fulltrúar Nicaragua mótmæltu stuðningi leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, við þessa skemmdarverka- starfsemi og þeirri fyrirlitningu sem heimsveldi sýndi þannig lögum og rétti. Bardagar milli stjórnarher- manna og uppreisnarmanna í Nicaragua hafa stöðugt harðnað á undanförnum mánuðum og stjórnvöld í Nicaragua segja að í bardögum í síðustu viku hafi þeir fellt meira en 120 skæru- liða. Forystumenn uppreisn- armanna fullyrtu hinsvegar að þeir hefðu aðeins misst um 37 af mönnum sínum en drepið eða sært meira en 200 sandinistaher- menn stjórnarinnar. David Kennedy finnst látinn Florida-Reuter ■ Sonur Roberts Kennedys heitins, David Kennedy, fannst í gær látinn á hótelher- bergi sínu í Palm Beach í Florida. David hafði lengi átt við mikil vandamál að stríða vegna eiturlyfjaneyslu og árið 1979 var hann lagður inn á sjúkrahús í Boston vegna hjarta- sjúkdóms sem stundum fylgir eiturlyfjaneyslu. David hafði að undanförnu dvalist mikið hjá ömmu sinni sem á heima í Palm Beach þar sem dauða hans bar að höndum. Frændi David, bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Edward Kennedy, sagði í yfir- lýsingu sem hann gaf út í Washington að þetta væru erf- iðir tímar fyrir fjölskyldu hins látna, móður hans, bræður og systur. David var fjórða elsta barn- ið af ellefu börnum Roberts og Ethel Kennedys. ■ Afganskir skæruliðar. Stjómin í Kabul segir að þeir hafi verið hraktir frá stöðvum sínum í Panjerdal þar sem þeir réðu áður lögum og lofum. Afganistan: Liðsauki berst frá Sovét- ríkjunum og sóknin hert París-Reuter. ■ Sovétríkin hafa bætt við 80 þúsund manns í herlið sitt í Afganistan og eru þar nú yfir 200 þús. sovéskir hermenn í landinu og von er á fleiri. Þetta sagði leiðtogi afganskra flótta- manna í Pakistan, Rabbani próf- essor á blaðamannafundi í París í gær. Hann sagði tölur þessar byggðar á uppiýsingum frá af- gönskum liðsforingjum sem hliðhollir eru uppreisnar- mönnum. Þessi tala er um helm- ingi hærri en vestrænar heimildir gáfu upp fyrri á árinu. Rabbani prófessor sagði, að tekin hefi verið upp harðari stefna gagnvart uppreisnarmönnum í Afganist- an eftir að Tshernenko tók við völdum og ætluðu Sovétmenn sér greinilega að herða sóknina og vinna hernaðarsigra. Útvarpið í Kabul sagði í gær að herinn hafi náð Panjerdal á sitt vald en hann var undir yfirráðum uppreisnarmanna og er hernaðarlega mikilvægur þar sem dalurinn liggur á milli Kabul og sovésku landamæranna. Sovéski herinn í Afganistan hef- ur hafið vorsókn og ber heimild- um víðar að saman um að hann sé nú fjölmennari og öflugri en nokkru sinni fyrr í landinu. Sovétmenn og afganski stjórnar- herinn hafa sex sinnum áður reynt að ná dalnum á sitt vald en ávallt mistekist þar til nú. Uppreisnarmenn veittu harða mótspyrnu og eyðilögðu fjórar brýr og réðust á herflutninga- lestir og hafa truflað olíuflutn- inga til Kabul. Á blaðamannafundinum í gær sagði Rabbani að sjálfsmorðs- sveitir afganskra skæruliða hefðu á síðasta ári unnið hermd- arverk innan sovésku landamær- anna. Þeir hefðu unnið skemm- darverk á orkuveri og hefðu náð þar á sitt vald skriðdrekunt og vörubílum. Hann kvartaði yfir því að lítil aðstoð bærist erlendis frá til skæruliða og skorti þá sérstaklega varnarvopn gegn flugvélum. Fjöldamorð í Chicago Chicago-Reuter ■ Byssuglaður maður skaut fjóra til bana í íbúða- byggingu í gær. Lögreglan skaut síðan manninn á bíla- stæði utan við bygginguna þar sem byssubardagi var áður. Maðurinn skaut þrjár manneskjur til bana á 23. hæð hússins, á 18. hæð beið kona bana af völdurn hans og önnur særðist og einnig særði hann konu á jarðhæð. Tvær manneskjur aðrar voru særðar en ekki alvar- lega. Þegar lögreglan kom á vettvang var maðurinn kominn út og var hann gerð- ur óvígur eins og fyrr segir. Ekki var vitað í gærkvöldi hver maðurinn var eða ástæðunni fyrir morðunum. Fílar í í útrýmingarhættu Bangkok-Reuter ■ Tailendingar hafa ákveðið að láta fara fram heildarkönnun á fjölda villtra fíla í landinu næstu tvö árin. Samkvæmt laus- legri áætlun eru fílarnir tald- ir vera á milli 2500 og 4000 talsins en fyrir heimsstyrj- öldina síðari er álitið að næstum 100.000 fílar hafi verið í Tailandi. Athugunin á fjölda fíl- anna sem hófst nú fyrir skömmu er meðal annars fjármögnuð með fram- lögum frá alþjóðlegu nátt- úruverndarsamtökunum „The World Wildlife Fund“. Milljón bílar á mánuði Japanir f ramleiddu 11,21 milljón bíla á síðasta ári Moskva-Rcutcr ■ Framleiðsla Japana í bílum á síðasta fjárhagsári var meiri en hún hefur nokkurn tímann áður verið.. Samkvæmt yfirliti samtaka bifreiðaframleiðenda í Jap- an voru framleiddir 11.21 milljónir bifreiða á tímabil- inu frá 1. apríl á síðasta ári til mars loka nú í ár en þá lýkur japanska fjárhagsár- inu. Japanir fluttu út u.þ.b. 5.69 milljón farartæki á tímabilinu sem er 1.7% aukning frá næsta ári þar á undan þrátt fyrir að það að þak hefur verið sett á bíla- útflutning þeirra til Banda- ríkjanna. Óspektir færast í aukanaí Moskvu - áhangendur fótboltaliða berjast Moskva-Rcutcr ■ Knattspyrnuáhuga- menn í Moskvu hafa ætt um og brotið rúður, velt bflum og ógnað borgum og bæjum víða um Sovétríkin á því keppnistímabili sem nú stendur yfir. Þessi tíðindi voru sögð í Moskvublaðinu Trud í gær. Sérstaklega var blaðið harðort um áhang- endur Moskvu-liðsins Spar sem hafa sleppt fram af sér öllum böndum. Eru yfirvöld hvött til að skerast í leikinn. Frásögnin var öll líkari því að verið væri að lýsa ólátabelgjum í Vestur-Evr- ópu að því er blaðið sagði, sem gera allt vitlaust á knattspyrnuvöllum þegar uppáhaldslið þeirra leika. Unglingarnir bera trefla og borða með litum uppáhalds- liðs síns og áhangendur þeirra knattspyrnuliða sem keppa hverju sinni berjast meðan á leik stendur og á eftir. Fótboltaáhuga- mennirnir frá Moskvu ferð- ast til Minsk, Leningrad og Vilinius með uppáhaldslið- um sínum. Á leiðinni ryðj- ast þeir um járnbrautarlestir með illskulátum og hrinda gömlu fólki og slást við heimamenn þessara borga, þegar á völlinn kemur. Sovésk blöð hafa áður skrifað um ólæti á knatt- spyrnuvöllum og annars staðar eftir kappleiki, en nú er eins og ungu mennirn- ir sleppi sér algjörlega lausum og ólætin fara eins og faraldur um höfuðborg- ina. Þegar leikið er á heima- velli Spartak er keppnis- ''öllurinn umkringdur og reynt er að halda áhangend- um liðanna aðskildum svo að allt fari ekki í bál og brand á milli þeirra. En þetta dugir ekki til og fjöl- menir hópar ungra manna slást. Trud sagði að óeirðirnar væru ekki hið eina sem setti Ijótan blett á keppni í fót- bolta. Á völlunum færi einnig fram svartamarkaðs- brask því það kostar fé að fylgja liði sínu eftir í. keppnisferðalög um landið. Þá eru áhangendur Spar- tak ásakaðir um að vera valdir að því að klína máln- ingu á veggi opinberra bygginga þar sem getur að líta merki félagsins. Blaðið sagði að lögreglan væri ekki fær um að fást við óeirðar- seggina og nefndi því til sönnunar að þegar hópar eru teknir inn á lögreglustöð eftir óspektir væru dæmi um að þeir hafi kh'nt merkj- um knattspyrnufélaga á innanverða ídósettveggina í sjálfri lögreglustöðinni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.