NT - 27.04.1984, Blaðsíða 18
Föstudagur 27. apríl 1984 1 8
Ferðist til
Norðurlandanna
Átak til eflingar ferðalaga á milli Norðurlandanna
■ Ferðamálaráö Norður-
landanna eru nú aö hefja átak
í þá átt að auka ferðalög innan
Norðurlandanna, þ.e.a.s. á
milli þeirra. í þessu skyni hefur
verið gefmn út bæklingur sem
verður dreift í 400.000 ein-
tökum á Norðurlöndunum.
Hér á íslandi kemur út danska
útgáfan af bæklingnum, með
aukasíðum á íslensku sem
kynna ferðir íslenskra ferða-
skrifstofa til Norðurlandanna.
í könnun sem efnt var til á
Norðurlöndunum í tengslum
við þetta átak kom í ljós að
ísland var efst á lista sem
vinsælasti áfangastaður
Norðulandabúa. Af um 30.000
þátttakendum kusu um 7.000
Island, 6.300 Danmörku,
5.500 Noreg, 5.100 Svíþjóð og
um 5.000 Finnland.
í fyrrnefndum bæklingi eru
miklar upplýsingar um fjölda
ferða hinna ýmsu ferðaskrif-
stofa um Norðurlöndin. Til að
livetja ferðaskrifstofur til að
senda inn ferðir í bæklinginn
var ákveðið að auðkenna sér-
lega forvitnilegar og fróðar
ferðir í bæklingnum. Nokkrar
ferðir til íslands fengu gæða-
stimpil, í norsku útgáfu bækl-
ingsins þrjár ferðir, þar af tvær
ferðir Samvinnuferða og ein
ferð sem Flugleiðir bjóða í
Noregi í samvinnu við íshesta
og Úlfar Jacobsen. í finnska
bæklingnum er sérstaklega
bent á tvær ferðir fyrir ellilíf-
eyrisþega, í sænska bæklingn-
um er mælt með helgarferðum
Flugleiða vor og haust, og í
Danmörku hlaut 5-daga ferð
Ferðaskrifstofu Ríkisins sér-
staka viðurkenningu.
Bæklingurinn mun innan
skamms fást afhentur á íslen-
skum ferðaskrifstofum og hjá
Flugleiðum.
Málþing - ráðstefnur
Menntun, hagsæld og
nýjar hugmyndir í
atvinnulífínu
■ Bandalag háskólamanna
gengst fyrir ráðstefnu á laugardag
í Borgartúni 6 og hefst hún kl.
10.00. Yfirskrift hennar er:
„Menntun, og hagsæld, nýjar
hugmyndir í atvinnulífinu. Fjall-
að verður um nýjar hugmyndir í
sjávarútvegi, landbúnaði, iðnaði,
verslun og markaðsmálum,
verktastarfsemi og bankastarf-
semi. Meðal framsögumanna
verða Björn Dagbjartsson for-
stjóri Rannsóknarstofnunar fisk-
iðnaðarins, Ingjaldur Hannibals-
son forstjóri Iðntæknistofnunar
og Þráinn Þorvaldsson forstjóri
Hildu h.f. Að endingu verða
pallborðsumræður undir stjórn
Guðmundar Einarsson verkfræð-
ings og taka framsögumenn þátt
ásamt forustumönnum Alþýðu-
sambands íslands og Vinnuveit-
endasambands íslands. Ráð-
stefnan er öllum opin.
Siðfræði geðrænnar
meðferðar
■ Félag sálfræðinema við Há-
skóla íslands heldur málþing um
siðfræði geðrænnar meðferðar í
stofu 301 í Árnagarði á morgun
og hefst málþingið kl. 14.00.
Frummælendur verða Páll Skúla-
son prófessor í heimsspeki, Arn-
ór Hannibalsson formaður Sál-
fræðingafélags íslands, Ingólfur
Sveinsson geðlæknir og Jónas
Gústafsson sálfræðingur. Á eftir
verða pallborðsumræður undir
stjórn Onnu Valdimardóttur sál-
fræðings. Öllum er heimill að-
gangur.
■ Lúdó og Stefán. Upp á svið eftir 20 ára hlé.
Ferðir — útivist
■ Kl. 10.30 á sunnudag verður
lagt af stað í ferð Útivistar um
Svínaskarð, gömlu þjóðleiðina til
Vesturlands. Verð kr. 250.
Útivist efnir einnig til ferðar á
slóðir Eyjafellsmóra á sunnudag
kl. 13.00. Létt ganga fyrir alla í
nágrenni Irafells og Svínadals í
Kjós. Verð kr. 250, frítt fyrir börn
í fylgd með fullorðnum. Brottferð
verður frá Bensínsölu BSI.
Á 1. maí verða tvær ferðir á
vegum Útivistar. Kl. 10.30 verður
lagt upp í ferð til Þorlákshafnar og
um Selvog og gengið um strand-
lengjuna. Ferðin kostar 300
krónur. Kl. 13.00 sama dagverður
farið á slóðir þjóðsagnapersónunn-
ar sr. Eiríks í Vogsósum, Eiríks-
varða verður heimsótt, gengið í
hella og komið að Strandarkirkju.
Lúdó og Stefán
aftur á sviðið
■ Lúdó og Stefán. Flestir
sem komnir eru á fertugsaldur-
inn og þar yfir muna eftir
nafninu og lögunum, þeir lang-
minnugustu muna jafnvel eftir
nafninu Plútó, en svo hét
flokkurinn í upphafi. En hafi
menn haldið að þessi hljóm-
sveit heyrði nú algerlega sóg-
unni tU, þá vaða þeir í villu,
Lúdó og Stefán troða upp í
Þórscafé í kvöld eftir 20 ára
hlé.
Nöfn hljómsveitarmeðlima
vekja gamlar endurminningar,
Berti Möller, söngur, og gítar,
Hans Krogh trommur, Elfar
Berg hljómborð, Arthur Moon
bassi, Hans Jensen tenórsax,
Þorleifur Gíslason tenórsax og
Stefán Jónsson söngur. Þessir
menn mynduðu kjarnann í
sveitinni fyrir 20 árum.
Lúdó spilaði upphaflega í
Vetrargarðinum og seinna í
Storkklúbbnum, sem seinna
fékk nafnið Glaumbær. Þaðan
lá leiðin í Þórscafé, þar sem
Lúdó tók við, þegar hinn frægi
KK sextett hætti. Æskan á
þeim árum virðist hafa verið
haldin mikilli skemmtanafíkn
þá ekki síður en nú því Þórs-
cáfé var opið alla daga vikunn-
ar og alltaf var fullt út úr
dyrum. Á laugardagskvöldum
voru gömlu dansarnir í Þórs-
café og þá héldu Lúdó og
Stefán jafnan austur fyrir fjall
og léku á sveitaböllum, sem
þá voru á hátindi vinsælda.
Stemmningin frá þessum
árum verður sem sagt rifjuð
upp í Þórscafé í kvöld og er
ekki að efa að gamlir aðdáend-
ur fylla staðinn eins og forðum.
Kvikmyndasýningar
Kvikmyndaklúbbur-
inn Norðurliós
■ Kvikmyndaklúbburinn
NORÐURLJÓS sýnir á
sunnud. 29. apríi kl. 17:00
dönsku kvikmyndina TÆNK
PÁ ET TAL gerð eftir sögu
danska rithöfundarins Anders
Bodelsens, og fjallar um hæg-
látan bankagjaldkera, sem
kemst í feitt þegar bankaræn-
ingi birtist í gervi jólasveins
einn kaldan desemberdag.
Leikstjóri er Palle Kjærulff-
Ferðafélag
íslands
■ Á sunnudaginn verða tvær
ferðir á vegum Ferðafélagsins, kl.
10.30 verður farið að Garðskaga-
vita, gengið með ströndinni til
Sandgerðis, ekið þaðan Stafnnesi
og gengið um Básenda.
Kl. Í3.00 sama verður ekið að
Þjófaskarði við Melafjall og gengið
þaðan á Tindastaðafjall sem er 700
metra hátt, norðvestan í Esjunni.
Verð er krónur 200. Lagt verður af
stað frá Umferðarmiðstöðinni
austanmegin og farmiðar eru af-
greiddir við bíl. Börn í fylgd full-
orðinna fá frítt.
Schmidt og í aðalhlutverkum
eru Henning Moritzen og Bibi
Andersson.
ívan grimmi II. í
MÍR-salnum
■ Fyrri hluti hinnar frægu
kvikmyndar S. Eisensteins
„ívan grimmi“ var sýndur í
MÍR-salnum, Lindargötu 48,
á annan í páskum. Sfðari hluti
myndarinnar verður sýndur á
sama stað nk. sunnudag, 29.
apríl, kl. 16. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Miðvikudagur
2. maí
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Á
virkum degi. 7.25 Leiktimi
8.00 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir.
Morgunorð - Anna Hilmarsdóttir
talar
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna:
„Hnífaparadansinn" eftir Jón frá
Pálmholti Höfundur les (5)
9.20 Leikfimi 9.30 Tiikynningar. Tón- -
leikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Tón-
leikar.
10.45 íslenskir einsöngvarar og kór-
ar syngja
11.10 Tónsmíðar i hjáverkum - I.
þáttur Guðrún Guðlaugsdóttir ræðir
við Gunnar Guðmundsson og leikin
eru lög eftir hann.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Léttlög frá 1955-1960
14.00 Ferðaminningar Sveinbjarnar
Egilssonar; seinni hluti Þorsteinn
Hannesson les (15)
14.30 Miðdegistónleikar Taru Valj-
akka syngur lög eftir Jean Sibelius.
Ralf Gothóni leikur með á pianó.
14.45 Popphólfið - Jón Gustafsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Siðdegistónleikar Filadelfiu-
hljómsveitinleikur Sinfóníu nr. 2 i
e-moll eftir Sergej Rakhmaninoff;
Eugene Ormandy stj.
17.10 Síðdegisvakan
18.00 Snerting Þáttur Arnþórs og
Gísla Helgasona.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Mar-
grét Ólafsdóttir og Jórunn Sigurðar-
dóttir
20.00 Barnalög
20.20 Útvarpssaga barnanna: „Vesl-
ings Krummi" eftir Thöger Birke-
land Þýðandi: Skúli Jensson. Einar
M. Guðmundsson les (7).
20.40 Kvöldvaka a. Kristin fræði forn
Stefán Karlsson handritafræðingur
flettir blöðum kirkjulegra bókmennta
miðalda. b. Kór Söngskólans i
Reykjavik syngur Stjórnandi:
Garðar Cortes. c. Um kaffi Hall-
gerður Gísladóttir fjallar um kaffi og
kaffidrykkju Islendinga.
21.10 Hugo Wolf - 5. og síðasti
þáttur: „ítalska Ijóðabókin"
Umsjón: Sigurður Þór Guðjónsson.
Lesari: Guðrún Svava Svavarsdótt-
ir.
21.40 Útvarpssagan: „Þúsund og
ein nótt“ Steinunn Jóhannesdóttir
les valdar sögur úr safninu i þýðingu
Steingrims Thorsteinssonar (5).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Við Þáttur um fjölskyldumál.
Umsjón: Helga Ágústsdóttir.
23.15 Tónlist eftir Pál ísólfsson a
Ragnar Björnsson leikur á orgel
Dómkirkjunnar i Reykjavík „Inn-
gang og passacagliu'' i f-moll. b.
Sinfóníuhljómsveit Islands leikur
„Lýríska svítu"; Páll P. Pálsson stj.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok
Fimmtudagur
3. maí
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi. 7.25 Leikfimi
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir
Morgunorð - Magnús Guðjónsson
talar.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna:
„Hnifaparadansinn" eftir Jón frá
Pálmholti Höfundur les (6)
9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tón-
leikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar.
11.00 „Eg man þá tið“ Lög frá liðnum
árum. Umsjón: Hermann Ragnar
Stefánsson.
11.30 Blandað geði við Borgfirðinga
Umsjón: Bragi Þórðarson.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 Ferðaminningar Sveinbjarnar
Egilssonar; seinni hluti Þorsteinn
Hannesson les (16).
14.30 Á frívaktinni Sigrún Sigurðar-
dóttir kynnir óskalög sjómanna.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar Barry Tuck-
well og Vladimir Ashkenazy leika
Adagio og allegro i As-dúr fyrir horn
og píanó op. 70 eftir Robert Schu-
mann / Yehudi Menuhin, Robert
Masters, Ernst Wallfisch, Cecil Aro-
novitsj, Maurice Gendron og Derek
Simpson leika Sextett nr. 2 í G-dúr
op. 36 eftir Johannes Brahms.
17.10 Siödegisvakan
18.00 Af stað með Tryggva Ja-
kobssyni
18.10 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Dag-
iegt mál. Siguröur Jónsson talar.
19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Mar-
grét Ólafsdóttir og Jórunn Sigurðar-
dóttir.
20.00 Halló krakkarl Stjórnandi:
Gunnvör Braga Aðstoðarmaður:
Irpa Sjöfn Gestsdóttir
20.30 Frá tónleikum Sinfónfuhljóm-
sveitar jslands f Háskóiabfói;
fyrri hluti Stjórnandi: Jean-Pierre
Jacquillat. Einleikari Unnur Svein-
bjarnardóttir. a. Svíta nr. 5 eftir
Johann Sebastian Bach. b. Konsert
fyrir lágfiðlu og hljómsveit eftir Áskel
Másson. (Frumflutningur). - Kynnir:
Sigurður Einarsson
21.20 Samtal náttúrunnar og íslend-
ings Halldór Þorsteinsson segir frá
ítalska Ijóðskáldinu Giacomo Leo-
pardi og les þýðingu sína á þætti
eftir hann i óbundnu máli. Lesari
ásamt Halldóri: Andrea Oddsteins-
dóttir
21.50 „Kiss me Kate“ eftir Cole Port-
er Kathryn Grayson, Howard Keel
o.fl. syngja lög úr söngleiknum með
kór og hljómsvejt; André Previn stj.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Reikistjarnan Marz Gerður
Steinþórsdóttir les erindi eftir Stein-
þór Sigurðsson stjörnufræðing.
23.05 Síðkvöld með Gylfa Baldurs-
syni
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Miðvikudagur
2. maí
10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórnend-
ur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tóm-
asson og Jón Ólafsson.
14.00-16.00 Allrahanda Stjórnandi:
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.
16.00-17.00 Rythma Blús Stjórnandi:
Jónatan Garðarsson.
17.00-18.00 Konur í rokkmúsik
Stjórnandi: Andrea Jónsdóttir.
Fimmtudagur
3. maí
10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórnend-
ur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tóm-
asson og Jón Ólafsson.
14.00-16.00 Eftir tvö Stjómendur: Jón
Axel Ólafsson og Pétur Steinn
Guðmundsson.
16.00-17.00 Rokkrásin Stjórnendur:
Snorri Skúlason og Skúli Helgason.
17.00-18.00 Einu sinni áður var
Stjórnandi: Bertram Möller.
Föstudagur
4. maí
10.00-12.00 MorgunþátturStjórnend-
ur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tóm-
asson og Jón Ólafsson.
14.00-16.00 Pósthólfið Stjórnendur:
Hróbjartur Jónatansson og Valdís
Gunnarsdóttir.
16.00-17.00 Bylgjur Stjórnandi: Ás-
mundur Jónsson.
17.00-18.00 í föstudagsskapi Stjórn-
andi: Helgi Már Barðason.
23.15-03.00 Næturvakt á Rás 2
Stjórnandi: Ólafur Þórðarson. Rásir
1 og 2 samtengdar með veðurfrétt-
um kl. 01.00 og heyrist þá í Rás 2
um allt land.
Laugardagur
5. maí
24.00-00.50 Listapopp (endurtekinn
þáttur frá Rás 1) Stjórnandi: Gunn-
ar Salvarsson.
00.50-03.00 Á næturvaktinni Stjórn-
andi: Kristin Björg Þorsteinsdóttir.
Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00
og heyrist þá í Rás 2 um allt land.
sjonvarp
Miðvikudagur
2. maí
19.20 Fólk á förnum vegi. Endur-
sýning 23. Matseld Enskunám-
skeið i 26 þáttum.
19.23 Söguhornið. Sagan af Sólfaxa
eftir Ármann Kr. Einarsson, höf-
undur les. Umsjónarmaður Hrafn-
hildur Hreinsdóttir
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Synir og elskhugar. Sjötti
þáttur. Framhaldsmyndaflokkur í
sjö þáttum frá breska sjónvarpinu,
sem gerður er eftir samnefndri sögu
eftir D.H. Lawrence. Þýðandi Vetur-
liði Guðnason.
21.45 Úr safni Sjónvarpsins. Sýndir
veröa tveir þættir úr myndaflokknum
„Við Djúp" sem gerður var sumarið
1971. Fjallað er m.a. um samgöngur
við ísafjarðardjúp og komið við á
nokkrum útgerðarstöðum. Umsjón-
armaður Ólafur Ragnarsson.
22.50 Fréttir i dagskrárlok
Föstudagur
4. maí
19.35 Tónlistarskólinn bresk teikni-
mynd.
19.45 Fréttir á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.35 Auglýsingar og dagskrá
20.45 Á döfinni Umsjónarmaður Karl
Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs-
dóttir.
20.55 Dire Straits Stuttur dægurlaga-
þáttur með hljómsveitinni „Dire
Straits" sem leikur tvö lög.
21.15 Paradís samkvæmt tilskipun
Þýsk heimildamynd frá Norður-
Kóreu sem lýsir landi og þjóð og þá
skki sist þjóðskipulaginu en það er
reist á kennisetningum kommúnis-
mans. Þýðandi Veturliði Guðnason.
Þulur Bogi Amar Finnbogason.
22.00 Besti maðurinn (The Best
Man) Bandarisk bíómynd frá 1964.
Leikstjóri Franklin Schaffner. Aðal-
hlutverk: Henry Fonda, Cliff Roberf-
son, LeeTracy, Shelley Berman og
Mahalia Jachson.
Tveir stjórnmálamenn keppa um
útnefningu til framboðs i forseta-
kosningum í Bandaríkjunum.
Stuðningur rikjandi forseta er þeim
mikið keppikefli og grípur annar
frambjóðandinn til örþrifaráða til að
öðlast hann. Þýðandi Guðbrandur
Gíslason.
23.40Fréttir í dagskrárlok