NT - 30.04.1984, Blaðsíða 8

NT - 30.04.1984, Blaðsíða 8
■ Finnbjörn Finnbjörnsson, að ofan, leggur síðustu hönd á listaverk sitt á stafni Bergstaðastrætis 20, ásamt félaga sínum. NT mynd Róbert Sólarupprás við Bergstaðastræti - lögmál hreyfingar og hringrásar ■ „Þetta er í tvennum til- gangi gert, annars vegar ligg- ur þessi veggur mjög vel við til skreytinga og með það í huga fékk ég leyfi eiganda hússins og byggingafulltrúa til að mála á hann þetta verk sem er alveg sjálfstætt og varanlegt. í leiðinni er ég svo að vekja athygli á grafískri kvikmynd, sem ég hef gert og verður frumsýnd um miðj- an maí, en auglýsingaplaköt- um í líkum stíl og þessi mynd verður dreift um bæinn á næstunni,“ sagði Finnbjörn Finnbjörnsson, þegar við hittum hann í gær, þar sem liann var í óðaönn að leggja síðustu hönd á skreytingu á stafni hússins nr. 20 við Berg- staðastræti. Nánar um kvikmyndina. „Þetta er 25 mínútna grafísk mynd, leikur að litum, hreyf- ingu og hljóðum. Ég nota allt litrófið og skoða lögmál hreyfingar og hringrásar. Myndin hefst á sólarupprás og endar á sólarlagi, hver litur á sér sólarupprás og sitt sólsetur. Nei, það eru engar fígúrur í myndinni og ekki söguþráður, þetta er fantasía um liti og hreyfingu með elektrónískri tónlist, sem Svíinn Ingemar Fridellsamdi sérstaklega fyrir myndiná." Finnbjörn er lærður húsa- málari, en stundaði síðar nám í „animation" við kvik- myndaskóla í San Fransisco, „animation“ merkir eigin- lega lífgun og í þessari að- ferð felst að kvikmyndatækn- inni er beitt til að gefa mál- verki eða mynd líf og hreyf- ingu. „Ég hef trú á því að mynd- listin eigi eftir að þróast meir og meir í þessa átt“, sagði Finnbjörn Finnbjörnsson og hélt áfram vinnu sinni við vegginn góða við Bergstaða- strætið. ■ Stafn hússins númer 20 við Bergstaðastræti hefur svo sannarlega fengið andlitslyftingu eftir að Finnbjörn Finn- björnsson fékk leyfi eiganda til að mála þetta listaverk á húsið. NT mynd Róbert Mánudagur 30. apríl 1984 8 ______Fwr&ttmwr_________________ Tjón á fiskverkunarhúsi í Ólafsvík: Kviknaði í vegna hita frá sterkum vinnuljósum sem gleymdist að slökkva á ■ Eldur kom upp í fiskverkun- arhúsi Stakkholts hf. á Ólafsvík, aðfaranótt laugardags. Eldur- inn náði ekki að breiðast út og var slökktur af starfsfólki fyrir- tækisins þegar það kom til vinnu morguninn eftir, en miklar reykskemmdir urðu, bæði á 400 tonnum af verkuðum saltfiski sem var í húsinu og einnig á húsakynnum. í samtali við NT sagði Leifur Halldórsson hjá Stakkholti að eldurinn virtist hafa komið upp vegna hita frá sterkum vinnu- Ijósum sem hafði verið slökkt á vegna misgánings en verið er að innrétta rækjuvinnslusal í hús- inu. Leifur sagði að líklega væri hægt að bjarga salfiskinum sem skemmdist, að mestu þó sjáan- legt væri að töluverðu þyrfti að kosta til þess. Þá þarf að hreinsa sót innan úr húsinu öllu. Kvennafundur á Hallærisplaninu „Vorum sniðgengnar af 1. maí-nefndinni“ ■ Kristján Ingimundarson, framkvæmdastjórí Blikkvers, Jónas Jónsson, framkvæmdastjórí Bifreiða- verkstæðis Jónasar ásamt einum bflamálara verkstæðisins inni í Idefanum sem veríð var að taka í notkun. notkun. NT-mynd Róbert Nýr sprautunarklefi: Byltir vinnuskilyrðum ■ Samtök kvenna á vinnu- markaði gangast fyrir sér- stökum útifundi á Hallærisplan- inu 1. maí, á sama tíma og útifundur verkalýðsfélaganna verður á Lækjartorgi. Astæðan er sú að konunum var synjað um aðild að fundinum á Lækjar- torgi. Samtök kvenna á vinnumark- aði óskuðu á sínum tíma eftir aðild að aðgerðum verkalýðs- félaganna 1. maí og vildu fá að hafa einn ræðumann á Lækjar- torgsfundinum. Þessari beiðni var svarað skriflega og beiðn- inni hafnað á þeim forsendum að aðgerðirnar væru á vegum stéttarfélaga og því gæti ekki orðið um formlega aðild að ræða. Á hinn bóginn væri hægt að hugsa sér að einn ræðumanna yrði valinn með tilliti til þess að konurnar gætu litið á hann sem „óbeinan fulltrúa sinn.“ NT hafði samband við Mar- gréti Óskarsdóttur hjá Sam- tökum kvenna á vinnumarkaði. Margrét sagði þetta væri svo sem ekkert nýtt að konurnar væru sniðgengnar á þennan hátt, en þær væru liins vegar hættar að þegja og vera góðar. bílamálara - losar þá við hættu af eitruðum málningargufum Mikil endurnýjun fyrirhuguð á flota Skipadeildar SÍS: Þrjúskipseld-tvö keypt í staðinn? ■ Islenskt iðnfyrirtæki, Blikk- ver hf. í Kópavogi, hefur nú hafið framleiðslu á nýju tæki, sem gerbreytir vinnuaðstöðu bflamálara, sem til þessa hafa þurft að stunda vinnu sína við slíkar aðstæður, að heilsu þeirra hefur stafað hætta af. Þetta nýja tæki er sérstakur klefi fyrir Kvikmyndasjóður út- hlutar á næstunni ■ „Ég tel, að öll aöalvinnan hafi farið fram, en það á eftir að ganga formlega frá úthlutun. Eg lít svo á, að eftir einn fund i nefndinni, eigi þetta mál að geta verið afgreitt,“ sagði Hin- rik Bjarnason stjórnarmaður í Kvikmyndasjóði, þegar hann var spurður hvað liði úthlutun úr sjóðnum í ár. Kvikmyndasjóði bárust alls um 40 umsóknir og til skiptanna eru 6.5 milljónir króna. Um- sóknarfrestur rann út fyrir all nokkru, en tafir hafa orðið á úthlutun. Hún ætti þó að geta farið fram einhvern næstu daga. að öllu forfallalausu. „Mér þykir fyrir því hversu þessi úthlutun hefur dregist og ég tel það bagalegt," sagði Hin- rik Bjarnason. bílasprautun og hefur sá fyrsti verið tekinn í notkun á Bifreiða- verkstæði Jónasar í Kópavogi. Á blaðamannafundi á Bif- reiðaverkstæði Jónasar á laug- ardag var greint frá því að fram til þessa hefðu bílamálarar unn- ið við mjög slæmar aðstæður hér á landi. Þeir hefðu orðið að anda að sér stórhættulegum málningargufum, en með nýja klefanum væri komið í veg fyrir þá hættu. Við vinnslu væri stöðugt dælt í hann hreinu lofti að ofarrvijrðu og mengað loft sogað út að neðanverðu, þannig að það næði ekki að komast í öndunarfæri bílamálarans. Sprautuklefarnir sem Blikk- ver framleiðir eru gerðir úr stöðluðum einingum og þess vegna getur fyrirtækið boðið þessa klefa af hverri þeirri stærð sem kaupandi óskar og jafn- framt má stækka klefana eftir þörfum síðar meir. Þess er einnig gætt að loft- liraði í klefanum sé þannig að sem best henti við vinnu í honum. Þá er hægt að hita loftið í honum í allt að 40 gráður, þannig að bílar þorna þar fyrr en ella. Síur eru allar fíngerðar og sérstaklega miðaðar við málningarsprautun. Lýsing í klefanum er einnig sérstaklega miðuð við sprautuvinnu. ■ Mikii endurnýjun á flota Skipadeildar Sambandsins er nú á döfinni. Eins og kunn- ugt er var Dísarfell nýlega selt úr landi og nú standa yfir samningar um sölu á tveimur skipum í viðbót, Helgafelli og Arnarfelli. Ómar Jóhannsson, að- stoðarframkvæmdastjóri deildarinnar, sagði í samtali við NT, að enn væri ekki ljóst hvort skipin tvö yrðu seld í bráð. Nokkrir aðilar hefðu sýnt þeim áhuga og meira að segja hefðu borist í skipin tilboð sem ekki væri mjög fjarri þeim hugmynd- um sem forráðamenn deild- arinnar hefðu gert sér um verð. Þá sagði Ómar að Mæli- fell, sem er elsta skip deildar- innar hefði um tíma verið á söluskrá. Líklegt væri það á næstunni yrði höfuðáherslan lögð á að reyna að selja það því að í sumar myndi deildin taka að sér að flytja 30 þús- und lestir af trítanól, sem er nokkurs konar möl, frá Grænlandi til Kaupmanna- hafnar. Til þess þyrfti helst 4 til 5 þúsund tonna þunga- flutningaskip, en Mælifell er tæpra 2 þúsund tonna og eina þungaflutningaskip Skipadeildarinnar, og það væri því óhentugt til þessara flutninga. Því yrði leitað að nýju í þess stað. Eins og áður hefur komið fram stendur Skipadeild Sambandsins í samningum um kaup á þýsku gámaflutn- ingaskipi sem óvíst er hvenær kemur til landsins. Þá er verið að smíða frystiskip fyrir Skipadeildina í Bretlandi og er það væntanlegt til landsins í haust.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.