NT - 30.04.1984, Blaðsíða 4

NT - 30.04.1984, Blaðsíða 4
Mánudagur 30. apríl 1984 4 w „Atti engan veg- inn von á þessu“ - segir Sigurjón Jóhannsson, sem fékk verðlaun úr menningarsjóði Þjóðleikhússins ■ „Ég átti engan veginn von á þessu. Maður er ekkert að reikna með einu eda neinu í önn dagsins. Þetta kemur ævinlega á óvart og þess vegna vekur þaö bæöi undrun og gleði að það sé maður sjálfur í þetta skipt- ið,“ sagði Sigurjón Jóhanns- son yfirleikmyndateiknari Þjóð- leikhússins, þegar NT ræddi við hann í tilefni þess að honum voru veitt verðlaun úr menning- arsjóði Þjóðleikhússins á laug- ardagskvöld. Verðlaunaafhendingin tór fram í upphafi sýningar á söng- ieiknum Gæjum og píum, en Sigurjón er einmitt höfundur leikmyndar þess verks. En hvaða þýðingu skyldu svona verðlaun hafa fyrir þann, sem fær þau? „Maður hlýtur að líta á þetta þannig, að störf manns við stofnunina séu metin, og um leið er það viss hvatning til að halda áfram. Þetta hefur það táknræna gildi fyrst og fremst.“ Sigurjón hefur unnið í 12 ár við Þjóðleikhúsið og á þeim árum hefur hann gert á 6. tug leikmynda, bæði fyrir Þjóð- leikhúsið og önnur leikhús, auk þess sem hann hefur gert leik- myndir fyrir tvær kvikmyndir, Á hjara veraldar og nú síðast Atómstöðina. - Hver er eftirminnilegasta sýningin, sem þú hefur unnið að? „Gæjar og píur er eftirminni- leg sýning og það var mjög gaman að kljást við hana og ná henni saman, því að þetta er feikna leikbákn og reyndi á.“ - Hvert verður næsta verk- efni hjá þér? „Það er ekki afráðið. Ég hef verið ansi upptekinn í lengri tíma og hef satt að segja smá hlé núna og verð ekki með verkefni við húsið fyrr en á næsta leikári. Ég tek því fegins hendi. Ég ætla að rækta mig og mína, konu og börn,“ sagði Sigurjón Jóhannsson. ■ „Hjálpræöisherinn" sam- gleðst Sigurjóni innilega eftir að var verðlaunaveitingin kunngerð, að tjaldabaki, en þá stóð fyrir dyrum sýning á Ieikrit- i inu „Gæjar og píur.“ Mynd: Jóhanna Ólafsdóttir Aðalf undur hjá Amnesty ■ íslandsdeild Amnesty International heldur aðalfund sinn í kvöld klukkan 20:30 í Lögbergi, húsi lagadeildar Há- skóla íslands. Formaður félagsins, Bernharður Guðmundsson, flytur ársskýrslu stjórn- arinnar. Auk þess munu talsmenn hinna ólíku starfshópa greina frá vetrarstarf- inu. Þá verða lagabreytingar og stjórn- arkjör. Áð sögn Bernharðar Guðmundsson- ar, formanns samtakanna, er starfið nú í miklum blóma. Hann sagði að félögum hefði fjölgað ört undanfarið og þeir hefðu aldrei verið fleiri en nú. Nú stendur yfir á vegum Amnesty herferð gegn pyntingum, og er unnið að henni með margvíslegum hætti út þetta ár hér á landi svo sem í öðrum aðildarlöndum samtakanna. ___________ Ódýrt vinnu- afl á uppboði - á útifundi á Lækjartorgi 1. maí ■ Uppboð á ódýru vinnu- afli verður meðal atriða á dagskrá sem verkalýðsfé- lögin í Reykjavík, BSRB og Iðnnemasambandið standa að á útitundi a Lækjartorgi 1. maí ítilefni af alþjóðlegum baráttudag verkalýðsins. Dagskráin hefst með kröfugöngu frá Hlemmi á Lækjartorg kl. 13.30 en þar verður haldinn úti- fundur, sem reiknað er með að hefjist kl. 14.40. Þar halda forustumenn verkalýðsfélaga og sam- banda ræður auk Oscar Villegas frá EI Salvador, eins forustumanna FRS, verkalýðssamtaka sem einkum starfa í San Salva- dor. Bergþóra Árnadóttir mun skemmta fundar- mönnum með söng og fleiri atriði verða til skemmtunar. Fundar- stjóri verður Thorvald Imsland. Mánaðarlaun: 250 þúsund krónur? ■ „Gæti ég fengið meira silfur", segir tannlæknirinn inni á stofunni. „Meira silfur", og hann mundar gullborinn. Munnurinn er sá hluti mannsins sem slitnar örast, enda mæðir einna mest á hon- um aföllum deildum líkamans. Það er því stórt mál fyrir líkamlegt heilbrigði að hafa munn og tennur í lagi. Auk þess bætir það andrúmsloftið í landinu. Litlar framfarir munu þó verða í hreinsun andrúmslofts okkará næstunni. Almenning- ur hefur einfaldlega ekki efni á þjónustu tannlækna lengur. En hver eru þá laun mannanna sem stýra gullbomum? Það er auðvelt að reikna út. Meðalgreiðsla fyrir tannvið- gerð sem tekur 20 til 30 rnínút- ur er 1.000 krónur. Ef tann- læknir tekur tvo sjúklinga á klukkustund, sem er rólegt fiskerí, þá eru brúttó tekjur hans 2.000 kr. á tímann. Vinni hann átta tíma á dag er dags- tekjan 16.000 kr. Vinni hann finim daga í viku, eins og aðrir, er vikukaupið 80.000 kr. Þegarfjórar vikureru í mánuð- inum gera brúttó mánaðartekj- ur stofunnar 320.000 krónur. Frá þessu má svo draga rekstrarkostnað til að finna hreinar tekjur tannlæknisins. Hann greiðir aðstoðarstúlku um það bil 20.000 kr. á mán- uði. Þá eru 300.000 kr. eftir. Síðan fara á milli 50 og 100 þúsund krónur í efni og annan kostnað. Eftir eru þá 200 til 250 þúsund krónur í hreinar tekjur. Það eru góð laun. Mikið óskaplega má öfunda tannlækna af þeirri dásamlegu valdaaðstöðu sem þeir hafa komið sér upp, til að ausa sér gróða upp úr vösum almenn- ings, og úr sjóðum sveitarfé- laganna sem greiða fyrir tann- viðgerðir skólabarna. Miðstöð þessarar aðstöðu er félag tannlæknanna, Tann- læknafélag íslands og er í Síðumúla 35 í Reykjavík. Þar á fundunum semja þeir verðskrá fyrir hinar ýmsu við- gerðir sínar. Upp úr henni rukka þeir svo sjúklingana. Þegar kvartað er undan prísn- um fallast lækninum hendur og í með aumkun sinni segir hann: „já, þetta er dýrt, en svona er taxtinn“. Rétt eins og hann sé þreyttur á yfirgangi þessa ókunnuga taxta sém hann ræðurekkert við. En það er í reynd græðgin sem hann ræður ekki við. Hann vill meira silfur í sjóðinn sinn. Þeir semja ekki við neinn um verð á þjónustu sinni, lúta engu aðhaldi né eftirliti. Þeir bara setja upp það sem þeim sýnist, og almannarómur segir að ógerningur sé að tryggja að þeir greiði skatta af öllu saman. Loks er það mikið svínarí að almenningur skuli vera látinn greiða fyrir menntun þeirra. Sagt er að tannlæknadeild sé dýrasta deild Háskóla íslands, miðað við nemendafjölda. Hún hafi tekið stærsta hlutann af fjárfestingafjármunum há- skólans til margra ára í nýja húsið sitt, Tanngarð neðan Hringbrautar. Skiljanlegterað kennarar deildarinnar, sem hafa innan við 30 þúsund kr. í laun á mánuði, hafi krafist þess að fá þar innréttaðar prt'- vat stofur til að reka meðfram kennslunni. Þaðernáttúrulega óbærilegt að þeir skuli hafa svo miklu lægri tekjuren nýútskrif- aðir nemar þeirra. Háskólinn léttir svo undir með því að greiða rekstrarkostnaðinn af þessu einkaframtaki inni í miðju ríkiskerfinu. Það er út af fyrir sig hneyksl- anlegt að hér sé verið að mennta 8 tannlækna á ári með gífurlegum tilkostnaði. Það er ekkert sér-íslenskt við fræðin þeirra. Þessa menntun á að sækja til útlanda og þar eiga nemarnir að greiða sjálfir þau skólagjöld sem upp eru sett. í flestum siðuðum löndum er reynt að hemja græðgi slíkra stétta sem geta ella skammtað sér tekjur næstum að vild. Hér eru engir slíkir tilburðir. Frelsi tannlækna, og margra annarra stétta sjálfstæðra atvinnurek- enda, til fjárplógsstarfsemi er algert og þeir fara því eins langt og þeir komast. Við þetta ástand eiga neyt- endur aðeins um tvennt að velja. Þeir geta borgað og haldið kjafti sínum, eða borg- að ekki og misst heilsuna. Tannlæknirinn veit hins veg- ar alveg hvað hann vill. Hann vill meira silfur. Skuggi Diskóbíll I hörkuárekstri ■ Harður árekstur varð á mótum Hringbrautar og Njarðargötu, laust eftir Id. 3.00 aðfaranótt sunnudags. Þar ók fóIksflutningabQI, sem kom vestur Hringbraut, inn í hlið fólksbfls sem kom suður Njarðargötu, gul blikkandi Ijós voru á gatnamótunum. Okumaður fólksbflsins var fluttur á slysadeild en mun ekki hafa slasast alvarlega. Fólksflutningabfllinn var að flytja unglinga af dansleik en engan sakaði í þeim bíl. NT-mynd Sverrir Urðu af meistaratitlinum Flugleiðamenn í 2. sæti í íþrótta- keppni evrópskra flugfélaga ■ Keppnislið starfsmannafc- lags Flugleiða í körfuknattleik og badminton urðu í öðru sæti Evrópukeppni starfsmannafé- lag flugfélag. Úrslitaleikirnir fóru fram í Reykjavík á laugar- dag. Körfuknattleiksliðið lék á móti Iiði belgíska flugfélagsins Sabena, sem vann 97-81. Flug- leiðamenn stóðu í Belgunum fram í rniðjan síðari hálfleik og voru um 4 stigum yfir. Flug- leiðaliðið hafði áður slegið úr keppni lið frá Lufthansa og portúgalska flugfélaginu TAP. Badmintonliðið tapaði fyrir SAS í 7 leikjum, eftir nokkuð jafna baráttu og skemmtilega. Badmintonmenn höfðu áður slegið úr keppni Lufthansa og Aer Lingus. Mót þessi eru haldin á vegum ASIA, eða Airline Staff Inter- national Association, sem í eru flugfélög í Evrópu, auk ísra- elska flugfélagsins E1 Al. Keppni hefur staðið yfir undan- farin tvö ár. ■ Ein dönsku flugfreyjanna sem lagði stöllur sínar íslenskar að velli í badminton í íþrótta- keppni evrópskra flugfélaga. NT-mynd: Árni Sæberg

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.